Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 36

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 36
Sögur eftir Sigurbjöm Sveinsson Barnablaðið ÆSKAN gefur út nú í haust Rit- safn Sigurbjarnar Sveinssonar í tveimur bindum. Sigurbjörn var kennari í Vestmannaeyjum og skrifaði einhverjar fallegustu barnasögur, er rit- aðar hafa verið á íslenzka tungu. Nú ætlum við að birta fyrir ykkur, sem ekki hafið séð ritsafn hans, fjórar sögur úr ritsafninu. Ritsafn Sigur- bjarnar Sveinssonar verður óskabók allra barna- heimiia við næstu jól. TUNGLIÐ Þarna er þá blessað tunglið uppi á brúninni, hugsaði Stína iitla á Reykjum, þegar hún kom út á hlaðið. — Ó, hvað það er fallegt. Ég heid ég verði annars að sækja það. Ég get látið það i svuntuna mina. Svo braut Stína upp á svuntuna eins og hún hafði séð mömmu sina gera, þegar hún sótti eldivið. Síðan hljóp hún upp fyrir túngarðinn og stefndi beint á tunglið. — Hvað ertu að fara, Stina? kallaði mamma hennar á eftir henni um leið og hún kom út á hiað. Stina leit um öxl og gaf móður sinni góð og giid svör: Sigurbjörn Sveinsson. — Ég ætla bara að skreppa hérna upp á brúnina og sækja tunglið. — Komdu undir eins, barn, sagði mamma hennar. Stína sneri við, þvi að hún var gott og hlýðið barn, en þegar hún kom heim á hlaðið og leit við, sá hún hvar tunglið var komið spottakorn upp fyrir brúnina. Stína var döpur í bragði, þegar hún kom inn í baðstofuna. Mamma hennar var ekki búin að kveikja, en þó var hálf- bjart, því að tunglið skein inn um gluggann. — Mig langar svo til að ná í það, sagði Stína við mömmu sína. Hún benti út um gluggann á tunglið, sem skein ( himneskri dýrð og eilífri ró frá heiðum og bláum himni. — Við getum ekki náð ( tunglið, elsku barnið mitt. Það er lengra í burtu en þér sýnist, en við getum sungið um það, sagði mamma hennar. Svo tók hún Stínu í fangið og fór að róa með hana á rúminu sínu. — Já, það er hægt að syngja um svo margt, sem maður elskar og þráir, þó að maður geti aldrei öðlazt það, sagði móðirin. Það var eins og hún væri að tala við sjálfa sig. Svo söng hún með angurblíðum rómi: Góða tungl, um loft þú líður Ijúft við skýja silfurskaut, eins og viljinn alvalds býður, eftir þinni vissu braut. Öllum þreyttum Ijós þitt Ijáðu, læðstu' um glugga sérhvern inn. Lát í húmi hjörtun þjáðu huggast blitt við geislann þinn. Þegar hún þagnaði, varð henni litið framan í Stínu, en þá var hún sofnuð í fanginu á henni og brosti í svefninum. SLÆGUR HESTUR Mangi og Nonni á Björgum voru að leika sér úti [ góða veðrinu. Þeir flatmöguðu á græna hólnum og góndu upp í loftið. Himinninn var skýjaður, en þó sást heiður blettur á einum stað. — Heyrðu, Nonni! Hvernig stendur annars á þessu gati þarna? spurði Mangi litli alveg forviða. — Það skai ég segja þér, svaraði Nonni og setti upp mesta spekingssvip. Hann benti með vísifingri á heiðríkju- blettinn. — Þegar piltarnir voru að eltast við hann Neista hans afa i gær, þá Iyfti hann afturfótunum svo hátt upp f loftið og ætlaði að slá þá, en þá hefur hann líklega rekið hófana upp í skýin og mölvað gat á þau. — Óhræsið hann Neisti, að vera svona slægur! sagði Mangi. Svo þögnuðu drengirnir og einblíndu á heiðrikjublettinn. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.