Æskan - 01.10.1971, Side 67
• Hvernig myndast hillingar og loftspeglanir?
( ítölskum þjóðsögum er Fata Morg-
ana dóttir töframannsins Merlíns. Hún
færir mönnum hamingju og bregður upp
fyrir þelm glæsilegum loftsýnum. Nafn
hennar flyzt svo yfir á loftspeglanir þær,
sem eru sagðar nærrl daglegur við-
burður við Messínasund. Nú er nafnið
Fata Morgana notað um loftsýnir hvar
sem er i heiminum.
I loftsýn sér maður hluti, sem að
jafnaði eru ósýnilegir frá þeim stað, er
hann stendur á, og eru ( allt annarri átt
en hann sér þá. Frægastar eru loft-
sýnir eyðimerkursandanna og margar
sögur við þær tengdar, en loftsýnir eru
einnig algengar i köldum löndum, ekki
sízt helmskautalöndunum.
Enda þótt þjóðsögur hafi skapazt um
loftsýnir, eru þær á engan hátt dular-
fullar, ef betur er að gætt. Þegar Ijós
kemur úr þéttara efnl að þynnra,
getur farið svo — ef Ijósið kemur nógu
skáhallt á skilflötinn — að allt Ijósið
kastist frá skilfletinum inn í þéttara efn-
ið aftur. Þetta er kaliað fullkomið endur-
kast. Svipað getur gerzt, þegar Ijós
kemur að heitu loftlagi og fellur nógu
skáhallt á það. Heita Ioftið er þá nokk-
urs konar spegill, sem endurkastar geisl-
um þannig, að myndir hluta koma fram
í allt annarri átt en hiutirnir sjálfir eru.
Á malbikuðum vegum eru loftspeglanir
algengt fyrirbæri á heitum sumardögum,
þegar logn er. Horfi maður fram eftir
veginum, sér hann bláleita iðu fram-
undan, eins og votan blett eða lítið
stöðuvatn. Sé maðurinn í bíl, sem ekur
eftir veginum, færist bletturinn til með
sama hraða og bíllinn. Þessi biettur er
spegilmynd himinblámans. Auðskilið er,
að á eyðimörkum hafi sams konar spegl-
un komið þreyttum ferðamannl til að
halda, að á næstu grösum væri svalandi
vatn. Önnur tegund loftspeglunar, hin
eiginlega Fata Morgana, er miklu sjald-
gæfari og kemur einkum fram við strend-
ur. Þá er loftlagið, sem spegluninni veld-
ur, ekki alveg niður við jörð, heldur i
allmikilli hæð. Þá geta komið fram furðu-
legar og stórfenglegar spegilmyndir fjar-
lægra hluta, stundum tvöfaldar og stend-
ur þá önnur á höfði. í heimskautaisnum
getur hafið í opnum vökum verið til
mikilla muna heitara en ísinn umhverfis.
Þá geta skipzt á heitir og kaldir loft-
straumar, er valda furðulegustu mis-
sýningum. Heimskautakönnuðurinn Ern-
est Shackleton hefur lýst þessu mjög
vel. Stórir borgarísjakar hófust á loft
og sigldu hátt upp á himininn, unz þeir
gnæfðu þar eins og austurlenzkar töfra-
halllr.
Þetta er haust- og vetrar
tízkan í ár frá
Prjónastofunni Iðunni h.f.
íslenzk framleiðsla, sem
ávallt er í fararbroddi.
Góðar Og
smekklegar
65