Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1971, Page 52

Æskan - 01.10.1971, Page 52
SKÁTAOPNAN Ritstjórn: HREFNA TYNES Cvær 16 ára skátastúlkur, þær Ingi- björg Sverrisdóttir frá Dalbúum og Sólveig Tómasdóttir frá Hamrabúum, báðar úr Reykjavík, fóru til Kanada i sumar í boði kanadiskra kvenskáta. Þær dvöldu í Manitobafylki í 3 vikur og bjuggu hjá skátafjölskyldum (ekki hjá sömu fjölskyldunni allan tímann). Tilgangurinn með ferð þeirra var fyrst og fremst landkynning. Er þetta einn liður í starfl kanadísku kvenskátanna, að bjóða skátastúlkum frá öðrum löndum til dvalar um tíma, kynna þeim land sitt og þjóðhætti og gefa þeim tækifæri til að kynna sitt eig- ið land að svo miklu leyti sem því verður við komið. .Þarf varla að taka það fram, að það eru bandalög beggja, sem að þessu standa. Skátaopnan fékk þær á slnn fund, og hófst nú spurningaþáttur einn mlkill og rabb, og ef hægt væri að túlka þann þátt eins vel á blaði eins og I tali — já — þá væri nú gaman. En við skulum nú reyna að endurvarpa þessu samtall: — Jæja, þetta hefur þá ekki verið eins og venjulegt skátamót? — Nei, nei, við fórum i finar heimsóknir, meira að segja til borgarstjóra, og svo var okkur sýnt allt mögulegt. Við komum fram i útvarpi, og það var haft við okkur blaða- viðtal. Við sungum meira að segja I út- varpið. — Hvað sunguð þið? — Við sungum „Yfir kaldan eyðisand". En svo vildu þeir láta okkur þýða það yfir á ensku — það var ekkl svo gott. — Jæja, við skulum reyna að taka þetta svolltið skipulega. Hvað var ykkur nú helzt sýnt? — Okkur var sýnt allt mögulegt, t. d. söfn, byggðasöfn, llstasöfn, — ennfremur var farið með okkur í dýragarðinn og I útileikhús. Já, og svo fórum við á Indíána- Á skrifstolu borgarstjórans, Brandons. Sólveig er að skrifa nafnið sitt í gestabókina, en Ingibjörg biður eftir, að röðin komi að henni. hátíð. Þar voru „ekta" Indiánar. Þeir voru alveg stórkostlegir. — Sýndu þeir ykkur eitthvað? — Já, mikil ósköp, það var þarna fulH af fólki. Þeir dönsuðu í marga klukkutima við trommufeik og bjölluhljóm með viðeig- andi óhljóðum. Þelr veina allt í einu og henda sér til, okkur sýndust það alltaf vera sömu sporln, en með misjafnlega mikl- um fettum og brettum. Hvað gerðuð þið til að kynna ísland? — Jú, eins og áður er sagt, komum við fram i útvarpi í Montreal. Sólveig: Ég talaðl þar um skátastarf á islandi. Það er mjög frábrugðið starflnu þar að því leyti, að hér er sameiginlegt bandalag, en þar eru stúlkurnar sér og drengir einnig i sinu eigin bandalagi. Svo fannst okkur svo mikið fyrirtæki hjá þeim að fara í útilegu, það verður að hafa með sér hjúkrunarkonu og fullorðinn foringja- Ingibjörg: Ég sagði frá ferðinni og tH' gangi hennar, hvað við hefðum séð og hvað við gerðum til að kynna okkar land. — Hvað höfðuð þið nú helzt með ykkur? — Við höfðum alls konar ferðamanna- bækllnga, bækur um island, litskuggamynd- ir — t. d. höfðum við heila „seríu" a* myndum um land og þjóð. Svo vorum vlð með alls konar islenzka mlnjagripi, og svo vorum við með mat. — Ekki hafið þið nú getað tekið með ykkur skyr? — Nei, nei, en við höfðum kæfu, rækj- ur, mysing, reyktan lax, harðflsk, sild 1 ýmsu formi, og svo tókum við með okkur svolítið af hvalkjöti. — Hvalkjöti? Var það nú ekkl farið a® skemmast? — Jú, það var orðið eitthvað skrftið. —' Alveg óætt. — Svo var það eitt, sem var afskaplega sniðugt, og sem við fengum bara fyrir einskæra náð að sjá. — Nú? Það virðist spennandi. Þið verð- ið að segja frá því. 50

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.