Æskan - 01.05.1974, Qupperneq 96
Parls er höfuðborg Frakklands og stendur á bökkum
árinnar Signu. Á milli Parísar og Lundúna eru um 385 km
miðað við loftlínu.
Parls er stór borg og þekur um 104 ferkm. Samt er París
ekki mjög stór, ef miðað er við Stór-London, en með öllum
útborgum þekur London um 1600 ferkílómetra.
I París eru 32 brýr yfir Signu, borgin er byggð á nokkrum
hæðum, og vlða er þar fagurt útsýni. Upphaflega var Parls
byggð á eyju, sem er ( Signu. Þarna í gömlu París standa
ennþá tvær fornar byggingar í gotneskum stíl.
Önnur af þessum fornu byggingum er Notre Dame dóm-
kirkjan. Notre Dame kirkjan var lengi í byggingu eða frá
1200 og fram undir 1300. Nafnið á kirkjunni Notre Dame
þýðir Vorrar frúar kirkja, það er að segja kirkja Maríu
meyjar. Hliðin, sem snýr að Signu, er 119 m, og kirkjan
hefur tvo aðalturna, 69 m háa.
Glermálverkin I gluggum kirkjunnar eru heimsfræg fyrir
fegurð. Turnspíran, sem rís upp úr miðju kirkjunnar, er 96
m há. Gamla byggingin hin, sem stendur á eyjunni f Signu,
er Hin heilaga kapella. Talið er, að hún sé reist á árunum
1246—1248. Kapella þessi var byggð yfir helgimyndir, sem
Parísarborg átti og það var heilt safn. Arkitektinn, sem
reisti kapeliuna, er talinn hafa verið Pierre de Monterau.
Það er vitað um frægan arkitekt með því nafni á þessum
timum.
París hefur frá fornu fari verið vel þekkt á (slandi vegna
þess, að þar lærði Sæmundur fróði frá Odda i mörg ár.
Tveir þriðju hlutar Parísarborgar standa á norðurbakka
Signu, og þar eru tveir almenningsgarðar, Bologneskógur-
inn og Vincemesskógur.
I austurhluta Parísar er Montmartre, gamalt og frægt
Óperuhöllin I París.
Notre Dame kirkjan, hliðin, sem snýr að ánni Signu.
hverfi. f vesturhluta borgarinnar er aðal verzlunarhverfið.
þar er markaðurinn frægi — Les Halles. Þar er einnig
Frakklandsbanki. Þarna eru margar frægar og gamlar verzl-
unargötur og einnig margar lúxusbúðir, þar sem ríka fólkið
kaupir föt sín. Þarna ríkir hin fræga Parísartízka.
f þessu hverfi er óperuhöllin. Hún er byggð á nítjándu öld
( sinni núverandi mynd. Þetta er risavaxið hús og þekur
rúma 13000 fermetra og tekur um 2200 gesti í sæti. Þessi
bygging þykir mjög fögur.
Fyrir framan höllina eru mörg fræg listaverk, flest högg-
myndir frá 19. öld. Þarna eru myndir, sem tákna danslistina,
hljómlistina, Ijóðlistina og leiklistina. Þarna eru styttur af
Bach, Haydn, Pergolesi og Cimarosa. f anddyri óperu-
hallarinnar eru brjóstmyndir af mörgum tónskáldum, þar á
meðal Mozart, Beethoven og Rossini.
Tvö eru þau mannvirki, sem allir ferðamenn, sem til
Parísar koma, telja sjálfsagt að skoða, það eru Sigurbóginn
og Eiffelturninn. Sigurboginn heitir fullu nafni Sigurbogi
stjarnanna.
Sigurboginn var reistur af Napoleon mikla, en hann lifð'
það ekki að sjá bogann fullgerðan. Lokið var við Sigurbog-
ann á dögum Loðvíks Filippusar. Sigurboginn er nær 50 m
á hæð og 45 m breiður. Fólk getur farið upp á þakið á
honum, og þaðan er mjög fagurt útsýni yfir Parísarborg-
Dyrum Sigurbogans var lokað 1871, þegar Þjóðverjar tóku
borgina, en hann var opnaður aftur, þegar Foch hershöfð-
ingi Frakka fór sigurgöngu með hermenn sína 1919.
Sigurboginn stendur við enda Champ Elyses götunnar,
sem er ein fegursta gata Parísarborgar.
Eiffelturninn var reistur af Gustave Eiffel vegna heims-
sýningar, sem haldin var i París 1889. Hann er 300 m á
hæð og er eingöngu byggður úr járni. Járnið, sem fór •
turninn, er 7300 tonn að þyngd. Ferðamenn venja mjög
komur sínar upp í turninn, og er farið í lyftum. Á rnörgum
hæðum turnsins eru veitingahús og minjagripaverzlanir.
Efsta hæðin er mjög skemmtilegt veitingahús með miklu
útsýni, en sjálf turnspíran og allra efsti hluti turnsins er
útvarpsstöð.
94