Æskan - 01.10.1973, Blaðsíða 21
hrukku hálfsofandi fram úr rúmum sínum. Skipið tók
hallast á stjórnborða og vélin stanz'aði. Allir þustu
UPP á þilfar, og sáu menn þá dökkt rekald skammt undan.
»Flak!“ sagði maðurinn, sem var á verði.
Brátt varð Ijóst, að mikifl leki var kominn að skipinu,
°§ Tennington skipstjóri lét bera eitthvað af vistum og
vatni í skipsbátana. Snekkjan lækkaði bráðlega mjiig í
sJónum og fólkið hraðaði sér í skipsbátana fjóra, sem
sJPsettir höfðu verið. Þegar róið var frá skipinu, sneri
Jane Porter sér við mátulega snemma til j:>ess að sjá skipið
Sl§a niður með skutinn næstum beint upp. Brátt var J)að
horfið með öllu.
f’essi nótt leið þó eins og aðrar, og sólin kom upp —
hrennheit miðjarðarsól. Jane Porter, sem hafði blundað,
h,ökk upp — steikjandi hitinn vakti hana. Þrír sjómenn
V°ru í bátnum hjá henni og Clayton og Tlturan. Hún
hugaði að hinum bátunum, en sá þá hvergi. Þau voru ein
a Srnábáti úti á hinu víðáttumikla Atlantshafi.
Villimaður á ný
^egar Tarzan féll í sjóinn, datt honum fyrst í hug að
sVrtda dálítið frá skipinu, svo að hann lenti ekki í skrúf-
Utlni. Hann vissi, hverjum hann átti Jtetta að jtakka, og
^ðan hann hélt sér uppi í sjónum með hægum sundtök-
Urtl' flaug honum í hug, að verst væri, að Rokoff hefði
§etrgið svo væl að koma honum fyrir kattarnef.
ski
annig lá hann um stund og horfði á eftir ljósunum á
Klpinu, sem fjarlægðist óðum. Honum hafði aldrei á ævi
'1Uai dottið í hug að kalla á hjálp, svo jnað var engin furða
‘lflh hann gerði joað ekki nú. Hann hafði ætíð orðið að
^ysta á mátt sinn og megin, enda hafði hann engan
að, síðan Kala var drepin. Þegar honum loksins datt
hllg að kalla, var það um seinan.
ffann synti í austurátt með hægum sundtökum, í átt
strandarinnar. Sundtök hans voru létt — j:iessir hraustu
|e®var gáfust ekki strax upp. Hann fann, að skórnir
^ rllgdu honum, svo að hann fór úr jæim. Næst fóru
skUXurnar, og hann hefði farið úr jakkanum líka, ef
Jölin hefðu ekki verið j^ar. Hann þreifaði á vasanum
[jl j 1 1
Pess að ganga úr skugga um, að J)au væru jrar, en hon-
J1111 til stórfurðu voru þau þar ekki. Nú sá hann, að eitt-
lvað fleira en hefnd hafði komið Rokoff til þess að
teypa honum útbyrðis — þorparanum hafði tekizt að
j sFjölunum, sem Tarzan hafði tekið af honum í Bou
„a^a- Apamaðurinn blótaði lágt og lét jakka og vesti
h?kVa í sæinn. — Innan skamms var liann kominn úr
erri spjör og synti nú óþvingaður í átt til strandar.
Fyrsti morgunroðinn var farinn að draga úr skini
stjarnanna yfir höfði hans, er hann sá eitthvað dökkleitt
fljóta á sjónum framundan. Hann komst að því í fá-
einum sundtökum — það var botn eða flak af skipi. Tarzan
klifraði upp á það til jjess að hvíla sig á sundinu og bíða
birtu. Sjórinn var sléttur, svo að flakið hreyfðist lítið.
Tarzan apabróðir hnipraði sig saman og sofnaði brátt.
Það var sterkur sólarhitinn, sem vakti hann nokkru
fyrir hádegið. Hann var orðinn mjög þyrstur, en brátt
gleymdi hann næstum þorstanum, er hann sá grilla í
land langt í austri, og einnig sá liann allstórt rekald
skammt undan, sem virtist helzt vera bátur á hvolfi.
Tarzan stakk sér til sunds í sjóinn, og brátt náði hann að
bátnum. Eftir nokkra erfiðismuni tókst honum að rétta
bátinn við, og að Jdví búnu tók hann til við að þurrausa
hann. Tarzan valdi sér rekaviðarbút, hæfilega stóran til
þess að nota sem árar, og því næst tók hann að róa greitt
áleiðis til lands, sem hann vissi að var vesturströnd Afríkú.
Þetta var löng leið, svo farið var að húma að kvöldi, þegar
hann nálgaðist ströndina. Hann gat ekki betur séð, en að
mynni lítillar hafnar lægi fyrir stafni. Honum fannst
landslagið koma sér kunnuglega fyrir sjónir, kannaðist
hann ekki við skógivaxinn oddann norðan við víkina?
Gat það verið, að örlögin hefðu varpað honum upp að
æskustöðvum hans? En Jjegar báturinn skreið inn fyrir
oddann, hvarf honum allur efi, því að í skugga frum-
skógarins stóð kofinn hans — kofinn, sem faðir hans,
John Clayton lávarður af Greystoke, hafði smíðað, áður
en Tarzan fæddist. Hann herti róðurinn og renndi bátn-
um upp í fjörusandinn og stökk í land. Hjartað barðist
tíðar í brjósti hans, gleðin svall í honum, er hann leit
hvert kunnuglegt kennileiti af öðru: kofann, ströndina,
lækinn, trén og myrkan frumskóginn. Þúsundir smáfugla
sungu í trjánum — blómin á vafningsviðnum margfölduðu
fegurð trjánna.
Tarzan apabróðir var aftur kominn heim til sín, og til
þess að allur heimurinn yrði þess var, reigði hann höfuðið
aftur og rak upp hið hvella og ógurlega heróp flokks
síns. Eitt augnablik ríkti þögn í skóginum; þá heyrðist
lágt og grimmdarlegt urr að svari — það var öskur N úma,
ljónsins, og langt úr fjarska heyrðist ómur af svari karl-
apa.
Tarzan svalaði fyrst jmrsta sínum í læknum. Því næst
gekk hann til kofans. Dyrnar voru aftur, eins og þeir
d’Arnot skildu við J)ær. Hann lyfti lokunni og gekk inn.
Ekkert var hreyft. Þarna var borðið, rúmið og vaggan,
sem faðir lians hafði smíðað. Allt var með kyrrum kjörum,
eins og hann hafði skilið við það fyrir tveimur árum.
19