Æskan - 01.05.1974, Síða 30
alla sögu Eiríks rauða og Þorfinns karlsefnis, og með eld-
legum áhuga lýsti hann þessu fagra undralandi eins og
hann hefði sóð það sjálfur: að £ar væri hver lækur fullur
af laxi, kornstengur yxu þar útsæðislaust og vínviður væri
í hverjum skógi.
„Undarlegt er þetta," mælti Sir Dave, ,,en mér finnst
aagan sennileg. Það er þá meira en uppspuni, að menn
á þessari afskekktu eyju, íslandi, við norðurhjara heims,
viti meira en aðrir,“ bætti hann við, eins og hann talaði
við sjálfan sig. Svo gekk hann nokkra stund þögull við
hllð Þorbjarnar, og loks sagði hann: ,,En eitt er mér óskilj-
anlegt, og það er það, að nokkur þjóð skuli láta slíkt land
ganga sér úr greipum eftir að hafa fundið það og eignazt."
„Er það ekki skiljanlegt?" svaraði Þorbjörn. „Þjóð, sem
áður var fræg um mörg ár, var það skammsýn að gefa sig
á vald erlendra konunga og er nú orðin svo dáðlaus og
heillum horfin, að hún lætur hvern erlendan skipstjóra
stíga á hálsinn á sér. Hér er enginn, sem ber I brjósti hug
til frægðarverka."
„Enginn?" spurði Sir Dave og leit til Þorbjarnar.
„Þér lesið hugsanir mínar, herra,“ sagði Þorbjörn. „Hvf
skyldi ég svara þessu neitandi? Hið ókunna land í vestri
hefur alla mína ævi aldrei horfið úr huga mér, hvorki í
vöku né svefni. Oft hef ég setið úti á Öndverðarnesi og
starað út á hafið. Ég hef séð sólina hníga við hafsbrún
og þá hugsað: Nú hnígur sólin Ifka að baki fjalla á landinu
f vestri, sem ég er erfingi að, en get aldrei fundið. Ég á
hvorki auð né skip, og án þess kemst enginn yfir hafið."
„En hvað mundirðu segja, ef ég útvegaði þér fé og far
yfir hafið?“ spurði Sir Dave.
Þorbjörn leit undrandi á hann. „Eruð þór að gera gys
að mér?“
„Nei, það veit Guð,“ sagði Sir Dave. „Ég geri sjaldan
að gamni mínu og allra sízt í þessum efnum. Boð mitt er
í alvöru mælt.“
Þorbjörn varð svo klökkur, að hann gat engu svarað, svo
óvart kom honum það, að allir draumar hans skyldu nú
vera að rætast. Hann gat ekki annað en þrýst innilega báðar
hendur gestsins og síðan fleygði hann sér í faðm hans og
grét eins og barn.-------
Sir Dave sat lengi á tali við Burlington skipstjóra dag-
inn eftir þetta samtal, og að lokum urðu þeir ásáttir um
málið.
Tveimur dögum seinna var séra Jón vakinn með þeim
fréttum, að bæði gestur hans, Sir Dave, og Þorbjörn væru
horfnir, en bréf hafði þó verið skilið eftir, og var það á
þessa ieið:
Háttvirti herra!
Það hafa orðið þeir atburðir, sem neyða mig til að
yfirgefa yður fyrr en mig varði. Ég mun ætíð minnast
gestrisni og góðvildar þeirrar, er ég naut hjá yður. —*
Gamli félagi yðar — Þorbjörn — hefur slegizt [ för með
mér. Ef til vill komum við til yðar aftur næsta haust,
og vonast ég þá til að hafa frá ýmsu að segja, en ef
ekki, þá bið ég yður að taka við gulipeningum þeim,
sem ég legg hér með, en raunar skulda óg þór og is-
landi miklu meira.
C. C.“
Séra Jón las þetta bréf tvisvar og velti því fyrir sér,
hvers vegna maðurinn hefði undirritað það með stöfunum
C. C. (Christofer Columbus). Hér var gátu að ráða, sem
ekki var auðleyst. Og sú eina upplýsing, sem hann fékk
hjá Rifs-búum, var sú, að með fióðinu hefðu skipverjar
undið upp segl og látið í haf og stefnt beint í vesturátt.
I vestur var siglt í sjö dægur. Hafið var úfið og úlfgrátt,
og úthafsöldurnar lömdu gnoðina og freyddu um borðin.
Þá kölluðu skipverjar að nú sæist land. Þorbjörn hneigði
sig til samþykkis og bauð skipstjóra að stýra f suðvestur,
því að þar væri lands þess að leita, sem ferðin var gjörð
til. — Skipstjóri nöldraði í hljóði um að það væri óðs
manns æði að sigla svona stefnulaust dag eftir dag. En
Sir Dave bauð honum að hlýða gamla manninum.
Framhald.
28