Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 14

Æskan - 01.10.1971, Blaðsíða 14
Eftir tveggja stunda flug var lent I Osló. Skarphéðinn Árnason, fulltrúi Fiugfélags íslands i Noregi, tók á móti gestunum og hér er mynd af honum ásamt Geir og Svölu Guðmundsdóttur flug- freyju. Viðstaðan i Osló var stutt og eftir örstund var Gulllaxi á lofti á ný og stefndi suður á bóginn. Eftir vegabréfaskoðun fóru þeir i frihöfnina, þar sem Gelr ætlaði að kaupa segulbandstæki, en rétta tækið var ekki til, svo hann ákvað að láta kaupin bíða. Vegna fjölmargra farþega til Oslóar þennan dag hafði flugleiðinni verið breytt þannig, að til Frankfurt yrði flogið með viðkomu í Osló. Áður en gengið var um borð. stanzaði Geir örlitla stund og virti fyrir sér flugstöðvarbygging- arnar og það sem um var að vera á flugvallarstæðinu. Flugvélin var alveg full. Þotan rann eftir flugbrautinni og innan skamms var hún á lofti og sótti vel á brattann. Frammi í voru Skúli Magnússon flugstjóri og Geir Garðarsson flugmaður og Einar Sigurvinsson fiugvélstjóri, og Skúli hafði sagt þeim, að eftir flugtak myndi Geir fá að koma fram í og litast um. Þeir höfðu aðeins flogið skamma stund, þegar skilaboð komu frá flugstjóranum um, að nú væri Geir boðinn fram i. Skúli stóð upp úr sæti sinu og Geir settist í flugmannssætið, en Skúli útskýrði fyrir honum ýmsa leyndardóma mælaborðs, sem var æði margslungið. Á radarskerminum sáu þeir Færeyjar fram- undan, og lengst uppi i horninu til hægri Shetlandseyjar. Því miður var skýjað og þeir sáu ekki niður, en það var gaman að vita af því, að maður flaug yfir hlaðvarpa frænda vorra Færeyinga, og brátt var Noregur fyrir stafni. Er hann hafði skoðað það mark- verðasta i flugstjórnarklefanum, hélt Geir aftur til sætis sins, og nú báru flugfreyjur fram gómsæta rétti. Yfirflugfreyjan og aliar hinar voru á þönum og brátt var bæði þorsti og svengd úr sögunni. Það þarf snör handtök við að gefa talsvert á annað hundrað manns að borða svona i einum grænum, en þetta gekk allt bæði fljótt og vet. Maturinn bragðaðist líka alveg prýðilega, og brátt heyrðist rödd flugstjórans i hátalaranum, og hann sagði, að nú flygi flugvélin inn yfir Noregsströnd yfir Bergen. Litið sást niður yfir háfjöllum Noregs, en þegar nær dró, greiddist úr skýja- þykkninu og það fréttist aftur i flugvélinni, að í Osló vseri 25 stiga hiti. Nú renndi flugvélin sér niður milli skógi vaxinna hæða, þar sem rauðmáluð hús með hvítum gluggum og dyraumbúnaði sátu kirfilega í hliðum en á víkum og vogum voru seglbátar og aðrar fleytur á ferðinni. Brátt lenti flugvélin á Fornebuflugvelli i Osló. Geir sá, að lítill bíll kom út að þotunni og ók á undan henni að flugvélarstæðinu. Þarna fóru allir úr, sem ætluðu til Noregs, en ferðalangarnir til Frankfurt hreyfðu sig hvergi og viðstaðan var stutt. Skarphéðinn Árnason, fulltrúi frá Flugfélagi Islands í NoregL kom um borð og heilsaði upp á farþegana, og þeir fóru út á stæðið við flugvélina og tóku myndir í glampandi sólskini og bezta veðri. Höfuðborg Noregs við Oslóarfjörð skartaði sínu fegirrsta. Eftir stuttan stanz var haldið af stað á ný og flugið tekið suður frá Osló. Flogið var yfir Kaupmannahöfn, sem lá þar við Eyrarsund böðuð í sól, og þar sem þotan Gullfaxi var í 101/2 km hæð, furðaði Geir sig á, hvað flugvélar, sem hann sá nær jörðu, virtust smáar. W' ' ■' .:. . .- v: i§ •-v‘ : 691... ÉÝVA^I:..; ;>•>.' Fyrsta morguninn í Frankfurt hitti Geir þessar jafnöldrur sínar fyrir utan gistihúsið. Þær voru á leið í kirkju, en gáfu sér tíma til spjalla við islendinginn, og það kom i Ijós, að þær vissu sitthvað um ísland. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.