Æskan - 01.05.1974, Qupperneq 55
Forvitna
ýsan
inu sinni var ofurlítil ýsa. Hún
synti frjáls og glöð í bláum
sjónum og lék sér við hina fiskana.
Stundum komu stórir fiskar og ætluðu
að gleypa Ýsu, en þá tók hún sprett
°9 synti burt eins og örskot, og stóru
fiskarnir góndu á eftir henni með opið
ginið.
Ýsan litla átti hvorki pabba né
'hömmu. Fiskarnir eru svo skeytingar-
lausir um börnin sín, að þau þekkja
ekki einu sinni foreldra sína. Hrognin
breytast í örlitla fiska, og þeir verða
að sjá um sig sjálfir.
En Ýsa litla var ekkert einmana. Það
var fjöldi fiska í kringum hana: Lúðan,
sildin, þorskurinn, rauðmaginn og marg-
lr fleiri. Þetta voru kunningjar hennar,
°9 Þeim datt ekki i þug að éta hana, því
að þau voru barngóð og höfðu gaman
af. hvað hún var kát.
Einn góðan veðurdag sagði lúðan
við hana: „Það er hættulegt að vera
svona forvitin, eins og þú ert. Ef þú
gætir ekki að þér, lýkur með því, að
Þú gleypir öngul og verður dregin á
snæri upp á land. Þar getur þú ekki
synt og ekki einu sinni andað. Og þar
eru landfiskar, sem ganga á tveimur
fótum, stórir og illilegir, og sækjast
eftir að éta okkur."
„Hvað heita þessir landfiskar?" spurði
Ýsa litla.
„Þeir eru kallaðir rnenn," sagði sú
gamla.
..Mig langar samt til að sjá þá,“ sagði
Ýsa.
„Varaðu þig,“ sagði lúðan og reisti
uggana. Rauðmaginn sagði blátt áfram:
„t’að ætti að flengja hana.“
Ýsa litla varð logandi hrædd og synti
ira þeim, þar til hún var komin upp að
•andsteinunum. Þar hitti hún heldur
ófrýnilegan krabba.
„Hefur þú nokkurn tíma komið á
land?" spurði Ýsa litla með hálfum
huga.
„O, það held ég nú,‘“ sagði krabb-
inn og ranghvolfdi augunum, „ég missti
þar eina klóna, en það er að vaxa ný,
sem betur fer.“
„Það hefði nú verið skemmtilegra
að hafa enga kló. Hún er ekki svo fal-
leg,“ sagði Ýsa.
„En ég get krækt í þig með henni,"
sagði krabbinn.
Þá varð Ýsa svo hrædd, að hún flýði
eins og örskot og rak sig á bryggju-
stólpa. Ýsa hafði aldrei séð svona stólpa
í sjónum, og þeir voru þarna margir.
Hún sá þak fyrir ofan sig og varð ákaf-
lega forvitin.
Þegar hún hafði synt kringum stólp-
ana góða stund, sá hún eitthvað glitra
í sjónum. Það var langt og mjótt og
eitthvað sprikiaði á endanum á því.
Ýsa hélt, að það væri ætilegt og beit
í það, en þá festist hún og var dregin
upp úr sjónum, hvernig sem hún ham-
aðist.
Garðar litli sat á bryggjunni. Það
hafði aldrei bitið fiskur á öngulinn hans,
og hann varð bæði hissa og glaður.
Hann tók Ýsu með báðum höndum, þvi
að hann var svo hræddur um, að hún
slyppi. En hún gat ekki sloppið, vesling-
urinn, því að hún var föst á önglinum.
„Ég er fegin, að ég fékk að sjá,
hvernig landfiskarnir líta út, þó að það
kosti mig lífið,“ sagði Ýsa litla við
sjálfa sig, því að hún var svo forvitin.
Ýsa litla átti fjarskalega bágt með
að anda, og Garðar vorkenndi henni.
Hann sagði við hana: „Ég skal ekki
drepa þig, fiskur minn. Ég ætla að láta
vatn í skál og hafa þig þar. Þú getur
þá leikið þér eins og þú vilt.“
Hann losaði Ýsu ákaflega varlega af
önglinum, og það var sárt.
Garðar vissi ekki, hvernig hann ætti
að ná sér nógu fljótt í ílát. Hann tók
af sér skóinn, fyllti hann af sjó og lét
Ýsu í skóinn. Það var lítið gaman að
synda þar. Það var varla hægt að snúa
sér við.
Garðar labbaði kátur heimleiðis, ber-
fættur á öðrum fæti. Hann var búinn
að vera lengi að heiman, svo að mamma
hans var orðin hrædd. Kristin systir
hans kom á móti honum og var ekki
blíð á manninn.
„Ertu vitlaus, Garðar. Hvar hefurðu
týnt skónum?" kallaði hún byrst. En
þegar hún sá Ýsu í skónum, rann henni
reiðin og hún hjálpaði Garðari til að
bæta vatni í skóinn. Svo fóru þau
heim og létu Ýsu í skál með vatni. Þar
gat hún synt, en það var ósköp þreyt-
andi. Hún þurfti alltaf að hringsnúast.
Það var sorg og söknuður á sjávar-
botni, því að það hafði frétzt, að Ýsa
litla hafði fest sig á öngli og verið
dregin upp á þurrt land.
Fiskarnir grétu. Tárin stigu upp á
sjávarborðið og litu út eins og loftbólur,
þegar steini er kastað í vatn.
Lúðan, sildin, þorskurinn og rauð-
maginn syntu öll upp í flæðarmál til að
sjá staðinn, þar sem óhappið vildi til.
Það flaut krossfiskur í flæðarmálinu.
Þegar hann sá, hvað lúðan grét, gaf
hann sig á tal við hana. Og hann sagði
lúðunni, að Ýsa litla væri ekki dauð,
heldur hefði landfiskur, sem héti Garð-
ar, veitt hana og borið hana heim f
skónum sínum.
„Mig langar til að blta hann,“ sagði
lúðan.
„Það væri ekki fallegt af þér að bita
hann Garðar. Hann kvelur aldrei dýr,
sem eru minni máttar."
„En getum við ekki frelsað hana
Ýsu?“ spurði lúðan.
„Farðu hérna út að skerinu. Þar er
stödd skata, sem ég þekki. Hún er svo
göldrótt, að hún gæti látið ykkur ganga
á þurru landi og anda lofti með tálkn-
unum. Það getur hún."
Fiskarnir syntu með miklum sporða-
slætti út að skerinu. Þar var göldrótta
skatan og fiskarnir fóru að bera upp
53