Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 24

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 24
Hamslaus af reiði stökk Kala fram gegn þessum svarta, ókunna apa, sem kastað hafði í hana. Hér var um lífið að tefla fyrir Kolunga. Hann þreif til boga síns og skaut ör að Kölu. Örin hitti hana í hjartastað og hún féll fram yfir sig öskrandi af sársauka. í sama bili ruddust aparnir úr flokki Kölu út úr skóginum allt í kring og hugðust koma henni til hjálpar. Kolunga sá, að í óefni var komið og tók til fótanna eftir næstu fílagötu inn í skóginn. Kala lá dáin í grasinu og furðuðu félagar hennar sig á því, hvernig svona lítil grein eins og þeim sýndist örin vera, gat valdið dauðá hennar. Nokkrir þeirra veittu svertingj- anum eftirför um stund og fóru þá eftir trjánum, en brátt dvínaði áhugi þeirra á þessu og þeir tóku til við sína dag- legu iðju, að leita sér að æti. Hávaðinn af þessu barst til kofans, þar sem Tarzan var að venju og heyrði hann strax, að eitthvað hafði komið fyrir. Hann hraðaði sér því á vetvang og er hann sá hvað skeð hafði, kastaði hann sér niður hjá líki fóstru sinnar og hágrét. Hann hafði nú misst þá einu veru, sem þótti vænt um hann, og þótt Kala væri aðeins stórt, grimmt villidýr, var þó minningin um hana fögur í huga Tarzans. Hann hafði elskað hana jafneinlæglega og venjulegur drengur elskar og virðir móður sína, enda hafði Kala ætíð sýnt honum ástúð á sína vísu og varið hann fyrir hinum mörgu hættum frumskógarins. Að nokkurri stundu liðinni, þegar Tarzan hafði jafn- að sig dálítið eftir þetta þunga áfall, tók hann að spyrja stóru apana rækilega, hvernig dauða fóstru hans hefði borið að. Þeir sögðu honum, að stór, svartur api, með hárlausan skrokk og fjaðrir upp úr höfðinu, hefði kast- að mjórri grein í Kölu og hlaupið síðan hratt burtu eftir fílagötunni. Það rann upp ljós fyrir Tarzan. Úr bókunum í kofanum vissi hann, að hér hafði verið á ferð -svartur maður. Hann beið því ekki boðanna, en sveifl- aði sér upp í trén og hélt í þá átt, sem aparnir bentu hon- um. Fljótlega renndi hann sér til jarðar og tók að at- huga sporin í fílagötunni. Þarna sá hann spor sem líktust hans eigin sporum. Þá varð hann þess fullviss, að hann væri að elta mann. Og Tarzan hélt eftirförinni áfram og innan stundar kom hann að litlu rjóðri. Þar stóð svert- inginn með spenntan boga í höndum, en skammt frá var villisvín að búa sig undir árás á hann. En athygli Tarzans beindist öll að manninum, sem hann sá þarna niðri í rjóðrinu. Við vopn hans, bogann, kannaðist Tarzan einn- ig, hafði oft séð myndir af honum í bókum sínum í kof- anum. Svertinginn skaut nú ör sinni að geltinum, sem ruddist um leið fram til að stanga þennan fjanda sinn. Örin hitti í herðakambinn á villisvíninu, en þegar það kom á staðinn, þar sem sá svarti hafði staðið, var hann þar ekki lengur. Gölturinn ætlaði að snúa sér við, en tók þá að riða til og féll dauður um koll skömmu seinna. Tarzan horfði á. Hann sá svertingjann skera stykki úr læri galtarins með hnífi sínum, safnasaman sprekum og kveikja eld og steikja kjötbitann. Síðan tók hann til snæðings. Tarzan hafði aðeins séð eldinn, sem kviknaði stöku sinn- um af eldingum, sem slegið hafði niður í tré. Það olli honum heilabrotum, hvers vegna maðurinn hafði stungið kjötbitanum inn í logana, áður en hann át þá. Þegar Kolunga hafði étið nægju sína, lét hann skrokkinn liggja þar sem hann var og hraðaði sér á brott. Tarzan renndi sér niður úr trjánum og fékk sér einnig góða máltíð af galtar- skrokknum, en honum datt ekki í hug að spilla góðu kjöti með því að brenna það í eldi. — Síðan sleikti hann fingur sína og hélt áfram að elta Kolunga son Monga konungs. Á sama tíma var annar lávarður af Greystoke norður í Lundúnaborg að borða rifjasteik í klúbb sínum. Hann var föðurbróðir Tarzans. En hann sleikti ekki fingur sína. Þegar hann hafði lokið máltíð sinni, deif hann höndum sínum niður í skál með vatni og þerraði síðan með papp' írs-handþurrku. Er hann hélt á brott, talaði hann við þjón- inn um það, að sér hefði þótt steikin heldur linsteikt núnal Tarzan vildi vita hvaðan þessi maður kæmi og fylgcli honum því eins og skuggi um skóginn allan daginn. Hann gæti alltaf hefnt Kölu fóstru sinnar síðar. Þennan dag sá Tarzan oftar en einu sinni, er svertinginn felldi dýr með boga sínum og örvum. Þetta hlaut að vera einhver galdur, sem Tarzan þekkti ekki, að geta drepið stór dýr jneð svona litlum teini, sem örin var. — Næstu nótt sváfu }>eir í stóru tré, Kolunga neðarlega en Tarzan uppi í trjátoppn- um. Þegar svertinginn vaknaði um morguninn, tók hann strax eftir því, að bogi hans og örvar voru horfnar, og leit hans um skógarsvörðinn neðan við tréð bar engan árang- 260
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.