Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1974, Page 63

Æskan - 01.05.1974, Page 63
með sér, að henni yrði ekki ekið oftar. Gunnar var að skreið- ast út úr brakinu, er þeir komu að. Það blæddi úr áverka, sem hann var með ofarlega á enninu, að öðru leyti var hann ekki meiddur, en hafði þó fengið högg á brjóstið. Þarna var ekki heldur nein „köld“ hetja. Hann var gráti n®st, er hann leit á járnadraslið, sem hann var að koma út úr og |á við húsvegginn. Er mest reið á, hafði hann brugð- 'zti fátið rændi hann allri hugsun, er á hættuaugnablikið kom. Hann var samnefnari fyrir alla glanna í umferðinni, hinar yfirspenntu taugar iétu sig, er þær þurftu að vera í lagi. t-ögreglan kom á staðinn og flutti Gunnar til læknis og skrifaði skýrslu um atburðinn. Þresti gekk illa að sofna um kvöldið, er hann fór að hugsa um það sem gerðist og leiddi hugann að því, hvað hefði orðið um Jóa, vin hans, ef honum hefði ekki tekizt að bjarga honum í tíma. Hetjudáð hins hægláta drengs barst um bæinn. Prestur- inn, sem var mikill umbótamaður og drengur góður, gerði sér ferð heim til Þrastar daginn eftir. Á leiðinni þangað rifjuðust upp slys, .sem höfðu orðið á undanförnum árum. Hann mundi eftir unga manninum, sem var þriggja barna faðir og var að byggja yfir fjölskyldu sína, er hann lenti [ érekstri við drukkinn ökuglanna og slasaðist það mikið, að hann þurfti að liggja marga mánuði á sjúkrahúsi, og var svo örkumla maður upp frá því. i einu vetfangi höfðu framtiðar- úraumar þessarar fjölsky!du,dáið. Hann mundi eftir efni- ♦------------------------------------------------------------- iega íþróttamanninum, sem svo miklar vonir voru bundnar við, sem í blóma lífs síns meiddist svo alvarlega í bif- reiðarsiysi, að hann varð ekki fullvinnufær eftir, og allir afrekadraumar dánir. Þá var ekki sízt skýr f hliga hans unga, fallega stúlkan, 16 ára, einkabarn foreldra sinna, sem beið bana í bílveltu, er hún var á leið af dansleik úti í sveit- inni. Ungi maðuririn, sem ók henni og fleiri jafnöldum henn- ar, ók of hratt á beygju og missti stjórn á bílnum í bindi- efnalausri mölinni, sem lá í görðum á veginum. Hann mundi líka eftir efnilega þriggja ára snáðanum, sem var að leika sér eftiriitslaust á einni aðalgötunni í bæn- um og skauzt út á milli bíla og varð fyrir bifreið og beið samstundis bana. Þessi slys og önnur I kaupstaðnum, skildu eftir sig ólæknandi andleg sár hjá þeim, sem slysunum voru tengd- ir, röskun á högum, áætlunum og framtíðardraumum. Það verður eitthvað að gera, sagði presturinn við sjálfan sig, meira en að fjasa um það, sem fyrir kemur, rétt meðan því er slegið upp í fjölmiðlum, sem stundum er gert á þann hátt, að þeim er gleymt, sem sárast eiga um að binda. Presturinn ræddi lengi við Þröst, og hlýjan frá honum þurrkaði út feimnina. Upp úr þessu samtali var stofnuð unglingadeild í Fögruvík. Þar stóð Þröstur, sem bjargaði lífi vinar síns, fyrst í ræðustóli. Þessir unglingar fluttu um- ferðarmálin til umræðu inn á hvert heimili. Ungmennin voru full af þrótti og vantaði áhugamál til að berjast fyrir í frí- stundum sínum. Er þessi þróttmikla ungmennasveit var í vafa um eitthvað í starfi sínu, var nefnd send á lögreglustöðina í bænum, og þar var þeim tekið tveim höndum og hlustað á tillögur, sem þau höfðu fram að færa, og oft voru ’skynsamlegar og vel hugsaðar. Auk þessarar ötulu sveitar, minntist presturinn á það úr stólnum, að allir yrðu að halda vöku sinni í þessum málum og muna eftir systrunum þremur, kurteisi, varúð og tillits- semi, þá mundi flestum vel farnast í umferðinni. Þá tóku og formenn og stjórnir allra félaga ( Fögruvík, en þau voru mörg, umræður um umferðarmál á dagskrá i félögunum, og af þessu leiddi, að umferðarslysum var útrýmt, ásamt mörg- um vandræðum öðrum i Fögruvík. Kristmundur J. Sigurðsson. -------------------------------------------------------+ Fróðleg og hressandi skemmtun Sá staður, sem börnunum í Kharkov finnst skemmtilegast að leika sér og skemmta, er Gorky-garðurinn, 140 hektara skóglendi með kastaníutrjám, birki og espitrjám. Daglega eyða 5000—7000 unglingar tómstundum sínum í garðinum, þar sem þeir hafa til sinna umráða „borg“ með ýmsum skemmtiatriðum, hringekjum o. fl. Unglingarnir geta sótt bókasafn, stjörnuathugunarstöð og íþróttavelli. Barna- myndir eru sýndar í Maljútka-kvikmyndahúsinu. Þarna starfa ýmsir klúbbar fyrir þá, sem vilja leggja stund á málaralist, tréskurð eða hagnýtar listir. í garðinum er járnbraut, þar sem börnin stjórna öllu. Þar starfar brunalið barna og þau stjórna brunabilunum sjáif. í smíðaklúbbunum geta ungling- arnir búið til allt, sem nöfnum tjáir að nefna, allt frá leik- fangahúsi og upp í módel af eldflaug. Börnin aðstoða einnig við að gæta gróðursins. 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.