Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 52

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 52
SKÁTAOPNAN Ritstjórn: HREFNA TYNES Cvær 16 ára skátastúlkur, þær Ingi- björg Sverrisdóttir frá Dalbúum og Sólveig Tómasdóttir frá Hamrabúum, báðar úr Reykjavík, fóru til Kanada i sumar í boði kanadiskra kvenskáta. Þær dvöldu í Manitobafylki í 3 vikur og bjuggu hjá skátafjölskyldum (ekki hjá sömu fjölskyldunni allan tímann). Tilgangurinn með ferð þeirra var fyrst og fremst landkynning. Er þetta einn liður í starfl kanadísku kvenskátanna, að bjóða skátastúlkum frá öðrum löndum til dvalar um tíma, kynna þeim land sitt og þjóðhætti og gefa þeim tækifæri til að kynna sitt eig- ið land að svo miklu leyti sem því verður við komið. .Þarf varla að taka það fram, að það eru bandalög beggja, sem að þessu standa. Skátaopnan fékk þær á slnn fund, og hófst nú spurningaþáttur einn mlkill og rabb, og ef hægt væri að túlka þann þátt eins vel á blaði eins og I tali — já — þá væri nú gaman. En við skulum nú reyna að endurvarpa þessu samtall: — Jæja, þetta hefur þá ekki verið eins og venjulegt skátamót? — Nei, nei, við fórum i finar heimsóknir, meira að segja til borgarstjóra, og svo var okkur sýnt allt mögulegt. Við komum fram i útvarpi, og það var haft við okkur blaða- viðtal. Við sungum meira að segja I út- varpið. — Hvað sunguð þið? — Við sungum „Yfir kaldan eyðisand". En svo vildu þeir láta okkur þýða það yfir á ensku — það var ekkl svo gott. — Jæja, við skulum reyna að taka þetta svolltið skipulega. Hvað var ykkur nú helzt sýnt? — Okkur var sýnt allt mögulegt, t. d. söfn, byggðasöfn, llstasöfn, — ennfremur var farið með okkur í dýragarðinn og I útileikhús. Já, og svo fórum við á Indíána- Á skrifstolu borgarstjórans, Brandons. Sólveig er að skrifa nafnið sitt í gestabókina, en Ingibjörg biður eftir, að röðin komi að henni. hátíð. Þar voru „ekta" Indiánar. Þeir voru alveg stórkostlegir. — Sýndu þeir ykkur eitthvað? — Já, mikil ósköp, það var þarna fulH af fólki. Þeir dönsuðu í marga klukkutima við trommufeik og bjölluhljóm með viðeig- andi óhljóðum. Þelr veina allt í einu og henda sér til, okkur sýndust það alltaf vera sömu sporln, en með misjafnlega mikl- um fettum og brettum. Hvað gerðuð þið til að kynna ísland? — Jú, eins og áður er sagt, komum við fram i útvarpi í Montreal. Sólveig: Ég talaðl þar um skátastarf á islandi. Það er mjög frábrugðið starflnu þar að því leyti, að hér er sameiginlegt bandalag, en þar eru stúlkurnar sér og drengir einnig i sinu eigin bandalagi. Svo fannst okkur svo mikið fyrirtæki hjá þeim að fara í útilegu, það verður að hafa með sér hjúkrunarkonu og fullorðinn foringja- Ingibjörg: Ég sagði frá ferðinni og tH' gangi hennar, hvað við hefðum séð og hvað við gerðum til að kynna okkar land. — Hvað höfðuð þið nú helzt með ykkur? — Við höfðum alls konar ferðamanna- bækllnga, bækur um island, litskuggamynd- ir — t. d. höfðum við heila „seríu" a* myndum um land og þjóð. Svo vorum vlð með alls konar islenzka mlnjagripi, og svo vorum við með mat. — Ekki hafið þið nú getað tekið með ykkur skyr? — Nei, nei, en við höfðum kæfu, rækj- ur, mysing, reyktan lax, harðflsk, sild 1 ýmsu formi, og svo tókum við með okkur svolítið af hvalkjöti. — Hvalkjöti? Var það nú ekkl farið a® skemmast? — Jú, það var orðið eitthvað skrftið. —' Alveg óætt. — Svo var það eitt, sem var afskaplega sniðugt, og sem við fengum bara fyrir einskæra náð að sjá. — Nú? Það virðist spennandi. Þið verð- ið að segja frá því. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.