Æskan - 01.05.1974, Síða 49
Lítið en öflugt
efdýrið er smávaxið dýr. Það er ekki sterkt, og það
getur ekki hlaupið hratt. Maður gæti því haldið, að það
yði auðveld bráð fyrir önnur dýr. En það eru fá dýr, sem
feyna að drepa það. Þefdýrið hefur nefnilega mjög sterkt
v°pn. Innvortis hefur það tvær litlar blöðrur, og úr þeim
getur það sprautað vökva, sem hefur mjög slæma lykt.
Meira segja á þefdýrið sjálft bágt með að þola þessa
lykt. Þess vegna notar það þetta vopn aðeins, ef það er
neytt. Fyrst ris það upp á framfótunum. Síðan lyftir það
skottinu eins hátt og það getur og reynir að halda því frá
þununni eins og mögulegt er. Það bíður dálítið í von um
að hitt dýrið hypji sig í burtu. En stundum fer ekki þannig,
og þá sprautar þefdýrið frá sér.
Hundar eru einu dýrin, sem virðast áldrei læra af þessu.
Þeir fá sprautað yfir sig hvað eftir annað. En flest önnur
dýr þarf aðeins að sprauta á einu sinni. Þá hafa þau lært
nóg til þess að láta litla þefdýrið f friði.
En dagar haustsins eru stuttir. Kvöld nokkurt, þegar tungl-
'5 hafði tekið við af sólinni, kom Shih Tun af akrinum og
Jaða-blóm úr þreskingu. Þau fóru með gras til hestanna.
Gamla konan hafði eldað matinn og var að bera hann út
1 bakgarðinn, þegar hún sá stórt, rautt laufblað falla til
Jarðar. þag þeyttist um garðinn eins og hvirfilvindur hefði
v°rið þar á ferðinni, og loks hætti það að snúast. I miðj-
um garðinum stóð rauðeygður ári, rauðhærður, rauðskeggj-
aður, rauðklæddur og rauðskæddur. Hann potaði í lauf-
blaðið, og það breyttist á stundinni í brúðarstól.
Gamla konan veinaði og féll til jarðar, en Shih Tun og
'Jaða-blóm, sem höfðu heyrt til hennar, hlupu af stað.
Rauðeygði púkinn hló, þegar hann sá Jaða-blóm, og um
leið var hún komin í brúðarstólinn. Hann veifaði hendinni,
°3 stóllinn sveif til himins. Innan skamms voru allir horfnir,
en rödd árans heyrðist úr fjarlægð: „Hún drakk vatnið úr
lindinni rauðu, og ég á hana.“
Gamla konan grét hástöfum og Shih Tun leið líka illa, en
hann táraðist ekki. Hann hjálpaði gömlu konunni að rísa á
fætur og sagði: „Ég ætla að ná henni aftur, hvað sem það
kostar!"
Gamla konan hætti að gráta og sagði æst: „Þú ferð ekki
fet! Rauðeygði skrattinn hefur stolið mörgum stúlkum, en
engin þeirra hefur nokkru sinni komið heim aftur. Þú fórnar
l'fi þínu til einskis."
Meðan Shih Tun studdi gömlu konuna inn, sagði hann
ekki orð, en um leið og hún var lögst fyrir, sagði hann:
■>Ég ætla að finna hana, móðir góð.“
Gamla konan sá, að það var ekki til neins fyrir hana að
reyna að telja hann á að vera kyrran, og því sagði hún:
■>Þú ferð þó ekki tómhentur. Taktu rýtinginn þann arna
með þér.“
Hún rétti fram rýting, og Shih Tun stökk á bak öðrum
hestinum og þaut í áttina til fjallsins mikla.
Nú höfðu orð gömlu konunnar rætzt, rauðeygði púkinn
var búinn að taka Jaða-blóm og fara með hana upp á
fjallið, þar sem lindin rauða spratt fram. En góða, gamla
konan hafði gefið honum rýting til þess að verja sig með,
°9 Þá er að halda áfram sögunni:
Shih Tun var mjög óþolinmóður, eins og geta má nærri.
Hann hrópaði á hestinn og sagði: „Stökktu yfir gilið, hest-
ur.“ Hesturinn stökk eins og elding yfir gilið. Þá sagði
hann: „Hlauptu upp hlíðina, hestur." Og hesturinn hljóp
upp hlíðina.
Þegar dagaði, var Shih Tun kominn að stóra fjallinu. Það
var stórt, skógi vaxið og gilin mörg. Shih Tun gekk um allt
fjallið, en hvergi fann hann rauðu lindina. Tárin streymdu
niður andlit hans.
Hann starði á fjallið og óskaði þess heitt og innilega,
að hann vissi, hvert rauðeygði púkinn hefði farið með
Jaða-blóm. Hann kleif upp á tind fjallsins og hugleiddi,
hvað hann mundi gera, ef hann sæi rauðeygða púkann og
Jaða-blóm á þessari stundu.
Hann þerraði af sér tárin og sagði við hestinn sinn: „Ég
verð að finna Jaða-blóm, þótt ég neyðist til að sigra hvert
fjall heimsins. Finndu nú fyrir mig fjarlægasta og stærsta
fjallið."
Hesturinn spratt af stað. Hann stökk yfir gil, hann hljóp
inn í hella og ólmaðist upp hlíðarnar, auk þess sem hann
rann niður óteljandi skriður. Shih Tun hélt aldrei aftur af
hestinum, þótt förin virtist hættuleg á stundum. Fjallstindur
á fjallstind ofan, en aldrei fann hann þó hæsta tindinn.
Rauðeygði púkinn hafði falið Jaða-blóm í helli hálfa leið
upp í hlíðar hæsta fjallsins. Hellirinn var skreyttur lands-
lagsmyndum, sem málaðar voru á silki. Á rúminu var silki-
dýna og silkisæng. Rauðeygði árinn breytti sér og tók á
sig líki vel menntaðs manns og sagði brosandi við Jaða-
blóm: „Þú hefur dreypt á vatninu ( lindinni minni rauðu og
verður því konan min. Gleymdu eiginmanni þinum fyrrver-
andi, sem kæmist aldrei hingað, þótt hann hefði sex hend-
ur og væri þrfhöfðaður þurs."
Þegar Jaða-blóm heyrði rödd púkans, titraðl hún af
reiði. Hún var lokuð innl f helli og heyrðl ekki andvörp
vindsins né tist fuglanna, en hún var samt sannfærð um,
að Shih Tun væri að leita hennar. Hún vissi, að hann felldi
tár hennar vegna, og þvl rótti hún úr sér og sagði: „Ég
hef bergt af vatni lindarinnar rauðu, en eiginkona þín verð
ég aldrei."