Æskan - 01.05.1969, Blaðsíða 47
SPURNINGAR OG SVÖR
Svar til Halldóru: Julie Andrews kom fyrst fram á leiksviöi
12 ára gömul. Hún lék í söngleikriti, er liét „Starlight Roof“ og
hámark leiksins var litli söngurinn hennar Julie, „Mignon“. Þeg-
ar Julie iiyrjaði að syngja, varð dauðakyrrt í salnum, en jiegar
seinustu tónarnir dóu út, liófust fagnaðarlæti áheyrenda. Þetta
endurtók sig kvöld eftir kvöld i margar vikur.
Þegar Julie varð 18 ára, liafði hún leikið i fjölmörgum lát-
bragðs- og söngleikjum og liafði meðal annars verið kynnt fyrir
hrezku konungsfjölskyldunni. Hvin var þá þegar þekkt og vin-
S*1 listakona í London, en engan og allra sízt hana sjálfa liafði
úreymt um, að nokkrum árum seinna yrði liún heimsþekkt
stjarna. Hinn raunverulegi frægðarferill hennar liófst með þvi,
!>ð liún fékk tilboð frá Bandaríkjunum um að leika i „Boy
I'riend“. Julie afþakkaði fyrst í stað, þvi hinn bandaríski leik-
stjóri setti það skiiyrði, að liún skrifaði undir tveggja ára samn-
Ing. Julie, sem aldrei liafði ferðast utan Englands og aldrei verið
1 hurtu frá foreldrum sínum, gat ekki liugsað sér að vera að
heiman nema í mesta lagi eitt ár. Að síðustu féllust þeir amerísku
á eins árs samning.
Það var þessum samningi að þakka, að Julie fékk lifs síus
gullna tækifæri, því að liún fékk hlutverk Elízu i „My Fair
Lady“. Þar með fékk hún sitt stærsta leiksviðslilutverk, en einn-
ig sín mestu kvikmyndavonbrigði. í um það bil fjögur ár lék
Julie hlutverk Elízu Doolittle til skiptis á Broadway og i West
End i London.
Þegar svo kvikmynda átti leikritið, biðu allir -— og einnig
Julie — eftir að hún fengi hlutverkið á hvíta tjaldinu. En Jack
Warner, sem gera átti kvikmyndina, liafði annað í huga. Frá
lians sjónarmiði séð var Julie ekki nógu „stórt númer". En það
var Audrey Hepburn aftur á móti. Að visu gat liún ekki sungið,
en hugvitssemi leikstjórans gat bjargað því við.
Julie Andrews varð mjög vonsvikin, þegar fram lijá henui var
gengið með aðallilutverkið. Elíza var orðin eins og tvíburasystir
liennar, og hún vildi svo gjarnan fara með hlutverkið i kvik-
mynd. Hún hefði orðið græn af öfund, ef einhver önnur en Au-
drey Hepburn, sem liún dáðist mjög að, hefði fengið þetta eftir-
sótta hlutverk.
Ef til vill varð ]>essi ósigur hennar til þess, að Julie náði eins
langt og raun ber vitni í leik sinum sem Mary Poppins, hlutverk,
sem Walt Disney bauð henni eftir vonbrigðin með Jack Warner.
Fyrir leik sinn i þeirri mynd tók Julie á móti Óskarsverðlaunum
árið 1965, og þar með hafði hún sigrað keppinaut sinn, Audrey
Hepburn.
En með leik sínum i kvikmyndinni Tónaflóð (Sound of Music)
liefur frami hennar náð liæst. Nú hefur liún laun á borð við
Elizabetli Taylor og Barbra Streisand, sem eru liæst launuðu
stjörnurnar um þessar mundir.
Julie Andrews liefur nef, sem oft er likt við skíðabrekku, skarp-
legt andlit og glæsilega fótleggi. Hún notar lítið eitt af andlits-
púðri, engan varalit, en mikla augnskugga, sem fá dökkblá augun
til að njóta sin til fulls. Hún er kvenleg og lilédræg, en veit aug-
ijóslega, hvað liún vill. Aldur hennar er 33 ár.
S V Ö R
Svör við nokkrum spurning-
Uln úr bréfum til Æskunnar:
Inga: Bréfaskóli SÍS og ASÍ
er 1 Sambandshúsinu í Reykja-
v*k. Ekkert aldurstakmark er i
l'cim skóla. Mismunandi liá
Bjöid eru fyrir hverja náms-
Brein eftir þvi hver liún er.
pPPlýsingar um kennslu fyr-
lr bær stúlkur, sem ætla sér
kenna handavinnu, t. d. i
barnaskólum, færðu beztar
n'eð því móti að skrifa eftir
læiin líi Kennaraskóla íslands
1 Reykjavik. Inntökuskilyrði
eru vist landspróf og námið
tckur 3 eða 4 vetur.
Jún: Á hls. 281 birtir Æskan
niynd af James Drury, sem
leikur Virginíumanninn í sjón-
varpinu.
Sveitastelpa, 13 ára: Það
þarf stúdentspróf lil þess að
komast í dýralæknisnám. —
Reglurnar um borðtennis liöf-
um við ekki við liöndina, en
værum þakklátir, ef einliver
lesandi gæti sent blaðinu þær.
„Lesandi": Já,það fástbóka-
stoðir úr málmi, sem hægt er
að nota lil þess að halda að
bólium í liansahillum, þó að
hækurnar fylli ckki liilluna
ncma að liálfu.
Egill í Hveragerði: Gifs er
hvítt duft. Ef það er blandað
mcð vatni, harðnar það mjög
fljótt. Sé notuð mjólk i stað
vatns, liarðnar það ekki eins
fljótt. Gifsduft fæst í flestum
lyfjabúðum.
Rósa og Björg: Skrifið bara
beint til skólans og biðjið um
siðustu skólaskýrsluna.
Kristín: Um þelta er ekki
gott að segja, en hér i llvik
eru tveir leiklistarskólar og
mundi vera lieppilegast að
byrja í öðruin livorum þeirra
og sjá svo hvað setur.
Einar og Sigmundur: Þið
skulið skrifa lil Vélhjóla-
klúbbsins Eldingar, c/o Æsliu-
lýðsráð Reykjavíkur, Frí-
kirkjuvegi 11.
M. V. S.: Ef til vill getur
Æskan birt grein um stór-
meistarann seinna, en einnig
getur þú farið á bókasafnið
og fengið nokkra árganga af
Skákblaðinu lánaða á lestrar-
sal. Þar er oft sagt frá Frið-
riki Ólafssyni og skákum hans.
13 ára stúlka á Akureyri:
Jú, ef til vill kemur grein um
þetta seinna i þættinum Hvað
viltu verða?, en lika gætir þú
skrifað eftir upplýsingum frá
Handíðaskólanum, en hann er
i Skipholli 1, Reykjavik.
Dóra: Hermau Hermits (Pet-
er Noone) kvæntist 5. nóvemb-
er 1968 Mireille Strasser, 22
ára franskri stúlku.
Svar til Gumma: Grænlend-
ingar liafa ekki ennþá komið
sér upp sjónvarpi, en nú er
unnið að undirbúningi þess,
og vonir standa til, að það
taki til starfa árið 1970, en
útvarp hefur verið starfandi
á Grænlandi síðustu 10 árin.
íbúatala Grænlands mun nú
vera um 40 þúsund.
283