Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1973, Blaðsíða 65

Æskan - 01.10.1973, Blaðsíða 65
nglendingar reyndu þjóSa mest til að verða fyrstir til að komast á Suðurpólinn, en þar varð Norðmaðurinn Roald Amund- sen á undan þeim. Robert Falcon Scott var fæddur á Englandi 6. janúar árið 1868. Hann fékk rnenntun sína í Stubbington og gekk svo í sjóherinn. Hann varð kafteinn og reyndist traustur og góður stjórnandi. Bretar sendu nú Scott til Suður- skautslandsins. Hann fór á skipi, sem Discovery hét. Hann kom til staðar á Suðurskautslandinu, sem kallað varð Land Edwards VII. Þessi leiðangur gerði ymsar rannsóknir og fór svo heim til Englands. Svo reyndu ýmsir Bretar að komast á skautið, en enginn þeirra hafði heppn- ina með sér. Síðan sendu Bretar Scott aftur f leið- angur og fór hann nú til Suðurskautsins á skipi, sem hét Terra Nova eða Ný l°rð. Hann fór frá Englandi í júní 1910. ^erðin til Suðurskautslandsins gekk vel. Scott steig á land og farangur hans var settur f land og gekk það slysalaust. ^ann lagði svo af stað f hina erfiðu ,erð til skautsins með fjóra menn með sér. Isinn var mjög illur yfirferðar, og þann hafði ekki hundasleða eins og Amundsen, heldur beitti hann smáhest- Urr> fyrir sleðana. Hestarnir þoldu ekki ferðina og urðu allir veikir og dóu hver af öðrum. Þá urðu mennirnlr að draga ROBERT FALCON SCOTT sleðana sjálfir. Þetta reyndist feikna erfiði og seinkaði ferðinni mjög. Samt sem áður komust þessir hug- rökku menn alla leið hinn 18. janúar 1912, en aðeins til að sjá, að frægðin féll þeim ekki ( skaut heldur Norð- manninum Roald Amundsen. Á pólnum blastl við tjald með fána Noregs við hún, og í tjaldinu var skrifuð frásögn með dagsetningu um það, hve- nær Amundsen var þarna staddur. Þetta voru mikil vonbrigði fyrir Scott og menn hans. Robert Scott sneri nú heim á leið með mönnum sínum. Á ísnum var vond færð. Veðrið var illt og frostið mikið. Eftir nokkurra daga ferð veiktist einn leiðangursmannanna og seinkaði það för þeirra mjög, og 17. febrúar andaðist maðurinn. Litlu siðar varð Oates veikur og ófær til gangs. Hann vissi, að hann átti ekki langt eftir og gekk út í hríðina til að deyja. Hann vildi ekki seinka för félaga sinna og áleit, að vinir hans mundu þá frekar komast af, en fórn hans varð til einskis. Hvergi var hjálp að fá og veðurofs- inn hélzt hinn sami. Scott og tveir fé- lagar hans brutust enn áfram ellefu mílur, og þeir tjölduðu 29. marz. Þann dag skrifaði Scott síðast í dagbók sína og lýsir erfiðleikum þeirra. Þá áttu þeir aðeins mat til tveggja daga og lítið eitt af olíu til að hita upp tjaldið, en veðr- inu slotaði ekki í heiia viku. Scott skrifaði kveðjubréf til konu sinnar og ættingja. Hann skrifaði, þar til hönd hans dofnaði af kulda. Þannig andaðist Scott í tjaldi sínu ásamt fé- lögum sinum. Átta mánuðum seinna fann hjálpar- leiðangur lík þeirra félaganna ásamt eftirlátnum munum þeirra, dagbók og kveðjubréfum. Þessi ferð varð mikil harmsaga i Englandi og um allan heim. Þorvarður Magnússon. malverkaþraut Hérna á myndlnni sjáið þið teikningar af málverkum frá at*a löndum. Nú eigið þið að sýna þekkingu ykkar í landa- fr®ði og ýmsum öðrum fræðum með þvi að geta upp á frá þ^aða landi hver mynd er. Allar myndirnar hafa eitthvert Serkenni, sem segir til um, hvar þær eigi heima. Á einni ®r heimsfrægur turn, á annarri vindmylla, þriðju sérkenni- e9Ur þjóðbúnlngur, fjórðu maður með alþekkt merki á hand- e9gnum, fimmtu kona með slæðu fyrir andlitinu. Sú sjötta sVnir sérkennilegan bát, en sú sjöunda nautabana, og loks er sú síðasta af manni í skíðastökki. Um sumar af þessum ^Vndum má segja, að þær geti átt heima í fleiri löndum ®n einu, en þá er að velja það landið, sem sérstaklega er r®gt fyrir þag, sem myndin sýnir. , ‘jnðajON '8 ‘uu?ds -L :9 ‘pue|>(jAi :g PUBie>|zXc} ‘pueuo>is :£ ‘pue||OH -Z ‘puB|>j>jejd : t jn :inejc|e>|J3A|eiu e Bumpea \% > |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.