Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1973, Blaðsíða 19

Æskan - 01.10.1973, Blaðsíða 19
Leyniskjöl ræðismannsins Barnasaga eftir Axel Bræmer Þeir gengu nær. Ræningjarnir hrutu hátt. ,,Það er áhættusamt að ferðast til Chentufu," sagði franski ræðismaður- inn við Brison lækni, „því þar er krökkt af ræningjum. En þér væruð ef til vill svo góður að fara með leyndarskjöl iil vinar míns, ræðismannsins þar, íyrst þið feðgarnir ætlið þangað hvort sem er? Þetta eru mjög mikilvæg skjöl,“ bætti hann svo brosandi við. ,,Við skulum gæta þeirra eins og sjá- sldurs augna okkar,“ svaraði Brison Iseknir. ,,Ég vona, að ferðin gangi vel.“ Daginn eftir fóru þeir feðgar, Brison læknir og sonur hans Pierre, til Chen- fufu í Vestur-Kína. Þeir höfðu náð sér í marga burðarmenn og múlasna, sem báru farangurinn, og þar á meðal vitan- 'e9a stóra kassann með leyniskjölum r®ðismannsins. Erfitt var að ferðast um fjalllendið, stígarnir holóttir og klettarn- it háir. Oft sá læknirinn eftir þvf, að áann hafði tekið þennan stóra kassa með, því að slíkt íþyngdi leiðangrinum, °9 Pierre varð sífellt að hafa auga með kassanum. Múlasninn gat hrapað fram af fjallsbrún eða burðarmennirnlr stolið þyrðinni. Þó gekk allt vel, þar til þeir voru búnir að setja upp tjaldbúðir kvöld nokkurt. þfikil hróp heyrðust eftlr miðnætti, og Brison og Pierre stukku út með skamm- þyssurnar I höndunum. Þeir gátu naum- asf grillt i myrkrlnu, hvað á seyði var, en burðarmennlrnir hrópuðu og sögðu, að ræningjar hefðu ráðizt á þá. Þeir áeyrðu líka ógnarveinið: „Sjasjao!" — "Myrðið og þrennið!" Er skipzt hafði verið á nokkrum skot- um, hörfuðu ræningjarnlr þó, þvf að það var betra en að skilja sáran félaga eftir á vígvellinum. Læknirinn og Pierre sáu seinna, að nokkrir múlasnar voru horfnir og byrðarnar með. Kassinn með leyniskjölunum, lyf læknisins og læknis- taska hans voru þar á meðal. Þetta var skelfilegt áfall. „Við verðum að veita þeim eftirför," sagði Brison, ,,þó svo fari, að við neyðumst tii að bjóða þeim góð laun fyr-* ir ránsfenginn. Ég verð að ná í lyfin og leyniskjöl ræðismannsins." Þeir fundu að lokum sáran mann, sem lá þar á jörðinni, og eftir langvar- andi yfirheyrslur sagði hann þeim, hvar ræningjarnir héldu sig. Pierre, faðir hans og hugrökkustu burðarmennlrnir lögðu af stað i dögun og nálguðust gætilega tötraleg tjöld efst í fjallshlíð- inni. Múlasnarnir, sem stolið hafði ver- ið frá þeim, voru þar á belt. ,,Ef þeir sofa, komum við þelm að óvörum," hvíslaði Pierre. Faðir hans kinkaði kolli, og þelr nálg- uðust tjöldin með skammbyssur í hönd- um. Ræningjarnir lágu hrjótandi á jörð- inni. Umhverfis þá var krökkt af tómum kampavínsflöskum. „Þeir eru drukknir — dauðadrukknlr," sagði læknirinn. „Hvar náðu þeir ( allt þetta dýra kampavín?" Plerre bentl á kassa, sem hafðl verið opnaður. „Þarna sérðu, hvaða leynlskjöl ræðis- maður sendi vinl sinum,“ sagðl hann. „Kampavin!" „Hann gerði okkur nú stórgreiða sarnt," sagði læknirinn hlæjandi. Það reyndist auðvelt að binda með- vitundarlausa ræningjana, og bæðl lyf og læknlsáhöld voru ósnert. Ævintýrið hættulega hafði ekkl reynzt hættulegt — og allt var það að kenna óumræði- lega sterkum áhrifum „leyniskjala ræð- ismannsins". En ræðismaðurinn í Chentufu fékk ekki kampavin i það skiptið. FELUMYND Hvar er stúlkan, sem gefur svönunum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.