Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 33
Á síðastliðnu ári urðu miklar breytingar
innan hljómsveita hérlendis, og út úr þeirri
hringiðu skapaðist hljómsveit, sem nú á
miklum vinsældum að fagna, það er hljóm-
sveitin JÚDAS frá Keflavík.
Að undanförnu hafa þeir verið mikið í
sviðsljósinu bæði af þeim skjóta frama,
sem þeir hafa hlotið og þeirri hæfni sem
þeir hafa sýnt, og eins af hinu einkenni-
lega nafni sem þeir bera og mikið hefur
verið um rætt.
Á þeim forsendum vék ég mér til
umboðsmanns þeirra Sigurðar Garðarsson-
ar, sem að undanförnu hefur algerlega séð
um framgang þeirra, og sem dæmi má
nefna að hann skipulagði hljómleika þá er
haldnir voru á þeirra vegum f Nýja Bfói
í Keflavik til styrktar ekkjum þeim er verst
urðu úti í sjóslysunum 6. til 9. marz 1969.
Hann varð fúslega við þeirri beiðni minni
að svara nokkrum spurningum varðandi
hljómsveitina.
„Þá spyr ég þig fyrst, Sigurður, hvað
heldur þú að valdið hafi hinum skjóta frama
þeirra?“
,,Ég tel, að Magnús hafi átt nokkurn þátt
I því, þar eð hann hafði fengið nokkra inn-
sýn [ gang þessara mála, en meginástæð-
una tel ég þó, að þeir eru allir góðir hljóð-
færaleikarar og mjög samrýmdir."
„Hvað getur þú sagt mér um fortíð þeirra
sem hljóðfæraleikara?“
„Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa
byrjað ungir hljóðfæraleik. Vignir Berg-
•nann byrjaði að læra áfiðlu ÍTónlistarskóla
Keflavfkur, jafnframt því sem hann spilaði
Magnús Kjartansson, orgel og trompet.
Finnbogi Kjartansson, bassi.
Ólafur Júliusson, trommur.
á gítar, einnig hefur hann snúið sér að
flautuleik. Ólafur Júlíusson byrjaði sem
trommuleikari í Drengjalúðrasveit Keflavík-
ur og hefur leikur hans þróast upp í beat
nútímans. Magnús Kjartansson lærði píanó-
leik og er útskrifaður sem trompetleikari írá
Tónlistarskóla Keflavíkur. hann hefur leikið
á bassa og leikur nú á orgel eins og flest-
um er kunnugt. Nú starfar hann sem tón-
listarkennari við Barnaskólann í Keflavik.
Finnbogi Kjartansson hefur leikið á orgel
og leikur nú á bassa, en honum er flest til
lista lagt. Ég vil geta þess að þeir stefna
að þvf að notfæra sér hljóðfærakunnáttu
sína í fjölbreyttum rnæli."
„En hvað vilt þú segja um hið umdeilda
nafn þeirra, JÚDAS?“
„Þegar að því kom að velja skyldi nafn,
kom nafnið JÚDAS til greina, varð það
síðan svo umtalað, að það þótti sjálfkiörið.
Sjálfum finnst mér óþarfi að tvinna kristi-
legum heimildum inn í þetta eins og margir
hafa gert, þar eð bæði kemur fyrir góður
og illur JÚDAS í Biblíunni."
„Hvað er í bígerð hjá ykkur JÚDAS-
mönnum?"
„Það er Iftið hægt að segja um það eins
og stendur, þeir hafa hugsað sér að bæta
við sig hljóðfærum, svo um fjölbreyttari
músík verði að ræða, en þeir leggja mikla
áherzlu á að spila lög sem íólkinu líkar.
Ef þetta gengur allt vel er kominn grund-
völlur fyrir plötu, en hún kæmi þá á mark-
aðinn eins fljótt og hægt er.“
Ég þakkaði Sigurði fyrir samtalið og læt
það nægja, en ef einhverjir vilja fá fleiri
upplýsingar um þá félaga þá sendið bréf
til Sigurðar Garðarssonar, pósthólf 42,
Keflavík. Síðan vildi ég óska JÚDASI góðs
gengis í framtíðinni.
Þegar ég gekk
á JÚDASAR fund
Vignir Bergmann, gitar, fiðla og flauta.
269