Æskan - 01.10.1973, Blaðsíða 5
Siggi átti að fara ( skóla. Hann var
°rðinn sex ára gamall og gat siglt á
tr°gi og rennt sér á sleða ofan bratta
brekku og margt fleira. Hann þekkti
Ijón og tígra eftir myndunum í mynda-
bókinni sinni, sömuieiðis fíla og nas-
^yrninga. Og enginn þekkti betur Brún
°9 Snata og kattarmjáið og gaggala-gú.
bókstafina þekkti hann ekki, það
var satt, hann þekkti þá alls ekki. Það
syndust honum vera fremur undarleg
strik, sum bogin og önnur bein, en öll
voru þau svört eins og flugur.
Sigga fannst það myndi ekki svara
kostnaði að læra að þekkja stafina. Um
v'kinga og riddara hafði hann heyrt þess
9etið, að þeir hefðu iátið kalla á prest-
lnn, þegar eitthvað þurfti að lesa eða
skrifa.
.,Og þegar ég verð stór," sagði Siggi,
,.þá ætla ég að taka sverðið mitt og
Verða víkingur, höggva menn og senda
eWr prestinum."
..Heldurðu þá, að presturinn komi?“
spurði móðir hans.
„Þá sendi ég eftir skólastrákunum.
^eir eiga að lesa fyrir mig,“ sagði Siggi.
..Þeir skopast að þér,“ sagði faðir
^sns, ,,og kalla þig þorsk, það gera
Þeir."
..Þeir ættu nú að reyna það,“ hélt
Si99i.
..Þegar þú verður stór,“ sagði íaðir
^sns, ,,og allir drengirnir hinir og stúlk-
Urnar standa á kirkjugólfinu og eru
spurð út úr, þá verður þú að ráfa úti
1 kirkjugarði eins og hafur á beit.“
>,En ég vil ekki lesa, ég vil hlaupa og
ieika mér allan daginn!" kallaði Siggi.
>>Vilt þú ... ?“ sagði faðir hans.
"Veiztu, hvar þinn vilji er? Hann liggur
1 oskustónni. Á morgun ferðu i skólann."
Þegar Siggi fór í rúmið um kvöldið,
^u9saði hann með sjálfum sér: „Nú
s°fna ég ekki í nótt. Þegar kyrrt er orð-
'®> þá fer ég út í skóg! Þar er ég viss
Urn að hitta annað hvort víking eða
r®ningja, og hann kennir mér að verða
r®ningjaforingi, þegar ég verð stór. Það
er iangtum betra en að lesa.“
En þá kom Blundur litli, og drengur-
inn svaf eins og steinn til morguns.
Stundu eftir miðjan dag kom móðir hans
rúminu. „Rístu upp og klæddu þig,“
Sa9ði hún. „Svo förum við bæði í skól-
ann."
Siggi fór að gráta.
..Geturðu grátið út af öðru eins og
tessu?" sagði móðir hans. „Þú ert
Siggi
fer í skóla
Eftir
Zacharias
Topelius
varla heimskari en allir hinir krakkarnir.
Við reynum nú og þá geturðu séð!“
Siggi varð að fara með henni. Hann
dró á eftir sér lappahróin, en fara varð
hann.
Kennslukona kenndi f þessum skóla,
og hún var stjórnsöm sú. Hún sat í
háu sæti við borð, hjá henni lá sokkur,
bandhnykill og — vöndur. Einnig sátu
fjögur börn við borðið, það voru tveir
litlir drengir og tvær litlar telpur. í
herberginu var líka stór skápur, og á
veggnum héngu tvær biblíumyndir, önn-
ur var af Absalon, sem hékk á hárinu
í eik, en hin af Elí, sem datt úr sæti
sínu. Auk þess héngu þar spjöld með
bókstöfum og tölum. Lítill hundur sat
á stól hjá skápnum. Hann fitjaði upp á
trýnið og urraði, þegar Siggi kom inn.
„Kæra kennslukona," sagði móðir
hans, „nú ætla ég að biðja þig að líta
til drengsins mfns og kenna honum að
lesa! Ef hann verður latur, þá skaltu
ekki spara vöndinn, hann þakkar þór
fyrir það, þegar hann er orðlnn stór.“
,,Ójá,“ sagði kennslukonan, ,,ég býst
við, að ég þurfi ekki á vendinum að
halda. Ég sé, að hann er hárprúður,
drengurinn."
En Siggi, sem vildi aldrei láta klippa
sig. Hugsið ykkur, ef hann hefði nú
verið snoðklipptur, snoðinn eins og
nýrúin kind. Og kennslukonan með
þessa löngu fingur!
Móðir hans fór, og Siggi var góða
stund að hugsa um löngu fingurna og
svo hárið á sér. En svo datt honum I
hug: „Ég er piltur og kennslukonan er
aðeins smástúlka. Hún þorir ekki að
koma við hárið á mér, hún er eflaust
hrædd við mig!“
Þá var kerru ekið fram hjá og skrölti f
gluggarúðunum. Siggi henti strax frá
sér bókinni og þaut út að glugganum.
„Hvað ertu að gera, drengur!" kallaði
kennslukonan. En Siggi lét eins og hann
heyrði ekki. Hann stóð kyrr og flatti
nefið út í rúðuna.
„Nú, þú ert af þessari tegund?" sagði
kennslukonan. Hún stóð á fætur og
gekk rólega til hans. Svo rétti hún út
löngu fingurna eftir lubbanum á hon-
um og hristi hann nokkuð.
„Ég skal segja mömmu og pabba
þetta!“ kallaði Siggi.
„Ég lika," sagði kennslukonan.
Og löngu fingurnir náðu sér í penna-
stöng, og svo skrifaði hún bréf tii pabba
hans. En þegar pabbi hans hafði lesið
bréfið, þá sagði hann, að Siggi skyldi
vera inni það sem eftir var þann dag-
inn. Svo skrifaði faðir hans kennslukon-
unni bréf morguninn eftir, og svona fór
Siggi fram og aftur með bréfin, meðan
hann vildi ekki læra að lesa.
„Þú ert reglulegur póstur," sagði
kennslukonan.
„Pósturinn fær kaffi," sagði Siggi.
„Og þú færð flengingu,“ sagði
kennslukonan, „en þegar þú kannt að
lesa, þá skaltu fá kaffi líka.“
Og þegar þannig hafði gengið um
hríð, þá var það ekki nema aðra hverja
viku eða þar um bil, sem Siggi fór með
bréf. Og á endanum var öllum póst-
flutningi lokið, því að nú kunni Siggi að
lesa. Og eitt sinn var það, þegar hon-
um gekk sérlega vel, að hann fékk
bæði kaffi og kökur, og það þó að hann
væri ekki póstur.
3