Æskan - 01.05.1974, Page 74
5KÁTI. MUNDU EFTIR BROSINU - ÞAÐ LEYSIR MARGAN VANDANN
BROS OG HLÝLEGT VIÐMÓT ER SJÁLFSAGT Á SKÁTAMÓTUM
Skáti, mundu eftir tjaldskoðuninni — já, og verðlaununum
fyrir snyrtilegustu tjaldbúðirnar.
Þegar heim kemur, þá hættið ekki að taka til, heldur færið til-
tektina yfir á herbergið ykkar, og biðjið svo mömmu að hafa
„tjaldskoðun". Þá verður að muna eftir því, að í staðinn fyrir þak-
pokann kemur skápur og skúffur í herberginu.
Það má ekki henda rusli í tjöldin og á svæðið — eins má ekki
henda rusli á gólfið heima hjá sór, eða á lóðina, garðinn eða
götuna, og ekki heldur út um bílglugga.
Ég mætti unglingi á götu um daginn. Hann tók karamellu upp úr
vasa sínum, tók bréfið utan af henni, henti því á götuna og stakk
upp í sig karamellunni. Hefði hann nú gert þetta öfugt, þá hefði
hann kannski tekið eftir því, hvað hann var að gera. Það er orð-
inn svo mikill ávani að fleygja frá sér á götuna, að fólk tekur
ekki eftir því. Meðfram gangstóttum flóir af alls konar drasli —
aþpelsínuhýði, eplakjörnum — banan'ahýði — bréfarusli — mjólk-
urhyrnum af ýmsum stærðum. Er ekki hægt að fara að gera her-
ferð gegn þessum ófögnuði?
Vilja lesendur Skátaopnunnar byrja? Skátar og ekki skátar —
við skulum efna til samvinnu.
Þetta verða þá aðallega þrír þættir:
1. Hætta að fleygja frá sér rusli — stinga því á sig og J.
því í ruslafötuna heima, ef engin ruslafata verður á v
manns.
2. Raka eða sópa fyrir framan sín heimkynni — gangstétti ■
garðinn, götuna. Ef hver og einn heldur hreinu fyrir sínu
eigin dyrum, mun ástandið stórbatna strax. .
3. í hverfunum og þar, sem enginn býr, geta krakkar tékið
saman og hreinsað.
Ég skora á ykkur, krakkar — stóra og smáa — í byggð og
út um allt land. Hefjið herferð gegn öllu þessu rusli, sem ópnf
landið okkar — bæinn okkar — sveitina okkar.
Allt sópað og hreint á þjóðhátíðinni. Af stað nú. Sendið ^
mynd og smálinu — þá getum við kannski birt „Fegrunaropojj^
í Skátaopnunni í haust eða vetur. Ef til vill getur einhver <un
upp á snjöllu nafni á herferðinni?
Bezta kveðja til allra, sem vilja taka þátt i starfinu.
H. T.
72