Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 8
MALFRÆÐI — skemmtilegasta námsgreinin mín!
STOFN OG LÝSINGARORÐ
Við skulum leika okkur að l>ví, að búa
til tré eins og fyrir no. í þetta skipti eiga
þau að standa. Þá brjótið l>ið pappírsörk
til helminga og teiknið myndarlegt tré
]>annig, að krónan nái út að brotinu. Síð-
an má klippa en ekki í brotið. Tréð verð-
ur þannig tvöfalt og getur staðið. í stofn-
inn eigum við að skrifa lo. í kvenkyni
eintölu nefnifalli. Öll liin föllin má skrifa
í trjákrónuna. Orðið, sem ]>ið eigið að
beygja, er gamall. Þegar þið eruð búin
með kvenkynið, megið þið skrifa öll föll-
in í et. kk. á strikuðu línurnar við hlið-
ina á kastalanum. Teiknið sjálf annan
kastala fyrir fleirtöluna og einhvern hlut
fyrir hvorugkynið. Finnið fleiri lo. fyrir
trén ykkar.
Vinnubók.
Ég ætla að segja ykkur frá vinnubók.
Reyndar er margt af því, sem hér hefur
birzt, úr henni. En nú legg ég til, að þið
fáið ykkur stílabók eða þá vinnubók, ef
þið eigið kost á því. Hún heitir auðvitað:
Málfræði — skemmtilegasta námsgreinin
mín. Á fyrstu hlaðsíðuna teiknið þið
mynd af mömmu og ykkur sjálfum. Síð-
an skrifið þið vísuna eftir Jónas Hall-
grimsson fyrir neðan upp úr málfræðinni
ykkar: Ástkæra, ylhýra málið ... Hún er
alveg fremst. Á næstu blaðsíðuna skrifið
þið stafrófið og vísuna um það. Takið
eftir því, sérhljóðar geta sagt nafn sitt
sjálfir. Þeir standa sér, líka i framburði-
Samhljóðar „hvisla“. Þeir standa saman
með öðrum stöfum, þegar við segjum
nafnið þeirra. Þið megið strika undir þá
með grænum lit, en með rauðum undir
sérhljóðana. María Eiríksdóttir.
Svör á bls. 288.
Landið hnígur og rís. Skiptir sér í hrjóstrugar hæðir og
rennileg tún, mela og móa, gróskuríkar flatir, þaktar fífl-
um og sóleyjum, og grösugar lautir, með bláklukkum og
berjalyngi.
Er lengra dregur, fjöll, þau fjarlægustu hjúpuð huldu-
klæðum — mynda samfelldan fjallahring, sem lokar inn-
sýninni til landsins á þrjá vegu.
Og yfir þessu öllu saman hvelfist fagurblár himinn,
syndandi, fannhvít ský eins og fíngerður, nýfallinn snjór
og ljómandi sól, er varpar geislum á fjallatoppana, býr til
regnbogabrautir í fjallahlíðunum, silfrar særöndina, er
brýtur landshlutann og stráir gullkornum á tæran vog-
inn, sem í þakkarskyni speglar örlæti hennar.
Allt tindrar af ósegjanlegri litadýrð í dag, og ég tindra
líka — af orðvana hrifningu. Litaafbrigðin í náttúrunni
koma mér alltaf jafnmikið á óvart. Þau eru öðruvísi í dag
en í gær — og á morgun sé ég eitthvað nýtt.
Og líkt og venjulega fer ég að brjóta um það heilann,
hvernig hægt sé með krítarmolunum mínum heima að
búa til svona fallega mynd og fella inn í hana þennan
sama undursamlega bláma og býr í umhverfi mínu, án
þess að samskeytin sjáist.
Heilabrotin bera ekki árangur nú fremur en fyrri dag-
inn. Ég hristi kollinn undrandi og lít upp í loftið. Hon-
um þarna uppi er ekki fisjað saman í málaralistinni.
Við afleggjara einn lítinn stanzar vagninn. Ég ranka
við mér, fer út og toga niður töskuna.
Þessu næst held ég upp malartroðninginn, sem liggui'
að kotinu er ber við auga í grýttu hæðardragi.
Ég ber töskuna framan á mér báðum höndum til að
flýta mér, og rek þá stundum tærnar óþyrmilega í grjót-
hnullunga, sem standa upp úr ójöfnum jarðveginum, en
læt sársaukann ekkert á mig fá. Hjartað er tekið að
hamra af eftirvæntingu.
í hillingum sé ég fölleit barnsandlit og framréttaf
mjóar hendur.
Loks er stígurinn að baki. Ég sezt á töskuna við garðs-
hliðið og teygi úr þreyttum handleggjunum.
Húh — hvað það var gott að losna við töskuburðinn!
Ég rís á fætur, létt í bragði, og virði íyrir mér þöguh
húsið gegnum rimlagirðinguna. Ég hyggst koma börnun-
um á óvart og þykist heppin að sjá ekkert kvikt úti við-
Ég opna hliðið ofur varlega, svo ekki braki í, læðist
hljóðlega að húsdyrunum og drep rösklega á hurðina.
Já — ég lamdi lengi, lengi og man hvað ég kyngdi ótt
og títt.
En ]>að anzaði enginn.
Kotið stóð autt og yfirgefið.
244