Æskan - 01.05.1974, Síða 31
Mississippifljót
Þars Mississippis megin-djúp fram brunar
í myrkum skógi’ og vekur strauma-nið.
Þars aftangeisli’ í aldin-gulli funar
og undarlegan hefja fugiar klið,
þar sem að úlfar þjóta' um skógar-geima
og þreyttur hjörtur veiðimanninn flýr,
þars voðaleg með varúð áfram sveima
t vígahug in skæðu panþer-dýr.
Kristján Jónsson, Fjallaskáld.
Mississippifljót er lengsta fljót í Bandaríkjunum. En til
samans eru Mississippifljót og Missourifljót önnur lengsta
® í heimi. Upptök fljótsins eru í litla Elkvatni í Minnesota.
Sums staðar er Mississippifljót rúmir 16 hundruð metrar á
breidd.
Á sumum tímum árs eykst vatnsmagn árinnar mjög mikið,
og áin flæðir yfir stór landsvæði. Flóðahættan hefur verið
minnkuö með öflugum flóðgörðum og öðrum mannvirkjum.
Margt er merkilegt að sjá, þegar siglt er eftir Mississippi-
fljóti, bæði sögustaði og fagurt landslag.
Við Minneapolis eru St. Anthonyfossarnir. Þar er hallinn
svo mikill, að það munar 40 metrum á 800 metra vega-
lengd. Við Wisconsin er hið fagra Pepinvatn, og þar eru
mikil straumbrot og klettar í fljótinu.
Ein þýðingarmesta hafnarborg við Mississippifljót er
New Orleans. Borg þessi er í Louisiana, sem nær um það
bil 107 km frá árósunum. Borgin stendur á báðum bökk-
um árinnar, en aðalhluti borgarinnar er á vinstri bakkanum.
Fyrir neðan borgina New Orleans er fljótið nálægt átta
hundruð metra breitt. Þarna er Pontcharainvatn, og er það
tengt við Mississippifljót með um tíu kílómetra löngum
skipaskurði. Hérna fylgir með mynd af St. Louis-dóm-
kirkjunni, og stendur hún við Jacksontorgið, en það er eitt
fegursta torg í New Orleans.
Mississippifljót fellur út í Mexíkóflóann.
Snati vissi, hvað hann gerði, þegar hann ráðlagði Brönu að setjast á metaskálarnar.
Því að Brana var þyngri og varð að halda sér við búðardiskinn meðan Snati gæddi sér á góðgætinu.
■ Þegar Snati hafði hámað í sig 6 pylsur, færðust metaskálarnar á hinn bóginn, og þá hækkaði hagur Brönu.
• En gleðin varð skammvinn, því að nú kom slátrarakonan og barði í borðið.
SNATI OG BRANA í KJÖTBÚÐINNI
29