Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 6

Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 6
Sunnudagsferð iÆSKU * AÐ var um hádegisleyti, bjartan sunnudag síðsum- ars, að ég bað um leyfi móður minnar til að sækja heim fjölskyldu nokkra, er bjó í afskekktu koti innarlega í Fossvogi, og færa barnahópnum, sem ekki hafði úr of miklu að moða, dálítinn glaðning. Móðir mín tók vel í beiðnina, og þegar í stað hófst ég handa um að tína saman leikföngin mín og raða þeim niður í tösku, gamla, ryðbrúna ferðatösku. Þegar verkinu var lokið, leit ég í hrifningarblandinni tilhlökkun yfir innihald hennar — gersemarnar mínar. í töskunni var skeljasafn, stafli af skástu teikningunum mínum, smáhlutir, mótaðir úr bræddu kertavaxi, búnt af velsléttuðum karamellubréfum, þar á meðal nokkur út- lend — þau voru mikils virði — og loks skartgripaskrínið mitt. Ég lauk því upp. í blikkkassanum gaf að líta hið fjölbreytilegasta úrval litskrúðugra glerbrota. — Þar ægði saman brolum með blárri eða gylltri rönd, hluta af rauðri rós eða grænu blaði. Fegursta brotið var úr dýrindis postulíni. Það stafaði frá því bjarmi, bæri maður auga að. Hvílíkur fjársjóður! Ég smellti aftur töskunni, eigi laus við eftirsjá. Að afloknum snæðingi tók ég við farareyrinum, kvaddi móður mína og bjóst til ferðar — en tók þá eftir, að skyndilega leið áhyggjuskuggi yfir andlit hennar. í bili átti ég enga kápu. Hin grannvaxna móðir mín dó samt ekki ráðalaus. Hún klæddi mig í gráa rykfrakkann sinn, festi í barm hans mæðrablóm, braut upp á ermarnar, stytti frakkann undii' beltið og herti lauslega að. Málinu var borgið. Ég lagði af stað bin hreyknasta og jjóttist fín. Leiðin að stæði íarþegavagnsins var fremur stutt og auk þess niður í móti — austan úr bæ að Lækjargötu. Spölurinn reynist þó spordrjúgur af ýmsum ástæðutn- Taskan er þung í vöfum, hárið, sem losnað hefur úr flétt- unum, slæst fram fyrir rjótt, sveitt andlitið, og í ferða- ákafanum tek ég ekki eftir því, að frakkalöfin, sem strax í upphafi ferðarinnar tóku að þoka sér niður á við, flaks- ast hvað líður um ökla mína. Það er sól þennan dag og margir á ferli. Ég kem arkandi niður Laugaveg, og í sólskininu mæti ég fjölda uppábúinna vegfarenda, sem eiga það sameigin- legt að brosa allir til mín sem einn maður. Það lyftist á mér brúnin við svo hýrlegar kveðjur. — Þarna dást bara allir að mér í fínu kápunni, berandi svona stóra fullorðinstösku! Taskan er allt í einu orðin undurlétt, fæturnir liprir og fólkið vænt. Og ég held áfram innreið minni í borgina og ber höf- uðið hátt — sigra hvern vegarspottann eftir annan án hvíldar, minnug broshýrra andlita, sem mæta mér öðrti hverju í góða veðrinu og ylja mér svo notalega innan " fylla mig ánægju með allt og alla — og ótrúlegum kjarki- En á mörkum Frakkastígs og Laugavegs sé ég móta fynr Sagan „Sunnudagsferð í æsku“, er hér birtist, er eftir GuSrúnu Jacobsen. GuS- rún hefur skrifaS mikið af smásögum og hafa nokkrar þeirra komiS hér í blaSinu. Auk ritstarfanna hefur GuSrún teiknaS og málaS, og birtast hér tvö verk henn- ar, sem máluð eru á tré. Mynd til vinstri nefnir hún „Um sundin blá“, og mynd til hægri „Maríumynd".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.