Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1971, Side 46

Æskan - 01.10.1971, Side 46
Vera Christensen: Eru börn þfn líkamlega heilbrigð? Orðsending til mæflra Greinarhöfundur er bandarísk móðir, Vera Christensen. Hún er leikfimikennari að mennt og skrifar greinar fyrir bandarískt tímarit, „Heiibrigði og hreysti". Ég þýddi þessa grein, af þvi að mér fannst hún eiga erindi til okkar. Ég hef lesið margar grein- ar skrifaðar af Veru, og hún leggur mikla áherzlu á, að börnin okkar séu þau sjálf, og að þau séu einstaklingar, sem við verð- um að taka tillit til. Vera segir, að Banda- ríkjamenn og Rússar byrji fljótt að æfa og þjálfa börn sin, teygja úr limum þeirra, fyigjast með þroska þeirra og örva þau á allan hátt í leikjum þeirra og starfi, enda hafa þessar tvær þjóðir átt margar iþrótta- stjörnur, sem hafa unnið gull-, silfur- og bronsverðlaun á Ólympiuleikum og þar með uppskorið ríkulega það, sem sáð hefur verið. agleg líkamleg hreyfing og úti- vera ásamt hollri, vítamínrlkri fæðu eru þau undirstöðuatriði, sem eru nauðsynleg hverju barni. i hverju barni liggja í leyni andleg- ir og líkamlegir eiginleikar, sem vert er að veita athygli. Við skulum því hafa aug- un vel opin. Líkamleg þjálfun er eins nauð- synleg og menntun. Það er því nauðsyn- legt að byrja að þjálfa börnin okkar þegar i æsku. Lif er hreyflng, og hreyflng er lif. Við verðum svo mikið að nota likaml okk- ar, en þeir geta ekki starfað eðlilega, nema við séum likamlega hraust og sterk. Það er hlutverk foreldranna að vera leið- beinendur [ þessum efnum, og þv( fyrr því betra. Það er ekki nóg að segja við barnlð, að það eigi að borða, eða að það eigi að hreyfa slg daglega. Foreldrarnlr elga sjálf að gefa fordæmið — vera hin góða fyrir- mynd. Börnin gera það, sem pabbi og mamma gera (það sem fullorðna fólkið gerlr). Þau vilja feta [ fótspor pabba og mömmu, hvort sem það er gott eða illt. (Vera segir, að I eðli sínu sé barnið hermikráka). Það er hlutverk húsmóðurinn- ar að gera innkaupln — kaupa holla og vltamlnríka fæðu fyrir fjölskylduna. Við slík innkaup verður að hafa í huga að kaupa eftirfarandi fæðutegundir: kjöt, fisk, egg, ost, alls konar grænmeti, nýja ávexti, korn og heilhveitibrauð. Vera segir: forðizt hveitibrauð, gosdrykki og brjóstsykur, þv[ það hefur ekkert næringargildl. Það fyllir aðeins magann, svo að börnin verða lystar- laus og borða ekki matinn sinn, og þar að auki skemmir það tennurnar.. Það á að venja barnið á að borða ávexti í staðinn fyrir brjóstsykur eða súkkulaði, og drekka glas af mjólk í staðinn fyrir gos- drykk, og benda þeim vinsamlega á, hvað er hollt og hvað er óhollt — og umfram allt að gefa þeim gott fordæmi. Ef húsið er fullt af sætum kökum, súkkulaði, sælgæti og gosdrykkjum, þá munu börnin borða það og ekkert annað, og þá er bara foreldr- unum um að kenna, að börn þeirra verða of feit og gleðisnauð — óhamingjusöm. Margir foreldrar verðlauna börn sin með sælgæti, en það er alger villa. Með því kenna þau börnum sínum, að sælgætl sé holl fæðutegund og að þau eigi að forðast að borða kjöt, grænmeti og ávexti. Við skulum ennfremur hafa í huga, að sælgæti er dýrt og óhollt og að hin vítaminríkari fæða er ódýrarl. Jæja, þetta á nú að vera nóg um matar- æðið, og nú skulum við snúa okkur að æf- ingunum fyrir börnin. Ef foreldrarnir eru fþróttafólk, því betra fyrir börnin. Þá mun það vera létt og skemmtilegt fyrir foreldr- ana að taka þátt f leikjum þeirra og starfl. En ef svo er ekkl, þá verða börnin að ganga [ skátahreyfinguna, K.F.U.M. eða K.F.U.K. eða foreldrarnir verða að fara með þau ( útilegu á sumrin og á skíði á veturna. Hjá okkur hér heima eru það íþróttafélögin, ungmennafélögin, æskulýðsráð, knatt- spyrnufélögin, skátahreyfingin. Það er gam- an að fara með börnin á skíði og fara með þau í útilegu á sumrin, maður verður ung- ur í annað sinn. Börnin og foreldrarnir verða félagar, svo verðum við öll þátttak- endur í þessu stóra, mikla starfi, að byggja upp hrausta og þróttmikla æsku. Við meg- um ekki venja börnin okkar á að sltja bara fyrir framan sjónvarpið og borða sælgseti, því þá verða þau löt, feit og vansæl. Vera segir, að sjónvarpið þeirra sé niðri í kjall- ara, hún segir það eyðileggja heimilis- friðinn. Hér eru sex góðar þjálfunaræfingar fyrir börn, sem hægt er að æfa jafnt inni sem úti, hvenær dagsins sem er. Þetta eru góðar teyginga- og magaæfingar, styrkja magavöðvana og þjálfa hjarta og lungu. Með þessum þjálfunaræfingum er gott að æfa hjólreiðar, skauta- og skíðaferðir, sippa með sippubandi, æfa sund og róður, fjaM- göngur, gönguferðir og hiaup og ganga og hlaupa á víxl. Þetta eru ágætar æfingar fyrir börn á öllum aldri. Athafnaþráin er ríkasta eðli barnsins. Hjá sumum börnum er athafnaþráin rík, en með öðrum börnum þarf að örva og glæða þessa þrá, hún er fyrir hendi, en liggur eins og I leyni. Þá þurfa foreldrarnir að hjálpa börnunum •— örva þau til leikja og dáða. Með því að byrja að þjálfa börnin okkar á heimllunum munum við ala upp hrausta og heilbrigða þjóðfélagsþegna. Fyrsta æfing Bolbeygjur fram og aftur — toga í og á móti Tvö börn sitja á gólfi eða á jörðinnl á mótl hvort öðru. Þau haldast í hendur og spyrna í með fótunum, elns og sýnt er á myndinni, annað togar í og hitt heldur á móti, annað hallar sér aftur á bak og hitt hallar sér fram. Tuttugu sinnum fram og tuttugu sinnum aftur. 44

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.