Æskan - 01.05.1974, Blaðsíða 22
ir væru komnir inn á undan þeim,
voru laus sæti þar. Brátt var hurð
lokað, hreyflar ræstir og Gullfaxi hóf
sig á loft frá Torslandaflugvelli.
Stefnan var tekin norðvestur með
ströndinni í átt til Oslóar.
STUTTUR STANZ
í OSLÓ
Þeir Óskar og Þormar sátu báðir
við glugga og nutu útsýnisins. Þeir
kvöddu þar með Svíþjóð og Gauta-
borg, þar sem þeir höfðu dvalið und-
anfarna daga og upplifað mörg merk
ævintýri. Eftir nokkurra mínútna flug
lækkaði þotan flugið og brátt var lent
í Osló. Þar var aðeins höfð stutt við-
dvöl, margir farþegar bættust við, en
farþegarnir frá Gautaborg yfirgáfu
ekki flugvélina. Þeir Óskar og Þormar
fengu leyfi til þess að koma út og taka
myndir, en í Osló skein sólin glatt
engu síður en í Gautaborg. Nú var
bara spurningin, hvernig veðrið væri
heima á íslandi.
Þeir fengu sætisfélaga í Osló, unga
stúlku, sem var á leið til íslands.
Hún heitir Brynja Skarphéðinsdóttir,
dóttir Skarphéðins Árnasonar, full-
trúa Flugfélags íslands í Noregi.
Brynja hafði lokið skólanum daginn
áður og var nú á leið til íslands í
sumarfrí. Hún sat hjá Óskari og þau
ræddu margt saman. Útsýnið yfir Osló
og umhverfið er mjög fallegt. Margir
bátar voru á siglingu á Oslóarfirðin-
um, og þama sást Holmenkollen með
sinni stóru skíðastökkbraut. En Gull-
faxi sótti rösklega á brattann og var
brátt í mikilli hæð. Þeir flugu nú inn
yfir hálendið, sem enn var þakið snjó,
út yfir vesturströnd Noregs, yfir Stav-
anger og þar sást enn niður í glamp-
andi sól og góðu veðri.
Þótt félagamir hefðu snætt máltíð
á flugvellinum í Torslanda fyrr um
daginn, sagði nú maginn til sín, og
það var gott að fá vel útilátinn kvöld-
mat í þotunni. Nú voru þeir félagarn-
ir, Óskar og Þormar, á heimleið.
HEIM TIL ÍSLANDS
Margt hafði gerzt i ferðinni, sumt
ævintýralegt og óvænt. Annað sem
þeir höfðu máske átt von á og búizt
við. Efti'r nokkra stund á flugi fengu
þeir heimboð. Björn Guðmundsson
flugstjóri bauð piltunum að koma
fram í og skoða flugstjórnarklefann.
Nú þóttust þeir nokkuð heimavanir
eftir heimsóknina til Jóhannesar R.
Snorrasonar og áhafnar hans 1 flug-
stjórnarklefann á útleiðinni. Björn
spurði þá frétta úr ferðinni, en auk
hans voru flugliðar þennan dag þeir
Sverrir Þórólfsson flugmaður og
Bragi Jónsson flugvélstjóri. Þeir tóku
þarna margar myndir og trúlega hefur
Björn og áhöfn hans ekki verið Ijós-
mynduð jafn rækilega í annan tíma.
Það var gott að fá íslenzk blöð. Nú
gátu þeir lesið um árekstrana á ís-
landsmiðum, sem orðið höfðu meðan
þeir voru ytra, og þeir höfðu heyrt
mikið um í kvöldfréttum sænska út-
varpsins.
Lítil börn, farþegar í þotunni til
íslands þennan dag gengu um og
heilsuðu upp á mannskapinn. Þau
voru algjörlega laus við feimni, og
þau eldri, orðin þetta 6—7 ára, hlökk-
uðu mikið til að koma til íslands
Og brátt reis ísland úr hafi. Land*
var skýjum hulið að mestu. Samt sást
suðausturströndin vel og Vatnajöku
Eftir það var flogið ofar skýjum. U°Z
þotan lækkaði flugið. Farþegarnir
horfðu út til beggja hliða og brá^
sást sjór bakborðsmegin, en lan<^
stjórnborða. Þeir voru yfir ReykjaneS
skaganum. Hér var sýnilega ioinOJ
sól og kaldara en í Gautaborg.
Þotan snerti mjúklega flugbrautina’
og síðan var ekið upp að afgrei®s^u
byggingunni. Þeir félagarnir
inn í afgreiðslubygginguna, og Óskaf
sá, að foreldrar hans og systkini vorn
komin til að taka á móti honum-
að hafa keypt sér súkkulaði og a°u
að slíkt í fríhöfninni til viðbótar þv ’
sem Flugfélagið hafði gefið þeim ulU
borð í þotunni, héldu þeir inn í nl .
salinn og gegnum tollskoðun. Og vít
menn! Hér fékk Þormar aftur töskuna
sína, sem komin var á undan honUI°
heim til íslands. Fyrir framan k*10
Óskar fólkið sitt, og þar urðu fag11®
arfundir. Og þarna kvöddust nú fer
félagarnir, Þormar Jónsson frá
reksfirði og Óskar Harðarson frá
fossi. Þeir þökkuðu hvor öðiulU
fyrir ánægjulega samveru og skemnlt*
lega ferð. Þeir þökkuðu líka Grín11 0 ^
Sveini fyrir leiðsögnina og sendu
huganum góðar kveðjur til Æskun°
ar, Flugfélags íslands og Volvo '■r
ánægjulega og skemmtilega dvöl
Svíþjóð um Tónsmessuna.
Sv. Sœm-
20