Æskan - 01.10.1973, Blaðsíða 39
Hellnakirkja
Vestarlega á sunnanverðu Snæfeltsnesi er fögur og
9rösug sveit. Hún heitir Breiðavík.
Spölkorn vestan við hana er lítið, fallegt sjávarpláss.
þar heitir á Hellnum. Þar er kirkjustaður. Þar var kirkja
fyrst relst 1882. Áður hafði hún staðið á hinu forna prests-
setri Laugarbrekku. Þar er nú auðn.
Fyrsta kirkjan á Hellnum var með torfveggjum eins og
tíðast var áður íyrr. Síðan voru veggirnir úr timbri en þak
úr járni. Þetta var lítil kirkja — tók um 40 manns. Á henni
var enginn turn. Þessi kirkja stóð fram á 5. tug þessarar
aldar.
En á árunum 1942—45 var reist ný kirkja á Hellnum og
var hún vígð 12. ágúst 1945 af þáverandi biskupl hr. Sigur-
gelr Sigurðssyni. Þetta var einkar hátíðleg athöfn, sem
fór vel fram, enda vandlega undirbúln. Meðal annars hafði
ungur maður i sókninni útbúið „heiðurshlið". Á það voru
letruð á listrænan hátt stórum stöfum orðin Kærleikur
Krists knýr oss.
Enda þótt Hellnakirkja sé ekki eldri en þetta, tæplega
30 ára, hefur viðhald hennar verið mikið, enda er nú búið
að endurnýja svo til allt klrkjuhúsið. En þessi fámennl
söfnuður, sem telur aðeins 35 gjaldendur, hefur sýnt mikla
fórnfýsi og einstakir menn eins og t. d. sóknarnefndar-
formaðurinn, Finnbogl G. Lárusson, hafa lagt fram mikla
vinnu, sem ekki er borguð nema með gleðinni yfir góðu
starfi. En það eru líka dýrmæt laun, öllu gulli betri.
Söfnuður Hellnaklrkju er fámennur. En hún á líka, eins
og fleiri kirkjur, sína vini og velgerðarmenn utan sóknar-
innar, sem oft hafa gefið hennl góðar gjafir. Ekki verða þeir
taldir hér. Hins má geta, að hún á ýmsa góða grlpi forna.
Úr Laugarbrekkukirkju er önnur klukkan, hln úr kirkjunni
á Einarslóni. Frá Laugarbrekkukirkju er líka Ijósahjálmur
12 arma, forkunnar fagur, og tveir veggstjakar tveggja arma
úr kopar. Altaristaflan er Kristur f Emmaus. Rammlnn er
útskorinn f mahóní — mikið listaverk.
En svo farið sé út í nokkuð aðra sálma f lok þessa spjalis
um Hellnakirkju skaðar ekki að nefna aðra kirkju í nánd
við Hellna. Um hana segir f lýsingu Snæfellsness í Árbók
Ferðafélagsins 1932 eftir Helga Hjörvar:
„Þegar lagt er upp frá Hellnum vestur á leið og komið
er á ieitið, sem er fyrir vestan bæinn, mun vegfarandanum
bregða f brún við þá sjón, sem hann nú sér. Þá blasa vlð
Lóndrangar skammt vestar. Eru þeir miklu meiri og stærrl
en maður hefðl getað búizt við. Þeir gnæfa hátt við löftið
með turna og spírur og eru Ifkastir að sjá risavaxinni klrkju,
sem ber við hlmin eln á bersvæði. Eru drangarnlr hvergi
fegurri að sjá en af þessum slóðum."
G. Br.
Tveir kassar eru settir á hvolf með
hæfilegu millibili, og þátttakendurnir,
sem eru tveir, stfga hvor upp á slnn
kassa með langt skaft í hendinnl. En
á endann á stöngunum er settur torfu-
Sr>epii| 0g klút bundið utan um, svo
endarnlr meiði ekki andstæðingana.
Nú er leikurinn i því fólginn að spyrna
andstæðingnum ofan af kassanum með
slönginnl. En þið verðið að gæta þess
Vel að láta ykkur ekkl renna í skap
^eðan á viðureigninni stendur, svo að
Þ'ð farið ekki að belta fantabrögðum
°9 kannski berja hvor annan með sköft-
Kassakóngurinn
unum. Og aldrei má ýta stönginni á
andlit andstæðingsins. Munið það.
Þegar amerísklr skátar leika þennan
lelk, þá er fjör f tuskunum. Þeir hafa
ekki klúta og torfusnepla á stangar-
endanum, heldur hafa þeir hnefaleika-
hanzka, og í stað kassa standa þeir á
háum tunnum. Það er því ekki stór
flötur en valtur, sem þeir standa á. Sá,
sem fyrri stígur fæti niður á jörð, hefur
tapað. Sigurvegarinn skorar þá nýjan
mann á hólm, og sá, sem sfðast stend-
ur uppi á kassanum, er kassakóngur.
37