Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1971, Qupperneq 67

Æskan - 01.10.1971, Qupperneq 67
• Hvernig myndast hillingar og loftspeglanir? ( ítölskum þjóðsögum er Fata Morg- ana dóttir töframannsins Merlíns. Hún færir mönnum hamingju og bregður upp fyrir þelm glæsilegum loftsýnum. Nafn hennar flyzt svo yfir á loftspeglanir þær, sem eru sagðar nærrl daglegur við- burður við Messínasund. Nú er nafnið Fata Morgana notað um loftsýnir hvar sem er i heiminum. I loftsýn sér maður hluti, sem að jafnaði eru ósýnilegir frá þeim stað, er hann stendur á, og eru ( allt annarri átt en hann sér þá. Frægastar eru loft- sýnir eyðimerkursandanna og margar sögur við þær tengdar, en loftsýnir eru einnig algengar i köldum löndum, ekki sízt helmskautalöndunum. Enda þótt þjóðsögur hafi skapazt um loftsýnir, eru þær á engan hátt dular- fullar, ef betur er að gætt. Þegar Ijós kemur úr þéttara efnl að þynnra, getur farið svo — ef Ijósið kemur nógu skáhallt á skilflötinn — að allt Ijósið kastist frá skilfletinum inn í þéttara efn- ið aftur. Þetta er kaliað fullkomið endur- kast. Svipað getur gerzt, þegar Ijós kemur að heitu loftlagi og fellur nógu skáhallt á það. Heita Ioftið er þá nokk- urs konar spegill, sem endurkastar geisl- um þannig, að myndir hluta koma fram í allt annarri átt en hiutirnir sjálfir eru. Á malbikuðum vegum eru loftspeglanir algengt fyrirbæri á heitum sumardögum, þegar logn er. Horfi maður fram eftir veginum, sér hann bláleita iðu fram- undan, eins og votan blett eða lítið stöðuvatn. Sé maðurinn í bíl, sem ekur eftir veginum, færist bletturinn til með sama hraða og bíllinn. Þessi biettur er spegilmynd himinblámans. Auðskilið er, að á eyðimörkum hafi sams konar spegl- un komið þreyttum ferðamannl til að halda, að á næstu grösum væri svalandi vatn. Önnur tegund loftspeglunar, hin eiginlega Fata Morgana, er miklu sjald- gæfari og kemur einkum fram við strend- ur. Þá er loftlagið, sem spegluninni veld- ur, ekki alveg niður við jörð, heldur i allmikilli hæð. Þá geta komið fram furðu- legar og stórfenglegar spegilmyndir fjar- lægra hluta, stundum tvöfaldar og stend- ur þá önnur á höfði. í heimskautaisnum getur hafið í opnum vökum verið til mikilla muna heitara en ísinn umhverfis. Þá geta skipzt á heitir og kaldir loft- straumar, er valda furðulegustu mis- sýningum. Heimskautakönnuðurinn Ern- est Shackleton hefur lýst þessu mjög vel. Stórir borgarísjakar hófust á loft og sigldu hátt upp á himininn, unz þeir gnæfðu þar eins og austurlenzkar töfra- halllr. Þetta er haust- og vetrar tízkan í ár frá Prjónastofunni Iðunni h.f. íslenzk framleiðsla, sem ávallt er í fararbroddi. Góðar Og smekklegar 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.