Æskan - 01.05.1974, Side 46
Scoliosis (hryggskekkja) hefur verið læknuS meS góðum
árangri í sérstökum heimavistarskóla nr. 76 í Moskvu. Þar
var þessi krankieiki I fyrsta sinn í Sovétríkjunum læknaður
( sérhæfðri skólastofnun. Að fenginni þessari reynslu hefur
verið komið á fót f landinu nægiiegum fjölda slíkra skóla,
er sameina menntun og læknismeðferð.
Allur skólakostnaður, bæði vegna fræðslu og læknismeð-
ferðar, er greiddur af ríkinu, en foreldrarnir taka að hluta
þátt [ greiðslu fæðiskostnaðar. Unglingarnir læra sama
námsefni og f venjulegum skóla. Læknismeðferðin miðar
að þvl að styrkja Ifkama barnsins eins og kostur er, m. a.
með daglegum útiæfingum, sjúkraleikfimi, sundi, sklða-
ferðum og vinnu f skólagarðinum. Allir, læknarnir, kennar-
arnir og unglingarnir sjálfir, leggjast á eitt. Nemendurnir
fá ekki aðeins einkunnir í stærðfræði, bókmenntum, sögu
og öðrum bóklegum greinum, heldur og í sjúkraleikfimii
sundi og fyrir hlýðni við hinar læknisfræðilegu reglur.
Yfir 1200 unglingar hafa lokið námi frá þessum skóla,
og þeir eru allir heilbrigðir og vinnufærir. Skólalæknarnir
hafa eftirlit með börnum héraðsins. Þeir hafa þegar rann-
sakað 10 þúsund skólabörn. Hafa fundizt mörg hrygO'
skekkjutilfelli og börnin verið send til læknismeðferðar.
Skólinn efnir reglulega til námskeiða i aðferðum þeim,
sem hann beitir, m. a. eru alþjóðleg námskeið skiþulögð
af heilbrigðismálaráðuneytinu í samvinnu við alþjóða heil-
brigðissamtökin. Læknar frá mörgum löndum hafa tekið
þátt í námskeiðum skólans.
APN.
Kjörorðið er: ÆSKAIM FYRIR ÆSKUIMA
Tímabær læknismeðferð
Bogfimi er skyldunámsgrein, því hún er liður í læknismeð-
ferðinnl.
I tímum liggja bömin á sérstökum bekkjum, en það minnk-
ar álagið á hryggsúluna.
44