Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 22

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 22
Eftir þetta ævintýri mitt í Demantadalnum, hélt ég heim til Bagdað eins fljótt og ég gat og lifði í auði og allsnægtum nokkurn tíma. En fljótlega fór ferðalöngunin að segja til sín á ný og ég gekk í fé- lag við nokkra kaupmenn, sem voru að búa skip sitt í verzlunarferð. Um skeið bar ekkert til tíðinda, og gekk okkur vel að selja vörur okkar í hinum ýmsu hafnarborgum. — En svo var það dag einn, er við vorum úti á rúmsjó, að vindur gerðist stríður og sjó tók að ýfa. Skipstjórnarmenn réðu lítt stefnunni og eftir nokkurn hrakning bar okkur að eyju einni. Var okkur nauðugur einn kostur að leita þar hafnar og skjóls fyrir ofviðrinu. — Þegar skip okkar nálgaðist eyju þessa, kom skipstjórinn til okkar kaupmannanna og sagði: „Nú er illt í efni. Þessi eyja er byggð mjög smá- vöxnum villimönnum, en ákaflega herskáum, sem vafalaust munu ráðast á okkur, og þótt þeir séu smá- ir vexti, eru þeir svo margir, að óteljandi má kall- ast. Ekki tjóar að veita mótstöðu eða að reyna að verjast, því að þá munu þeir ekki hætta fyrr en við erum allir dauðir.“ — Og nú varð sjón sögu ríkari, því að frá landi komu margir bátar, fullir af þess- um litlu mönnum. Þeir voru svo sem 50 senti- metrar á hæð og alþaktir rauðu hári. Var nú ekki að sökum að spyrja, skipið var umkringt af þessum ófögnuði og innan skamms moraði allt af rauðhærð- um dvergum, sem klifruðu upp um rár og reiða. Tóku þeir stjórn skipsins í sínar hendur og stýrðu því að landi. Eftir landtökuna gerðu villimennirnir okkur skiljanlegt með gargi og handapati, að við ættum að hypja okkur í land, og þegar við höfðum skreiðst upp í fjöruna, sigldu þeir skipinu okkar Þriðja sjóferð SINDBAÐS frá landi og sáum við, að þeir stefndu til annarrar eyjar skammt burtu. Skipstjórnarmaður okkar þekkti þessar eyjar þó nokkuð vel af afspurn og sagðist hafa heyrt, að allir ferðamenn forðuðust að koma til þessarar eyj- ar, sem við nú vorum á, vegna einhverrar óvættar, sem hér byggi, en ekki vissi hann þó glögg deili á þessu. Okkur varð það fyrst fyrir að seðja hungur okkar á ávöxtum, sem þarna var gnægð af, og því næst tókum við okkur gönguferð til þess að kanna eyna. Bráðlega sáum við alllangt frá hús eitt mik- ið og er við komum nær, sáum við að þetta var höll skrautleg með fílabeinsanddyri. Inni í hallargarðin- um annars vegar við hallardyrnar, sáum við stóra hrúgu af mannabeinum, en hins vegar lágu margir steikarteinar. Brá okkur mjög við þessa sýn og setti að okkur ógleði mikla og magnleysi. Máttum við okkur hvergi hræra um stund, enda þreytlir eftir sjávarvolkið og svo gönguna um eyjuna. Allt í einu var hallardyrunum hrundið upp og út kom kolsvartur risi, líklega þrefalt stærri en meðal- maður. Risinn var eineygður og var þetta eina auga hans blóðrautt og sat í miðju enni hans. Sindraði illskan úr auganu og var sem þar sæi i glóandi kola- mola. Kjafturinn var sem á hrossi og stóðu tvær skögultennur út úr honum, langar og hvassar. Neðri vörin lafði niður á bringu, en eyrun voru svipuð og á fíl. Slíka ófreskju höfðum við aldrei augum litið og vorum við örmagna af hræðslu. Sumir af okkur hnigu í óvit. Risinn virti okkur illilega fyrir sér drykklanga stund og allt í einu þreif hann til mín og skoð- aði mig, svipað og slátrari skoðar sauðkind. Hann fann víst fljótt, að ég var heldur léttur og magur, eiginlega ekki annað en sinar og bein. Lét hann mig lausan, en greip til skipstjórans, sem var feitastur af okkur. Er ekki að orðlengja það, að risinn steikti hann og át. Síðan lagðist hann til svefns, og tók að hrjóta svo afskaplega, að það var þrumugný líkast. Er risinn vaknaði um morguninn hélt hann þegar til skógar, en við gengum út um eyna til þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.