Æskan - 01.05.1974, Blaðsíða 98
GVENDUR GEISPI OG LAKI LATI
f SUMARLEYFI
ÞUMALFINGURINN
TEKINN AF
BeygSu báða þumalfingurna og legðu
þá saman eins og sýnt er á mynd I—II.
Svo skaltu fela „samskeytin“ með vísi-
fingri hægri handar. III. Snúðu siðan
höndunum að áhorfendum, færðu hægri
höndina út eftir vísifingri vinstri handar,
og svo sömu leið til baka. Þetta Iftur
út eins og fremsti liður vinstri þumal-
fingurs sé tekinn af og settur á að
nýju.
1. Það var einhverju sinni, að þeir Gvendur geispi og Láki lati tóku sér sumar-
frí. Fóru þeir fótgangandi eitthvað upp í sveit. Þeir komu að hárri girðingu, o9
féllu báðir — ekki aðeins fyrir freistingunni — heldur einnig, því er nú verr, inn
fyrir girðinguna, þegar Gvendur var að teygja sig eftir eplunum með Láka lafandi
i kjóllafinu.
3. Meðan þeir liggja þarna marflatir og eru að átta sig á því, hvort þeir hafi
rotazt við fallið, kemur maður æðandi að þeim ekki sem frýnilegastur á svipinn-
„Þjófar og bófar!" æpir hann, „þið skuluð fá að saga fyrir mig í eldinn.“ —- 4-
Þarna saga þeir svo og saga með sveittan skallan og eru báðir komnir að því að
gefa upp öndina, annar af leti en hinn af geispa. „Þetta minnir mig allt of mikið
á vinnu, karl minn," tautar Láki.
5. „Við skulum bara fara i verkfall, lasm^" segir Gvendur, sem löngum er úr-
ræða^óður. „Við skulum sýna Bárði bónda, hvort við stöndum ekki klárir af Því’
ef í það fer.“ „Já, stöndum klárir af trénu, karl rninn." — 6. Þegar Bárður bóndl
sér, hvar þeir standa og halla sér upp að tré, kemur hann óðara æðandi: „Þið eruð
þá að reyna að svíkjast um, óþokkarnir!" æpir hann. „Hættið samstundis a®
styðja tréð!“
BASNUU9IS ÆSEAN 75 ára