Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 16

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 16
Geir tók margar myndir og hér er hann í Heidelberg á brú yfir ána, sem rennur í gegnum borgina. sem liggur til Heidelberg. Hann var fjölfarinn þennan dag, og menn óku á óskaplegum hraða, eða svo fannst islendingunum. Það var ekki óalgengt að sjá hraðamælinn fara upp fyrlr 140 km markið. Geir fannst gaman að aka eftir þessum þjóðvegi, þvi skógur var til beggja handa, stór tré og falleg, en vlða lágu'brýr yfir þjóðveginn. Margir bílanna voru með aftanívagna, hjólhýsi, sem fólk býr í á ferðum sinum, eða þá tjaldvagna. Þeir ræddu um það sln á milli, hve auðvelt væri að ferðast á slíkan máta á þessum makalausu vegum. Allt annað en á holóttu malarvegunum okkar heima. Peter ók fram úr hverjum bllnum eftir annan og landið geystlst fram hjá, bændabýli á víð og dreif, skjólbelti, skóg- ar, hæðir. Hið fegursta land á að líta. Móða var yflr og dauft sólskin, en allt var grænt og fagurt að sjá. Hvergi rusl eða drasl við vegina né bændabýlin. Sums staðar, þar sem brýr lágu yfir aðalþjóðvegina stóð fólk og horfði á umferðina. Vegirnlr eru mjög vel merktir, og innan skamms og eftir ótrúlega stuttan tíma sýndi vegvlsirinn, að brátt skyldi fara út af aðalveginum, til Heidelberg. Dregið var úr hraðanum og ekið eftir yztu akbrautinni, sem þarna var þreföld, og þegar komið var niður í 110 km hraða, fannst þeim bíHinn vera á mjög hægrl ferð eftir allan hraðaksturlnn. Þeir tóku eftir því, að mjög margir Hollendingar voru á ferðlnni. Við þjóðvegina hafa verið byggð útskot, þar sem fólk getur numið staðar og hvilt sig. Sums staðar á þessum útskotum eru veitingahús, en annars staðar slétt svæði, þar sem fólk getur borðað nestið sitt. Á þessum útskotum var nú þéttsetið, þvi mikill fjöldi fólks virtlst vera á ferðinni þennan sunnudag. Og ekki létu mótorhjólamenn sitt eftir liggja, en geystust fram úr á miklum hraða. Og loksins vorum við staddir í hinum sögulega háskólabae Heidelberg. Hér var heitt ekki síður en í Frankfurt, og á hitamæli á götuhorni sást, að hitinn var 34 stig. Þar sem þetta var á sunnu- degi, var bærinn fullur af ferðafólki og varla nokkur leið að koma bilnum íyrir. Þeir óku gegnum nýja bæinn yfir ána Neckar og yfir I gamla borgarhlutann og fundu loks stæði á gömlu torgi skammt neðan kastalans. Járnbraut alleinkennileg gengur upp fjallið, og með henni fóru þeir upp í kastalagarðinn. Þótt heitt væri niðri i bænum, var nokkru svalara þarna uppi, og þeim fannst gott að njóta skugga trjánna. Geir var í sjöunda himni yfir öllu þessu trjá- og blómaskrúði, og var nú að fullu kominn út í sjálft ævin- týrið. Kastalinn í Heidelberg er mjög forn bygging og mikil. Hefur ýmislegt séð á langri ævi, bæði gott og illt, en nú er stór hlútl hans rústir einar eftir styrjaldir og ennfremur bruna af völdum eldinga. Ekki er með vissu hægt að segja um það, hvenær bygg- ing þessa fræga kastala hófst. í gömlum plöggum er getið um tvo kastala í Heidelberg árið 1303, og sennilega er sá, sem þaf er nefndur efri kastalinn, fyrstu byggingar þess, sem nú er vlð lýði. Heidelberg hefur hlotið mikla frægð af háskólanum, sem þar var stofnaður árið 1386. Nú var Geir komlnn að þessari miklu byggingu. sem neðan frá fljótinu séð gnæfir við himin. Er þelr höfðu greitt aðgangseyri, gengu þeir inn í kastalagarðinn. Þarna var margt fólk, sem stóð og dáðist að byggingunum og ræddi hin ýmsu byggingarform, en kastalinn er sem kunnugt er reistur á mörgum öldum, og allir vita, hve bygglngarstíllinn breytist. Við augum blöstu margir turnar og spírur, þykkir hlaðnir veggir með skotraufum, en einnig rústir hér og þar. Geir tók eftir því, að margir lögðu leið sína [ kjallara kastalans, en þar er m. a. vingeymsla. Þar gat að líta stærstu ámur, sem Geir hafði nokkurn tlma séð. Stærsta áman tekur 220 þúsund lítra. Stigar lágu upp og niður með ámunni og uppi á henni var stærðar pallur. Þýzkir ungllngah allháværir en í bezta skapi, stigu hálfgerðan stríðsdans uppi á ámunni, og þetta var hið mesta grín. Niðri á gólfinu eru tæki, sem tappa af ámunni, og önnur til víngerðarinnar. Ekki kunhu þeir félagar mikil skil á slíku, en gott var að vera þarna niðrl I svalanum. Hver og einn gat gert sér f hugarlund, hvers konar ríkidæmi hefði verið þarna fyrr á tfmum. Þeir fóru’ upp úf kjall- aranum og gengu fram f einn virkisgarðinn, en þeir eru margir. Framhald- Þennan stól skar út listamað- urinn Rfkarður Jónsson, en hann var klæddur hjá bólstrun- inni f Barmahlíð 14. Klæði og gerði við bólstruð húsgögn. Vönduð vinna. BÓSTRUNIN Barmahlíð 14, Síml 1 23 31. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.