Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1974, Qupperneq 52

Æskan - 01.05.1974, Qupperneq 52
FRA UNGLINGAREGLUNNI I Ræða flutt í Borgarbíói á Akureyri á samkomu unglinga I tilefni af 90 ára afmæli Góðtemplarareglunnar á íslandi [ janúar 1974. Kæru börn og fullorðnir! Eigum við ekki að segja, að þetta sé hugleiðing um stöðu okkar allra. Hvernig við getum unnið saman. Hvernig við getum hugsað saman. Hvernig við getum breytt heiminum, breytt honum í fegurri og betri heim. Gæzlumaður barnastúku hafði verið að segja krökkunum [ stúkunni frá skaðsemi reykinga. Hann hafði látið þau hafa stórt, rautt blað frá Krabbameinsfélaginu. Hann hafði Kkt sýnt þeim kvikmynd frá sama félagsskap. Þessi kvik- mynd var þannig, að það var hægt að sýna hana á hvaða vegg sem vera skal. Það eina, sem þurfti að gera, var að styðja á einn hnapp. Gæzlumaðurjnn tók vélina heim með sér. Hann þurfti ekki að skila kvikmyndinni fyrr en eftir nokkra daga. Strákunum hans fannst gaman að sjá kvik- myndina aftur og aftur. Það var tilbreyting að hpfa kvik- myndavél með tali og tónum inni ( stofu. Þegar máltlð var ( miðjum kliðum einn daginn, hætti sá yngri, sem var fimm ára, skyndilega að tyggja kjötið. — Er eitthvað að þér, Nonni minn? sagði mamman. — Nei, nei, hann var bara að hugsa. — Heyrðu, sagði hann eftir stutta stund. Af hverju reyk- ir þú, mamma? — Ég veit það ekki, Nonni minn. Ætli mér þyki það ekki gott eins og þér þykir sælgæti gott. — En maðurinn i kvikmyndinni segir, að sigarettur séu hættulegar, sagði Nonni. Og nú kom sá eidri hinum yngri til hjálpar. — Já, hann segir, að menn geti dáið, ef þeir reykja of mikið. — Sagði hann það, sagði mamman. — Já, hann sagði það, sagði sá eldri. — Þú mátt ekki deyja frá okkur, sagði sá yngri, og það var ekki laust við að tár kæmu ( augun. Pabbinn labbaði inn i stofu að lesa biöðin. Þessi pródik- un var miklu áhrifameiri en þótt hann eða einhverjir aðrir hefðu sagt eitthvað svipað við mömmuna. — Það er á þennan hátt, sem þið getið skapað betri heim. Nú er ég ekki með þessu dæmi að segja, að þið, hinir ungu, hafið alltaf á réttu að standa, síður en svo. Hver man ekki eftir meðal ykkar að hafa neitað að sendast fyrir mömmuna sína, ellegar reitt pabba sinn til reiði með þvi að óhlýðnast honum eða gleymt að læra undir skólann? Það er lika fjarri mér að álykta, að barnastúka ein sér geti unnið kraftaverk né að fólagi í henni eigi að hreykja sér yfir aðra, segjandi eitthvað á þessa leið: Ég er betri en hann Pétur. Hann er ekki i stúku eins og ég. Dramb er falli næst. Hins vegar verður þvi ekki á móti mælt, að i barnastúku eiga unglingar að temja sér siðprýði og hrekk- leysi í framkomu og þar læra börn að koma fram, lesa upp, fara með leikrit, skemmta sér á heilbrigðan hátt. Ég vil enda þessi orð til ykkar, ungu félagar, með þeirri ósk, að þið verðið áfram bindindisfólk og stuðlið á þann hátt að heilbrigðara og réttlátara þjóðfélagi. Það er enginn vafi að bindindishreyfingin lék mjög þýð- ingarmikið hlutverk I sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar hór fyrr á öldinni, miklu þýðingarmeira heldur en almennt hef- ur verið álitið og viðurkennt. Það voru Fjölnismenn, sem stofnuðu fyrsta bindindisfólagið, og það var einn af skel- eggustu baráttumönnum templara, Björn Jónsson, sem var ráðherra, þegar bindindishreyfingin vann sinn mesta sigur. Fátt er eins sorglegt eins og að sjá ungt og glæsilegt fólk rænulaust af áfengis- og annarri eiturneyzlu. Nú er svo komið i okkar þjóðfélagi, að margir óttast, að ekki verði hægt að minnast 11 hundruð ára íslandsbyggð- ar á þessu ári vegna þess að þá muni allt ganga úr skorðum vegna ofdrykkju og skrílsláta. Það er þvi ekki lítið hlutverk, sem ykkar biður, unga bindindisfólk. Ykkar hlutverk á að vera að bera fána bindindishreyfingarinnar fram til sigurs. , Þá mun enginn kviða þjóðhátiðarhaldi á islandi. Lifi frjálst island. Lifi bindindishreyfingin á fslandi. Hilmar Jónsson stórgæzlumaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.