Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 43

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 43
„Ég er ekki svangur," svaraði Tarzan blátt áfram. Mennirnir fóru að hlæja, allir nema d’Arnot. Hann einn skildi, að hin óbrotnu rök villidýrsins töluðu fyrir munn apamannsins. „En þér munuð vera smeykur, rétt eins og við hér mund- um allir verða, ef við ættum að fara naktir á ljónaveiðar með hníf einan og reipi að vopni," sagði Frakkinn. „Er það kannski ekki rétt?“ „Nei,“ sagði Tarzan, „en það er fíflalegt að vinna slíkt verk til einskis." „Ég skal veðja fimm þúsund frönkum um það, að þér getið ekki veitt ljón með Jdví að fara nakinn með hníf og reipi eingöngu að vopni inn í skógarjsykknið," sagði hinn. Tarzan leit á d’Arnot og kinkaði kolli. „Þér skulið hafa Jjað tíu Jjúsund franka," sagði d’Arnot. „SamJjykkt," svaraði maðurinn. Tarzan reis á fætur. „Ég skil fötin mín 'eftir í útjaðri þorpsins," sagði hann. „Ég Jiarf að liafa eitthvað til Jjess að fara í, ef ég kem ekki aftur fyrr en bjart er orðið.” „Þér ætlið þó ekki að fara nú Jjegar?” spurði sá, sem veðjað hafði. „Núna, um rauða nótt!“ „Því ekki Jjað?“ anzaði Tarzan. „Númi ráfar um á nóttinni og þess vegna er auðveldara að finna hann nú, en um bjartan daginn." „Nei,“ sagði hinn, „þér farið ekki. Ég vil ekki hafa dauða yðar á samvizkunni. Þessi veiðiför yðar er alltof glæfraleg, þótt um bjartan dag væri farið.” „Ég ætla núna,“ sagði Tarzan og fór til herbergis síns til þess að sækja hníf sinn og reipi. Þeir fylgdu honum út í jaðar bæjarins, þangað sem stytzt var til skógarjaðarsins. Þar kom Tarzan fötum sín- um fyrir í litlu geymsluhúsi. Er hann nú stóð þarna með hníf sinn í beltinu, reipið hringað á öxlinni og í mittis- skýlu einni fata, reyndi maðurinn, sem veðjað hafði við hann, 'enn að telja honum hughvarf. „Ég skal játa, að ég hef tapað, og borga út féð, sem ég lagði undir, ef þér viljið hætta við þessa heimskulegu för, sem hlýtur að kosta yður lífið." Tarzan hló, og augnabliki síðar var hann horfinn iun á milli trjánna. Mennirnir litu hissa hver á annan og héldu síðan hljóð- ir og hugsandi heim á veggsvalir gistihússins aftur. Tarzan var ekki fyrr kominn inn í skóginn, en hann sveiflaði sér upp í trén. Hann stökk í gáska grein af grein og fann nú aftur, hve unaðslegt var að vera frjáls ferða sinna í kunnu umhverfi. Þetta var nú líf! Honum varð ljóst, að hann elskaði skóginn. Menningin hafði ekkert að bjóða honum, er jafnaðist á við þetta. Jafnvel fötin virtust honum nú aðeins vera til óþæginda. Nú fyrst var hann frjáls maður. Nú fyrst skildi hann, að hann hafði verið eins konar fangi. Það væri auðvelt að halda nú í hálfhring aftur til strandarinnar og svo til suðurs, Jjar til hann kæmi aftur til kofans og sinna fornu heimkynna. Hann fékk nú skyndilega um annað að hugsa, Jjví að golan bar að vitum hans gamalkunnan Jjef, Jjefinn af Núma. Svo urðu næm eyru hans snögglega vör við skrjáf Jjað er verður, þegar stórt dýr smýgur um kjarrskóginn. Tarzan fór eftir trjánum, unz hann var staddur beint uppi yfir ljóninu. Hann fylgdi því hljóðlega eftir, unz komið var að litlu rjóðri, nægilega stóru til Jjess að tunglskinið lýsti Jjað upp. Þá kastaði hann eldsnöggt reipislykkjunni niður á við, og á næsta augnabliki hertist hún að hálsinum á stóru karlljóni. Þetta var sama aðferðin sem hann hafði beitt svo oft áður. Tarzan festi reipið við sterka trjágrein og flýtti sér svo niður tréð til jarðar fyrir aftan ljónið, stökk Jjví næst upp á bak Jjess og rak hnífinn upp að hjöltum í hið grimma hjarta Núma, sem nú féll urrandi á hliðina og var brátt steindauður. Tarzan reis upp eftir byltuna, sem hann hafði fengið með ljóninu, steig á hinn loðna búk þess og rak upp hið tryllta siguröskur mannapanna. Tarzan var á báðum áttum. í hjarta hans barðist þráin eftir hinu frjálsa skógarlífi og tryggð hans við d’Arnot, félaga hans, 'en að síðustu mátti sín mest endurminningin um fagurt stúlkuandlit og heitar varir, sem Jjrýst hafði verið að vörum hans. Hann hristi sig, varpaði síðan heit- um ljósskrokknum á bak sér og hélt af stað eftir trjánum í áttina til þorpsins. Mennirnir, sem biðu á svölum gistihússins, tóku að gerast órólegir, Jjegar klukkutími var liðinn frá Jjví að Tarzan fór. „Drottinn minn!“ sagði að lokum sá, sem veðjað hafði. „Ég tek hníf minn og byssu og fer inn í skóginn og sæki þennan óða mann.“ „Ég fer einnig,” sagði annar. „Og ég líka,“ gall við frá öllum hinum, er viðstaddir voru. Þeir flýttu sér að ferð- búast, og brátt voru þeir allir á leið til skógar, vel vopn- aðir. „Guð almáttugurl Hvað er þetta?” stundi einn þeirra, Englendingur, þegar hið tryllta siguróp Tarzans barst ógreinilega til eyrna þeirra innan úr skóginum. „Ég hef heyrt þetta óp einu sinni áður,“ sagði maður, sem var frá Belgíu. „Það var á Jandsvæði, þar sem mikið var af górilluöpum. Menn Jiar sögðu mér, að það væri öskur karlapans, þegar hann væri búinn að vinna á óvini sínum." d’Arnot minntist lýsingar Claytons á hinu hræðilega öskri, sem Tarzan hafðí rekið upp til að gefa til kynna dráp sitt, og hann brosti þrátt fyrir hroll þann, er fór um hann við tilhugsunina um það, að þetta dýrslega hljóð kæmi úr mannsbarka, frá vörum vinar hans. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.