Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 20

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 20
götuna líka. Hann gekk út í umferðina, án þess að gæta að sér og stefndi í áttina til búðarinnar. Úti á miðri götu sá hann allt í einu í hvaða háska hann var staddur. Þarna komu sporvagnar sinn úr hvorri áttinni, bak við hann runnu bílar og fólk á reiðhjólum. Villi stóð kyrr eitt augnablik og hugsaði: ,,Ef ég feryfirsporin, þá get ég orðið á milli sporvagnanna."....Nei, ég sný við!“ sagði hann ákveðið við sjálfan sig. Þarna kemur hundur, alveg eins og sá, sem ég á útstoppaðan. En þessi bítur kannski? Nei, kemur þá ekki annar, eins stór og ég! Ó, ó, hann hefur svo stórt gin, að hann gæti étið mig. Nei, fer hann þá ekki að nasa að mér, kannski finnur hann á lyktinni, að ég er útlendingur, og við íslend- ingar vorum einu sinni víkingar; kannski lyktar það af okkur enn. Hugsa sér, ef hann skyldi langa í vík- ingakjöt! Lögregluþjónninn þarna á hestinum hefur stórt sverð, hann gæti hjálpað mér. . . En hann kallaði ekki á hann, heldur flýtti sér bara heim, og sagði ekki einu sinni mömmu sinni frá könnunarferðinni. Einn daginn fór Villi með járnbraut- arlest upp í sveit. Lest var það mest spennandi farartæki, sem hann hafði séð. Fyrsti vagninn heitir eimvagn og er svo sterkur, að hann getur dregið tíu og stundum fjórtán vagna á eftir sér, og hver þessara vagna er eins stór og strætisvagn heima á Islandi. Svona lest ætlaði Villi að búa til. í sumarhúsi frænku sinnar fann hann þykkan, ferhyrndan kubb, sem hann sagaði í smábita og skrúfaði króka og lykkjur á endana. Á eimvagninn setti hann reykháf og stýrishús. Hann lék sér lengi að þessu, svo fór hann með lestina niöur að sjó, og í sandinum byggði hann hafnir og skurði handa bátnum sínum, og lestarteinarnir gengu alveg ofan að bátabryggjunni. Hann var svolítið ragur við aö fara í sjóinn. Ég ætla ekki að elta fiska, bara vaða svolítið, hugsaði Villi. GRÆNT HÁR Það er kunnugt, að listamönnum er oft annt um að vekja á sér eftirtekt í klæðaburði. Þannig var til dæmis franska skáldið Baudelaire. Maxime du Camp, sem líka var rit- höfundur, sagði eftirfarandi sögu af honum. „Einu sinni kom Baudelaire inn til mín og hafði litað hár sitt grænt. Ég lét sem ég tæki ekki eftir því. Hann gekk fram fyrir spegilinn, skoðaði sig vandlega og gerði allt, sem hann gat til að vekja eftirtekt mína á sér. En þegar ekkert dugði, spurði hann að lokum: „Sérðu ekkert athugavert við mig?" ,,Nei,“ svaraði ég. „En sérðu ekki að ég hef grænt hár? Það er þó sjaldgæft, hefði ég haldið." „Síður en svo,“ svaraði ég, „allir menn eru meira eða minna grænir, og grænleitt hár er ekkert skrítið, bara frekar lag- legt. Hefðirðu málað það himinblátt hefði það óðar vakið eftirtekt. En grænt! Nei!" Þegar hann kom út mætti hann kunningja okkar og sagði við hann: „Farðu og líttu inn til Max. Hann hefur fengið geðvonskukast." " KEYPTI SÉR BUXUR Húsbóndinn fór í búð og keypti sér buxur, sem voru þremur þumlungum of síðar. Kvenþjóð heimilisins — móður hans, konu og dóttur — gramdist þetta. Þær afsögðu allar í einu hljóði að stytta buxurnar. En allar voru þær raungóðar. Móð- irin iðraðist fyrst. Hún stytti buxurnar um þrjá þumlunga, meðan fjölskyldan var á bíó um kvöldið. Svo fór hún að sofa. Konan kom heim í góðu skapi, sagði manninum og dótturinni að fara í rúmið. Sjálf settist hún niður og klippti þrjá þumlunga neðan af bux- unum. Dóttirin vaknaði snemma um morguninn. Hún ásetti sér að gleðja pabba sinn og gera við nýju buxurnar hans. Hún stytti þær um þrjá þuml- unga. Sagan getur ekki um, hvort hús- friður hafi verið á heimilinu þann daginn. VILLI FER TIL KAUPMANNAHAFNAR 18 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.