Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 27

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 27
veit vel, að öll börn, bæði drengi og stúlkur, langar til þess að vera sterk. Og það er ágætt. Það er gott að eiga sterkan likama. — Þess vegna þykir mér vænt um, að orðið, sem mér er ætlað að flytja ykkur I dag frá Jesú, fjallar einmltt um að vera sterkur. Það hljóðar svo: „Styrkizt," þ. e. verlð sterk. Og svo er bætt við: „í Drottni". Jesús vill því, að þið verðið sterkir drengir og sterkar stúlkur. En hvað haldið þið, að hann eigl við, þegar hann segir ekki aðeins: „Styrkizt", heldur: „Styrkizt í Drottni?" Það er eins og honum nægi ekki það eitt, að þið hafið krafta í kögglum. Það er að vísu ágætt. En það hlýtur að vera eitthvað sérstakt, sem er enn þá betra, úr þvi að hann segir: „Styrkizt í Drottni." Já, það er vissulega satt. Það er oft, að það kemur okkur að engu haldi, þótt við höfum krafta í kögglum. Ég þekki mann, sem vann við höfnina. Hann var svo sterkur, að hann tók mjölpoka á bakið og bar þá eins og fis úr skip- unum og upp á bryggjuna. Ég held meira að segja, að hann hafi getað borið tvo poka. En slíkt er ekki á annarra færi en kraftajötna. En þegar þessi sterki maður átti svo að fara heim til konu sinnar og barna á kvöldin, þá kom oft fyrir, að hann sá einhverja félaga sína, og þeir kölluðu til hans og sögðu: — Komdu með okkur, við skulum fá okkur svolítið neðan i þvi. Og þá var hann ekki sterkari en svo, að hann fór með þeim, og svo kom hann drukkinn heim. Og enginn var glaður yfir því, hvorki kona hans né börn né hann sjálfur einu sinni. Þvi að alltaf hafði hann lofað konunni sinnl, að nú skyldi hann hætta að drekka. Það stoðaði hann lítið, þótt hann hefði svo sterkt bak, að hann gæti borið tvo mjölpoka. Hefðl hann verið sterkur I Drottni, þá hefði hann staðizt vínið. Já, stundum getur það beinlínis verið til ills að hafa sterkan likama. Það er undir því komið, til hvers við notum kraftana. Ef menn nota þá tii þess að verða ræningjar og morðingjar, þá hefðl sannarlega verið betra, bæði fyrir þá sjálfa og aðra, að þelr væru ekki sterkir. Það er gott að vera hraustur, ef við notum hreystina á réttan hátt til þess, sem gott er. Þess vegna er ekki nóg að vera kraftamaður. Ef við eigum að hafa gleði og gagn af því, þá verðum við einnig að styrkjast [ Drottni, svo að við getum haft stjórn á kröftum okkar. Annars er hætt við þvi, að því sterkari sem vlð verðum, þv! meira illt gerum við af okkur. Að styrkjast i Drottni — hvað á hann þá við með þvi? Hann á við, að þú verðir svo sterkur, að þú getir sagt nei, þegar þú freistast til að gera það, sem þú velzt, að er syndugt og Ijótt. Enginn maður á jörðinni hefur átt eins mikinn styrk og Jesús. Styrkur hans var svo mikill, að hann stóð sifellt á móti hinum illa freistara, allt frá því hann var lítill drengur. En þess vegna varð hann líka svo styrkur, að hann gat borið synd heimsins. Það er þyngsta byrði, sem borin hefur verið hér á jörð. Þið munið, hvað hann var þjakaður, þegar hann kraup á kné í Getsemanegarðinum og sviti hans varð eins og blóðdropar, sem féllu á jörðina, og þegar hann hrópaði á krossinum: „Guð minn, Guð mlnn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ Hann átti svo mikinn styrk, að hann stóðst alla þjáningu og kvöl. Já, hann var sterkari en dauðinn. Þess vegna varð hann frelsari okkar. Þess vegna geta nú allir þelr, sem vilja vera með honum, fengið lausn frá hinum illu, syndugu öflum, sem fjötra þá, og orðið svo sterkir í Drottni, að þeir fái líka staðizt freist- ingarnar, þegar sá vondl leitar á þá. Ó, ég vildi óska þess, að þið drengir og stúlkur styrktust í Drottni. En til þess þarf mikla æfingu, og við lærum það aðeins hjá Jesú. En því fyrr sem þið byrjið, þvi betra. Þessu er háttað eins og grein á tré, segir Jesús. Vökvlnn i stofninum berst inn í greinarnar, inn í hvern lítlnn kvist, svo að hann eignast hlutdeild í lífi stofnsins. Við, sem trúum á Jesúm, erum eins og greinar á stofnlnum, sem heitir Jesús. Hann lætur hið styrka líf sitt streyma inn I okkur, svo að við getum smátt og smátt lært að veita við- nám, þegar freistarinn vill fá okkur til að syndga. Ég hef þekkt marga slika sterka drengl og stúikur. Ég man eftir stálpaðri stúlku. Drengur nokkur var að hrekkja hana. „Slepptu mér!" æpti hún og rak honum kinnhest. Það var vel af sér vikið. En ég hef þekkt fjöldamarga og miklu fleiri, sem voru ekki sterkir i Drottni. Drengur nokkur, sem ég þekkti, varð einu sinni svo reiður við móður sina, að hann henti skónum sínum í hana, af þvi að hann fékk ekki það, sem hann vildi. En þegar hann sá, hvað móðir hans varð hrygg, þá sá hann eftir þessu, og þegar hann var háttaður um kvöldið, kom móðir hans inn til hans, og svo báðu þau saman, að hann lærðl að hafa stjórn á erfiðu skapl slnu. Og það hjálpaði. Hann varð góður dreng- ur eftir það. Það er þá þetta, sem ég ætla að biðja ykkur um I dag: Styrkizt í Drottni. Ekki aðeins þannig, að þið séuð dugleg í íþróttum og kappleikjum — ég veit, að þið viljið vera það — heldur að þið styrkizt í Drottni, svo að þið fálð staðizt, þegar þið freistizt til þess, sem er Ijótt. Biðjlð þess á hverj- um degi og æfið ykkur. Enginn getur orðið meistari, nema hann æfi sig. Og þegar þú hefur ekki átt nógan styrk, þá skaltu muna eftir drengnum, sem hentl skónum. Gerðu elns og hann gerði á eftlr. Bið fyrir þér. Þá verður allt gott aftur, og þú getur byrjað upp á nýtt. Smám saman verður þú svo styrkarl, þegar þú verður nemandi hjá honum, sem á meiri kraft en allir aðrir: Hjá Jesú. HVER E R STERKUR? 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.