Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 18

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 18
Pað var einu sinni kóngssonur, sem aldrei var hægt að gera neitt til hæfis og alltaf var óánægður. Og þó hafði hann marga þjóna til að snúast um sig og fékk allt, sem hugur hans girntist. „Langar þig kannski til að eignast nýja höll?" spurðu kóngur og drottning. .. Eða viltu ef til vill fá fleiri þjóna?" „Nei, mig langar ekkert til þess,“ svaraði kóngssonurinn fýlu- lega, gretti sig og gaf þeim langt nef. „Ég vil fá hirðfífl, sem getur orðið mér til gleði og gamans, — reglulegt hirðfífl, sem getur staðið á höfði og komið leiðinlega hirðstjóranum til að hlæja, þó ekki væri nema einu sinni." „Já, það hlýtur að vera hægt, góði rninn," svaraði kóngur, „það hlýtur að vera nóg til af fíflum í svo stóru riki sem við eigum. Ég læt kallara mína tilkynna tafarlaust á hverju götuhornl, að öll fífl i kóngsríkinu séu boðin hingað til hallarinnar til samkeppni um það, hvert þeirra skuli verða hirðfífl kóngssonarins." Eftir nokkra daga gáfu mörg fífl sig fram hjá kónginum og keþptu um embættið. Þau voru klædd hinum furðulegustu búning- um og léku margar kynlegar listir. Sum klóruðu sér meira að segja í kollinum með tánum og drógu ýmis dýr, eins og til dæmis hænsni og kaninur, út úr ermum sinum. En kóngssonurinn horfði grettur og grafalvarlegur á fíflin og listir þeirra og sagði síðan með þjósti: „Rekið þessi heimsku fífl út. Ég hef séð þetta allt saman áður, þúsund sinnum eða oftar." „Já. .. en góði minn, finnst þér þau ekki skemmtileg," sagði drottningin og hló. „Nei, þau eru leiðinleg," svaraði kóngssonur, — „drepleiðlnleg." „Ef við hefðum nú átt kóngsdóttur, góða mín, hefðum við getað heitið henni og hálfu kóngsríkinu hverjum þeim, sem gæti tekizt að lækna kóngssoninn og gefa honum gleði sína á ný,“ sagði konungur. „Já, en nú eigum við enga kóngsdóttur, elskan mín," sagði drottningin og andvarpaði. „Annars hef ég svo sem heyrt, að kóngsdæturnar nú á dögum séu alveg eins heimtufrekar og leiði- gjarnar og kóngssynirnir.. . En við verðum þá bara að lofa hálfu kóngsríkinu, gæzkan," bætti hún svo við. „Já, alveg rétt, við gerum það,“ sagði kóngur, — „við heitum hálfu kóngsríkinu hverjum þeim, sem getur læknað kóngssoninn." Nú lét kóngur kallara sína tilkynna um land allt, að hver sá, sem gæti læknað kóngssoninn, svo að hann tæki gleði sina á ný, skyldi fá að launum hálft kóngsríkið. Eins og nærri má geta þóttu þetta miklar fréttir. Og áður en langt um leið komu fífl frá ýmsum löndum til að freista gæfunnar. Þau höfðu flest mikla reynslu að baki og hafði oft tekizt að fá hið þunglyndasta fólk til að gráta af hlátri. Sum þeirra höfðu meira að segja hlotið stórriddarakross Hlátursorðunnar og höfðu fjöður hlátursfuglsins fræga I hatti slnum. Margir fengu hláturs- krampa aðeins af þvi að hugsa til þeirra. En kóngssonurinn geispaði aðeins af leiðindum og sofnað' meðan fyrsta sýningaratriðið stóð yfir. Nú vikur sögunni til svinahirðis nokkurs, ungs pilts, sem kallaður var Grísa-Gvendur og bjó með systur sinni, ungri og fallegn stúlku, langt úti i sveit. Þau höfðu stórt svínabú, og þegar gt|S irnir voru orðnir nógu stórir og feitir, ráku þau þá til borgarinnar, allmarga saman hverju sinni, og seldu þá til slátrunar. Venjuleg3 sat þá Grísa-Gvendur klofvega á baki þess fremsta'l flokknum og lék eitthvert fjörugt lag á flautuna sína. Systir hans gekk 8 undan og ginnti grisina á eftir sér með girnilegri gulrót. „Nei, þarna er þá hann Grísa-Gvendur á ferðinni með svina hóþinn sinn,“ sögðu margir, sem mættu þeim. Og allir skellihlógu. því að það var svo sprenghlægilegt að sjá til þeirra systkinanna með allan grisahópinn rýtandi og rausandi. „Ríddu nú heldur á svininu til konungshallarinnar," sagði sa, sem fyrst hætti að hlæja. „Þeir eru að leita þar að hirðfífli handa þessum leiðinlega konungssyni, sem alltaf er í vondu skapi- Gleymdu bara ekki að færa honum flösku af ediki. Ha. ha' ha.“ „Jæja, systir góð, við skulum þá bara slá til, halda til konungs haltarinnar og freista gæfunnar," sagði Grísa-Gvendur við systur sína. „En ég ætla að biðja þig að kaupa á leiðinni eina flösku a ediki." Systir hans samþykkti strax þessa ráðagerð, keypti edikið " og svo héldu þau til hallarinnar. Þegar þau nálguðust konungshöllina, heyrði kóngssonur i'J° rýtið í öllum svínunum, áttaði sig ekki í fyrstu, hvað þetta var, og hljóp út að glugganum til að athuga málið. Kóngssonur ætlaði tæpast að trúa sínum eigin augum. Þarna kom einhver ungur piltur riðandi á því feitasta svíni, sem hann hafði nokkru sinni séð, og sþilaði fjörugt lag á flautu. Og grísmn reyndi sífellt að glefsa í girnilegu gulrótina, sem ung og *alle^ stúlka ginnti hann með. Og svo kom þessi stóra svínahjörð a eftir þeim. Fólk flykktist að til að sjá þessa óvenjulegu sýn °9 hló svo dátt, að það heyrðist langar leiðir. Og þegar kóngur og drottning heyrðu allan hávaðann, komu þau líka út á svalirnar að vita, hvað um væri að vera. „Er það þá ekki annað en þetta?“ sagði kóngur. „Það er bara venjulegur bóndastrákur að reka svin til slátrunar. Ég sé ek hlægilegt við það.“ „Já, það er alveg rétt,“ sagði drottningin, „svo algeng sýn á engan hátt hlægileg." Allt í einu heyrðust einhver einkennileg hljóð, allra likust r>t sem bárust frá kóngssynl, — og skömmu seinna tók hann til a skellihlæja. Ha... ha... ha... ha .. ha. .ha, hló kóngssonur. „Aö hverju ertu eiginlega að hlæja?" sþurði konungur reiðilega- „Það væri réttast að setja þennan heimska strák í svartho • Hugsa sér, að hann skuli leyfa sér að koma með öll þessi svin hingað upp að höllinni." 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.