Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1974, Blaðsíða 77

Æskan - 01.05.1974, Blaðsíða 77
Hvafl er teðundasöfnun? v '*r> s®ni i alvöru fást eitt- Va við frimerkjasöfnun, kom- s Hjótt að raun um, að ó- erningur er og öllum ofviða lfi !Sfna frílnerkjum frá öllum e n 11111 heims. Að visu gæti sl'k V ^eppnazf ná saman he' U Safni* sem hniln mætti al- ba'Irissafn> en hætt er við, að Lö ,fr'5* ilvorki fugl né fiskur. I84n *n 6rU morg> og siðan ba er fyrsta frimerkið sá -- Uós, hafa tugir þiis- jnn 3 merkja flætt yfir heim- horf ”Frimerkjalönd“ hafa Ur' '® af sjónarsviðinu og önn- af U;v komið i staðinn, og allt- mefkT f.t,bæta3t við “* og n* ar > liklega daglega eða oft- Sa[i|estir snúa sér að þvi að ]a a frinierkjum sins eigin gr S °g e’ t- v- nokkrum ná- j^^nalöndum eftir atvikum. þvfSa tegnnd söfnunar mætti ],( * kaila svæðasöfnun eða frá aS°tnun til aðgreiningar n-, »mótiv“-söfnun eða teg- ^dasöfnun. UnífVað er hún þá, þessi teg- hu' Sofnun? Við skulum at- stó ^ °g fletta blöðum i hinum frimerkjaverðlistum, sem kej *r. kverjir ná yfir öll lönd gra S'nS' f>ar kennir margra er fa' Bto- merkin — flest þau ek^j0íllu dt á 19. öld, — eru »mikið fvrir augað“ s< f r®gir menn og þjóðhöfð- •ngjar---Gandhi, 1969. kallað er. Flest þeirra eru að- eins með verðgildið sem aðal- mynd eða þá með mynd af þjóðhöfðingja viðkomandi út- gáfulands. Á árunum milli heimsstyrj- aldanna verður mikil breyting á þessu. Póststjórnir hinna ýmsu landa taka nú I rikari mæli upp þann hátt að nota þessa viðförlu miða, frímerkin, sem auglýsingatæki, og þá oft- ast til landkynningar. Þá fer tegundasöfnunin að skjóta upp kollinum meðal frimerkjasafn- ara. Menn taka að safna sér- stökum tegundum merkja, án tillits til þess frá hvaða landi þau eru. Tegundirnar, „mótív- in“, eru margar og mismun- andi i frimerkjaheiminum, svo sem að likum lætur. Verða hér á eftir taldar upp örfáar teg- undir sem dæmi. Samgöngutæki: Margir teg- undasafnarar aðhyllast sam- göngutæki, og er þar úr nógu að moða: skip, jámbrautir, flugvélar, bifreiðir o. fl. Atvinnuvegir: Mjög mörg fri- merki má finna frá ýmsum þjóðlöndum með þessu mótivi, fiskveiðum, akuryrkju, iðnaði alls konar o. fl. TrúarbrögS: Mikið er til af frímerkjum með myndum úr þessum flokki tegundasöfnun- ar. Tökum sem dæmi bæn krist- inna manna, „Faðir vor“. — Hægt mun vera að finna fri- merki, sem eiga við hverja einstaka setningu i bæninni. Frægir menn, þjóðhöfðingj- ar: Nær allar þjóðir hafa gef- ið út merki af þessari tegund, svo að þar er um auðugan garð að gresja. (Til eru frimerkja- lönd, sem ekki vilja hafa mannamyndir ú frímerkjum sinum, t. d. Pakistan.) íþróttlr: Tala iþróttafri- merkja i heiminum er há, og munar þar mest um Ólymplu- merkin, sem venjulega koma út i mörgum löndum á fjögurra ára fresti. Eins og gefur að skilja þurfa tegundasafnarar að nota rúðu- strikuð eða auð blöð undir safn sitt, og reynir þá á hyggjuvit og hugkvæmni við uppsetningu merkjanna. Safnarinn skrifar skýringar sinar inn á milli merkjanna eða vélritar þær. Þurfa þær að vera stuttar og gagnorðar. Tegundasöfn geta verið hrein Ustaverk og hafa tíðum vakið mikla athygli á frimerkjasýn- ingum. í þessum þætti skulum við litillega ræða um síðara merkið i Þjóðminjasafnssettinu, en það er brúnt og grænt, og að verð- gildi kr. 5,50. — Útgáfudagur er 20. febrúar árið 1963. Upplag mun vera 1 millj. og tökkun 12. Um fyrra merkið I þessu setti höfum við rætt áður, en það ber mynd Sigurðar Guðmundssonar málara. Þetta merki er með mynd af fornum útskurði og er „mótivið" tekið af hinni frægu kirkjuhurð frá Valþjófs- stað i Fljótsdal. Þessi hurð er nú i Þjóðminjasafni íslands og verður hún fyrir manni á hægri hönd, strax og komið er inn um dyr safnsins. Hurð þessi er 206,5 cm á hæð og er sett saman úr þremur vænum borð- um með nót og fjöður. Hún mun vera úr barrviði og þótt hún sé mjög gömul, eða frá þvi um 1200 e. Kr„ er hún furðu lítið veðruð, enda mun hún hafa lengstum verið fyrir innri kirkjudyrum, þ. e. a. s. for- kirkja hefur verið á Valþjófs- stað. Siðustu ár sin sem kirkju- hurð, mun hún þó hafa verið fyrir forkirkju. — Valþjófsstaðahurðin var flutt til Danmerkur um 1852, en var send hingað aftur sem gjöf 1930. Hurðar þessarar er fyrst getið i visitazíu Brynjólfs bisk- ups Sveinssonar 1641, en eins og fyrr segir er hún miklu eldri. Talið er, að á miðöldum hafi verið stafakirkja, án svala- gangs, á Valþjófsstað, og hafi þá hurðin verið einiun þriðja hærri en hún er nú. Dyrnar hafa verið lækkaðar með nýrri kirkjubyggingu löngu eftir siðaskipti. Framan á hurðinni eru tveir kringlóttir reitir, mjög útskorn- ir, 97 cm í þvermál. — Þessi myndskurður sýnir i nokkrum myndatriðum gamla riddara- sögu frá miðöldum. — Efni hennar er það, að riddari bjarg- ar ljóni úr klóm flugdreka. Leggur hann sverði sínu gegn- um drekann. Siðan fylgir ljón- ið riddaranum eins og tryggur hundur og leggst að lokum syrgjandi á gröf hans. Ævin- týri þetta er m. a. þekkt úr Þiðreks sögu af Bern og raun- ar i fleiri riddarasögum. — Eru þrjú stig sögunnar, hið fyrsta á neðri helmingi efri kringl- unnar og er það einmitt það atriði, sem sést á frimerkinu. Annað atriðið er að ofan til vinstri, en það þriðja að ofan til hægri. Kringlan á neðri helmingi hurðarinnar er einnig mjög útskorin í sama stíl, en þar sést drekinn margslunginn og ferlegur. — Á miðri hurð, á milli kringlanna, er festur stór járnhringur með ágreyptu silfurskrautverki. Öll er hurð þessi hinn myndarlegasti og merkasti forngripur, en stærð- arinnar vegna hefur ekki verið kleift að hafa mynd af henni allri á frímerkinu. Nánar er hægt að lesa um þennan forn- grip og aðra fleiri i bókinni „100 ár i Þjóðminjasafni", sem hér hefur verið stuðzt við. G. H. Frímerki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.