Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1971, Síða 38

Æskan - 01.10.1971, Síða 38
Galíleo Galílei (1564-1642) Hann sýndi heiminum fram á, afl vísindamaður þarf ekki að vera háflur fordómum A^rið 1583 kraup ungur stúdent á knjám í dóm- kirkju ítölsku borgarinnar Pisa; nafn hans var Galíleo Galílei. Einn kirkjuþjónanna hafði rétt W í þessu lokið við að kveikja á einum olíulamp- anum í loftinu. Galíleo varð litið upp og horfði á, hve lampinn sveiflaðist frá annarri hliðinni til hinnar í keðjunni. Hann veitti því athygli, að þótt hreyfingarþoginn styttist, virtist sveiflutíminn vera jafn á hvorn veg. Fæstum hefði þótt þetta neitt athyglisvert, en Galíleo var gæddur hinum leitandi anda vísindamannsins. Hann fór að gera tilraunir með því að hengja lóð í langan þráð og lét það svo sveiflast fram og til þaka. Á þeim tima höfðu menn ekki nákvæm úr með sekúndu- mælum, og þvi notaði Galileo reglubundin æðaslög púlsins til mælinganna, og niðurstaða hans varð sú, að athugun hans á dómkirkjugólfinu í Písa var rétt. Þótt sveifluboginn styttist, var tímalengd hverrar sveiflu óbreytt. Galíleo hafði uppgötvað lögmál pendúlsins. Síðarfundu aðrir vísindamenn það út við endurleknar tilraunir, að hver sveiflubogi þyrft' örlítið skemmri tíma í hreyfingu heldur en sá næsti á undan, því að við styttingu sveiflunnar minnkaði loftmót- staðan í sama hlutfalli. Pendúlslögmál Galíleos er enn notað á margvíslegan máta, t. d. til þess að mæla hreyfingar stjarna og til að Virðingarmenn kirkjunnar bannfærðu þá kenningu, að sólin væri miðpunktur veraldar okkar. Galíleo varð fyrstu manna til þess að rannsaka himingeiminn skipu- lega, með sjón- auka. í dómkirkjunni í Písa vakn- aði hjá honum hug- mynd til rannsókn- ar á hreyfingu pendúlsins. Hann sannaði með tilraun i skakka turninum í Písa, að kenning Aristótelesar um fall hluta var röng. ákveða gang úra og klukkna. Tilraunir hans með pendúlinn urðu upphaf nútíma aflfræði (dynamik), vísindagreinar, sem fjallar um lögmál hreyfingarinnar og þann kraft, sem veldur henni. Árið 1588 varð Galíleo doktor við háskólann í Písa og gerðist þar kennari í stærðfræði. Á tuttugasta og fimmta aldursári gerði hann aðra mikilvæga uppgötvun — upp- götvun, sem kollvarpaði tvö þúsund ára gamalli erfðakenn- ingu og aflaði honum ótal fjandmanna. Á þessum tima byggðu flestir svonefndir visindamenn skoðanir sínar á kenningum gríska heimspekingsins og náttúrufræðingsins Aristótelesar, sem uppi var á fjórðu öld f. Kr. Verk hans voru talin uppspretta allra vísinda, sérhver sá, sem efaðist um einhverja af mörgum kenningum hans eða taldi þær rangar, var ekki talinn með fullu viti. Meðal annars hafði Aristóteles fullyrt fyrir um 2000 árum, að þungir hlutir féllu hraðar til jarðar en léttir. Galileo hélt því fram, að þetta væri röng kenning. Fræg saga er til um það, að hann hafi haldið opinbera sýningu til þess að sanna sína kenningu. Hann bauð sam- starfsmönnum sinum við háskólann með sér Uþp í efsta hluta skakka turnsins í Písa. Galíleo tók með sér tvær fallbyssukúlur, aðra eitt pund og hina tiu pund að þyngd upþ í turninn, hallaði sér út yfir handriðið og lét þær báðar falla niður jafnhliða. Öllum viðstöddum til mikillar undrunar komu þær samtímis til jarðar. Við tilraunir sín- ar við að sanna útþenslu lofts við hitun fann hann upp hitamælinn á nýjan leik. 37

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.