Æskan - 01.05.1974, Side 102
PRAKKARASTRIK
Peirce, skáld og listaraaður, var oft
undarlegur náungi. Hann bjó á gistihúsi
í París, og þvottakonan á því gistihúsi
gerðist honum handgengin og lagði slg
frara til að gera honum allt til hæfis og
ánægju. Honum fannst hann þurfa að
endurgjalda þennan vináttuvott. Hann
vissl, að frúin var dýravinur mikill, og
dag nokkurn kom hann heim með örlitla
skjaldböku og færði henni að gjöf. Hún
varð himinlifandi glöð og dvaldi við það
margar stundir að gæla við dýrið, hlynna
að því og gefa þvi. Upphaflega hafði
Peirce ekki ætlað sér að láta þetta mál
ganga neitt lengra, en svo fór sem fyrr,
að imyndunaraflið náði undirtökunum.
Fáeinum dögum eftir að hann færði
konunni upprunalegu gjöfina, skipti
hann á litlu skjaldbökunni og annarri
örlítið stærri. Daginn eftir hafði skjald-
bakan stækkað um tvo þumlunga í við-
bót. Frúin Ijómaði af gieðl. Dýrið þreifst
prýðilega undir mildum handarjaðri
hennar. Hún ræddi málið óaflátanlega
við alla, sem fengust til að Ijá henni
eyra. Skjaldbakan óx nú dag frá degi,
þar til frúin átti risastóra skjaldböku
og erfiða í umhirðu, næstum elns stóra
og nýfætt barn. Ennþá elskaði hún
skepnuna og dásamaði, hvernig hún
hefði vaxið undir umsjá hennar. En
ekki gat Peirce látið við svo búið
standa. Nú byrjaði hann að draga úr
stærð skjaldbökunnar dag frá degi.
Frúin gat vart á heilli sér tekið af
áhyggjum og vakti yfir skepnunnl um
nætur og vék tæpast frá henni nógu
lengl til þess að Peirce gætl sklpt og
laumað smærri skjaldböku ( staðinn.
Hún var næstum gengin af göflunum,
þegar Peirce fannst nóg komið og
sagði henni sannieikann f mállnu.
NYRZTA
HÖFUÐBORG
HEIMSINS
Reykjavík er nyrzta höfuðborg heims
og með hreinast andrúmsloft, enda er
hún fjölmennasta svæði veraldar, sem
hitað er upp með jarðhitaorku, þótt
hún telji aðeins um 100.000 íbúa — ef
Kópavogur og Seltjarnarnes eru talin
með.
GVENDUR GEISPI OG LAKI LATI
f SUMARLEYFI
1. Eftir að þeir Gvendur geispi og Láki lati höfðu staðið f biðröð allan laugar"
dagsmorguninn, tókst þeim að herja út hálfan annan metra af pylsum, og hlakkaði
’heldur en ekki í þeim görnin, er þeir héldu heimleiðis. — 2. Nú reið á að Þe,r
yrðu ekki sviknir um kolin, sem þeir höfðu pantað áður en þeir fóru að heiman,
því að þeir áttu ekki til kolamola í húsinu. Gvendur tók því það ráð að reyna að
koma upp suðunni f skaftpottinum við kertaljós.
t
P5
3. Það er ekki laust við að þetta sé þolinmæðisverk, og Gvendi greyinu er
farið að leiðast. En þá heyrir hann allt í einu að Láki æpir fyrir utan giuggann-
„Eldur! Eldur! Komdu fljótt með garðslönguna!" — 4.. Gvendur þeytir frá sér
pönnunni og þýtur út. „Hvar er kviknað í, lasm?“ spyr hann og er heldur fljé*'
mæltur. „Truflaðu mig ekki, karl minn,“ svarar Láki, „ég er að æfa aðaihlutverkið
í leikritinu „Þegar rassinn brann úr buxunum"."
Í2?
5. „Alltaf ertu sami sauðurinn," segir Gvendur fyrirlitlega, hleypur inn og ssekir
heljarmikinn doðrant um leiklist og fær Láka. „Hérna, lestu þetta, lasm," segir
hann, „og láttu það ekki hripa úr þér." — 6. „Ég skal nú sýna þér, hvernig ég lék
aðalhlutverkið í „Hefnd bakarans". Ég fer með atriðið, þar sem Bambolo kóngur
neitar að þiggja kórónuna, vegna þess að honum þótti hún ekki nógu skrautleg-
100