Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 3

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 3
Mannfjöldinn á Þingvöllum 17. júní 1944. ÍSLENZKA LÝÐVELDIÐ 25 ÁRA Þann 17. júní næstkomandi eru 25 ár liðin frá því að lýst var formlega yfir stofnun hins íslenzka lýðveldis að Lögbergi á Þingvöllum. Hinn 17. júní árið 1944 var hinn mikli dagur er öll íslenzka þjóðin hafði beðið eftir, þráð og von- að, að einhvern tíma ætti eftir að rísa úrdjúpi aldanna. Dagur frelsisins, dagur framtíðarinnar, dagur íslands. Þann dag var fyrsti forseti lýðveldisins kosinn, herra Sveinn Björnsson, og flutti hann við það tækifæri ávarp, þar sem hann þakkaði traust það, sem sér hefði verið sýnt. Hvatti hann íslenzku þjóðina til samstarfs og eindrægni og lagði út af orðum Þorgeirs Ljósvetningagoða, er hann hafði mælt frá Lögbergi, er þjóðin var í háska stödd vegna hættu á inn- anlandsstyrjöld. „Ef sundur er skipt lögunum, þá mun sundur skipt friðnum." Lauk forseti máli sínu með þessum orðum: ,,Nú á þessum fornhelga stað og á þessari hátíðarstundu bið ég þann sanna eilífa guð, sem þá hélt verndarhendi yfir íslenzku þjóðinni, að halda sömu verndarhendi sinni yfir íslandi og þjóð þess á þeim tímum, sem vér nú eigum framundan.“ Þrír menn hafa á þessu 25 ára tímabili lýðveldisins gegnt embætti forseta, Sveinn Björnsson, frá 17. júní 1944 til dauðadags 25. janúar 1952, Ásgeir Ásgeirsson, frá 1. ágúst 1952 til 1. ágúst 1968, og Kristján Eldjárn frá 1. ágúst 1968.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.