Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1974, Síða 62

Æskan - 01.05.1974, Síða 62
M hafði sektað hann, en þetta hafði engin áhrif á Gunnar. Bíllinn var ekki af honum tekinn, þótt hann væri hættu- legur sér og öðrum í umferðinni. Jói fór að reyna að leika ýmsar kúnstir á reiðhjóli sfnu, til að vekja eftirtekt á sér eins og Gunnar gerði. Þröstur hafði oft reynt að fá hann ofan af alls konar glannatiltækjum á hjólinu og benti honum á, hve hættulegt það væri að fara ekki eftir settum reglum í umferðinni. Jói sagði Þresti að hann væri hræðslupúki, og stundum fylgdu fleiri gremjuyrði með. Svo skeði það einn sunnudagsmorgun, að Þröstur var staddur við gatnamót [ kaupstaðnum, þar sem blindhorn voru af steingörðum kringum húsalóðirnar, sem að þeim lágu, og auk þess voru há tré, sem skyggðu á. Þá sá Þröstur, hvar Jói kom á reiðhjólinu sínu á talsvert mikilli ferð. Hann hafði spennt greipar aftur fyrir hnakkann og lét hjólið rása mjög á götunni og stjómaði þvi með því að halla sér til og frá I sætinu. Þröstur vonaði að Jói drægi úr hraða hjólsins, er hann nálgaðist gatnamótin, sem voru hættuleg, en sá sér til skelfingar, að hann gerði það ekki. Þröstur fór þá að huga að því, hvort umferð nálgaðist ekki á hægri hönd Jóa, og sá þá hvar Gunnar kom brunandi á tryllitækinu sínu og átti eftir skammt að gatnamótunum. Þröstur hrópaði til Jóa um hættuna, en annað hvort heyrði hann ekki tii hans eða sinnti þvf ekki og færði ekkl hend- urnar á stýrið. Þröstur sá farartækin nálgast og sá að vinur hans mundi lenda þvert fyrir bifreiðinni. Jói leit ekki tii hægri né vinstri og dró ekki úr hraðanum á hjólinu og það gerði Gunnar ekki heldur. Þröstur reyndi einnig að veifa og kalla til hans, en það bar ekki árangur. Rétt í því augnabliki er farartækin voru að mætast, skauzt Þröstur eins og ör út á götuna og náði taki aftan í Jóa og kippti honum aftur af hjólinu, sem á sama augnabliki lenti fyrir framenda bifreiðarinnar og hvarf undir hana á svip- stundu. Hjólið kom eitthvað við fætur Jóa um leið og bifreiðin skall á þvi, og við það kútveltust þeir vinirnir eftir götunni. Þeir hlutu þó ekki nema skrámur og skemmdir á fötum. Gunnar hafði ekki séð reiðhjólið eða til ferða Jóa, fyrr en á því augnabliki, sem bifreiðin skall á því. Hann varð skelfingu lostinn og gleymdi að hemla og bifreiðin rann yfir gatnamótin og þar missti hann algjörlega stjórn á henni, og er hann sá að hún stefndi á húsvegg, steig hann fyrst á hemlana, en þá voru þeir engir á bifreiðinni, og engum tbgum skipti, að hann lenti með höfuðið á framrúðunni, um leið og bifreiðin skall á húsveggnum. Þröstur og Jói voru að rísa á fætur, er bíllinn lenti á húsinu. Jói var háskælandi og skalf eins og lauf í vindi, og það var ekki „köld" hetja, sem horfði á slitrin af reiðhjóii sínu á gatnamótunum. Þröstur hélt utan um Jóa og reyndi að hugga hann á leiðinni að bifreið Gunnars, sem bar það 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.