Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1974, Page 47

Æskan - 01.05.1974, Page 47
LliMDIN RAUÐA g ætla að segja ykkur sögu, sem heitir Lindin rauða og er kínversk. Þessi saga er ein af þjóð- sögum Han-þjóðflokksins, en eins og allir vita eru margir ®ttbálkar [ Kína. Þar segja menn líka, að allar veizlur h|jóti að enda, en samt elski sumir menn konur sinar (og Þær þá) til æviloka. Og sem dæmi um það þurfið þið að- eins að hlusta á þessa sögu. Það var einu sinni dugandi og vinnusamur maður, sem Þét Shih Tut. Hann átti heima í þorpi, sem ég hirði ekki að nefna, en eitt vorið gekk hann að eiga stúlku, sem hét Jaða-blóm og var fegurri en hægt sé að lýsa. Hún hugsaði 'ika mjög vel um heimilið, og ungu hjónin elskuðust heitt. En svo virðist sem gæði geti ekki ætíð af sér gæði. Stjúpmóðir hans Shih Tuns var grimm og köld. Hún fann sifellt að matnum, þótt Jaða-blóm gerði sitt bezta. Hún ^vitaði hana fyrir, að hrísgrjónin væru of heit eða of köld eSa að maturinn kæmi of seint á borðið. Það skipti engu má'i. hvernig Jaða-blóm lagði sig fram og engu máli, hvernig hún hljóp í kringum hana. Konan ávítaði hana alltaf, og stundum lagði hún hendur á hana. Þá fann Shih ^un jafnmikið til og hún hefði ávítað hann eða barið hann. hann mátti ekki segja orð, því að þegar þessi saga Serðist, máttu tengdamæður berja tengdadætur sínar. Syn- irnir áttu bara að þegja. Jaða-blóm grenntist með hverjum deginum, og húð hennar var ekki lengur jafnfersk og hún hafði verið. Einu sinni kom Shih Tun heim og sá, hvar Jaða-blóm ®at é rúmstokknum, og tárin runnu niður kinnar hennar. hlann andvarpaði þungan. ..Shih Tun!“ sagði Jaða-blóm og leit á hann. „Ég þoli Þetta ekkl lengur. Ég get ekki afborið þessar ávítur og ar8mið, en ég get samt ekki farið frá þér.“ Shih Tun fann sárt til. „Jaða-blóm,“ sagði hann, þegar ann hafðl hugsað sig um. „Það fer illa fyrir þér, ef þú verður kyrr hjá henni stjúpu minni. Við skuium hlaupast 6 Þrott f kvðld." hJú llfnaðl yflr Jaða-blómi, og eftir miðnætti sóttu þau 0 hesta f hesthúsið og hleyptu af stað. Menn segja, að fljótur hestur jafnist á við loftstein, og þessir hestar voru fljótir að hlaupa, þótt þelr væru magrir. Þau höfðu-'-ekki einu sinni tölu á þorpunum, sem þeir fluttu þau í gegnum. Þeim stóð líka á sama, hvert þau fóru. Shih Tun sagði: „Farið ekki alfaraleið, hestar. Troöum ófarnar slóðir." Hestarnir virtust skilja hann, þvf að þeir fóru upp um fjöll og firnindi, og hófasláttur þeirra var hávær á fjalla- stígunum. Þau komu að fjalli, sem enginn bjó á, um dögun. Það var vor í lofti. Grasið var byrjað að grænka og blómin að blómstra. Trönurnar svifu um himininn, fuglarnir sungu og tistu á trjágreinunum. „Fuglar eiga sér hreiður," andvarpaði Jaða-blóm, „en hvar eigum við að búa?“ „( helli eða skjóli trjánna," sagðl Shih Tun brosandi. „Ég þrái aðeins að vera hjá þér,“ svaraði Jaða-blóm, og nú var hún ekki lengur hrygg. Þau fóru yfir daunillt gil og háan tind, áður en þau kom- ust að daggarþöktum fjallstindi. Árla næsta dags héldu þau ferðinni áfram. Við sólar- upprás komu þau að dal. Hestarnir námu staðar. Ungu hjónin urðu undrandi, þegar þau sáu uppsprettu. Vatnið í þeirri lind var nefnilega jafnrautt og blóm eplatrés og Ijómaði eins og tunglið á kvöldhimninum. Jafnvel blómin og grasið umhverfis lindina voru böðuð roða uppsprett- unnar. Jaða-blóm fann þungan, höfgan llm leggja að vitum sér. Hún vissi ekki, hvort það voru blómin eða lindin, sem ilm- urinn kom frá. „Við erum þreytt og hestarnir lika," sagði hún við Shih Tun. „Nú hvflum við okkur." Shih Tun var þessu sammála, og þau stukku af baki, en hestar þeirra bitu rauða grasið við lindina. Shih Tun og Jaða-blóm gengu að lindinni, og rauða vatnið var tært að sjá. Jaða-blóm var þyrst. Hún tók vatnið f hola greip sina og bragðaði á sætu vatninu, sem minnti hana á hunang. Hún fann ilmandi vatnið streyma um æðar sér og yljaði henni allri. Svo reis hún upp, og Shih Tun fannst hún feg- urri en ferskjublóm. Hestarnir hneggjuðu. Þeir höfðu ekki aðeins fitnað, heldur voru þeir fegurri en fyrr. Þau vissu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.