Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 39

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 39
Galíleo Galílei (1564-1642) Hann sýndi heiminum fram á, afl vísindamaður þarf ekki að vera háflur fordómum A^rið 1583 kraup ungur stúdent á knjám í dóm- kirkju ítölsku borgarinnar Pisa; nafn hans var Galíleo Galílei. Einn kirkjuþjónanna hafði rétt W í þessu lokið við að kveikja á einum olíulamp- anum í loftinu. Galíleo varð litið upp og horfði á, hve lampinn sveiflaðist frá annarri hliðinni til hinnar í keðjunni. Hann veitti því athygli, að þótt hreyfingarþoginn styttist, virtist sveiflutíminn vera jafn á hvorn veg. Fæstum hefði þótt þetta neitt athyglisvert, en Galíleo var gæddur hinum leitandi anda vísindamannsins. Hann fór að gera tilraunir með því að hengja lóð í langan þráð og lét það svo sveiflast fram og til þaka. Á þeim tima höfðu menn ekki nákvæm úr með sekúndu- mælum, og þvi notaði Galileo reglubundin æðaslög púlsins til mælinganna, og niðurstaða hans varð sú, að athugun hans á dómkirkjugólfinu í Písa var rétt. Þótt sveifluboginn styttist, var tímalengd hverrar sveiflu óbreytt. Galíleo hafði uppgötvað lögmál pendúlsins. Síðarfundu aðrir vísindamenn það út við endurleknar tilraunir, að hver sveiflubogi þyrft' örlítið skemmri tíma í hreyfingu heldur en sá næsti á undan, því að við styttingu sveiflunnar minnkaði loftmót- staðan í sama hlutfalli. Pendúlslögmál Galíleos er enn notað á margvíslegan máta, t. d. til þess að mæla hreyfingar stjarna og til að Virðingarmenn kirkjunnar bannfærðu þá kenningu, að sólin væri miðpunktur veraldar okkar. Galíleo varð fyrstu manna til þess að rannsaka himingeiminn skipu- lega, með sjón- auka. í dómkirkjunni í Písa vakn- aði hjá honum hug- mynd til rannsókn- ar á hreyfingu pendúlsins. Hann sannaði með tilraun i skakka turninum í Písa, að kenning Aristótelesar um fall hluta var röng. ákveða gang úra og klukkna. Tilraunir hans með pendúlinn urðu upphaf nútíma aflfræði (dynamik), vísindagreinar, sem fjallar um lögmál hreyfingarinnar og þann kraft, sem veldur henni. Árið 1588 varð Galíleo doktor við háskólann í Písa og gerðist þar kennari í stærðfræði. Á tuttugasta og fimmta aldursári gerði hann aðra mikilvæga uppgötvun — upp- götvun, sem kollvarpaði tvö þúsund ára gamalli erfðakenn- ingu og aflaði honum ótal fjandmanna. Á þessum tima byggðu flestir svonefndir visindamenn skoðanir sínar á kenningum gríska heimspekingsins og náttúrufræðingsins Aristótelesar, sem uppi var á fjórðu öld f. Kr. Verk hans voru talin uppspretta allra vísinda, sérhver sá, sem efaðist um einhverja af mörgum kenningum hans eða taldi þær rangar, var ekki talinn með fullu viti. Meðal annars hafði Aristóteles fullyrt fyrir um 2000 árum, að þungir hlutir féllu hraðar til jarðar en léttir. Galileo hélt því fram, að þetta væri röng kenning. Fræg saga er til um það, að hann hafi haldið opinbera sýningu til þess að sanna sína kenningu. Hann bauð sam- starfsmönnum sinum við háskólann með sér Uþp í efsta hluta skakka turnsins í Písa. Galíleo tók með sér tvær fallbyssukúlur, aðra eitt pund og hina tiu pund að þyngd upþ í turninn, hallaði sér út yfir handriðið og lét þær báðar falla niður jafnhliða. Öllum viðstöddum til mikillar undrunar komu þær samtímis til jarðar. Við tilraunir sín- ar við að sanna útþenslu lofts við hitun fann hann upp hitamælinn á nýjan leik. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.