Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 25

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 25
Árið 1979 var helgaö málefnum barna í 162 löndum. Því miður hefur Barnaárið ekki orðið til þess að kjör barna bötnuðu, þar sem þörfin var mest. Nýlega hefur Alþjóða vinnumála- stofnunin, ILO (International Labour Organization) birt skýrslu og sent Sameinuðu þjóðunum, um vinnu- þrælkun barna í 10 þjóðlöndum í Afríku, Suður-Ameríku, Asíu og Suð- ur-Evrópu. Niðurstöður rannsókna ILO eru hörmulegri en búist var við, en í Ijós kom, að meira en 55 milljónir barna undir 15 ára aldri búa við vinnuþræl- dóm, og þar með brotin á þeim lög, sem sett voru af Alþjóðavinnumála- stofnuninni árið 1973 og áttu að taka fyrir vinnu allra barna innan 15 ára aldurs. Þar sem það er ólöglegt að hafa börn innan 15 ára í vinnu, má búast við, að ekki hafi öll kurl komið til graf- ar í þessum efnum og fjöldi barnanna sé talsvert meiri. í allflestum tilfellanna, vinna börnin kauplaust, eða fyrir sáralitlum laun- um. Á meðal þess, sem menn komust aðvareftirfarandi: * f Indlandi eru börn allt niður í 5 ára aldur, látin vinna í eldspýtnaverk- smiðjum í 16 klst. á dag, hefja jafnvel vinnu kl. þrjú að nóttu. Það er vitað að tala þessara barna er yfir 20 þúsund. í Kolombiu eru þrjár milljónir barna vinnandi, sum jafnvel ídimmum, loft- lausum kolanámum. Á Taiwan eru börn 12—15 ára eft- irsóttasti vinnukrafturinn í verksmiðj- unum, sem framleiða leikföng til út- flutnings handa börnum í öðrum löndum. í Hong Kong eru telpur innan 14 ára aldurs, með grannar og liprar hendur, eftirsóttar til vinnu á verkstæðum, sem framleiða vasatölvur. Margar Þeirra hafa orðið fyrir vinnuslysum og misstviðþaðfingur. I Marokko eru telpur undir 12 ára aldri látnarvinnaíteppaverksmiðjum, kauplaust, kallaðar lærlingar og látið svo heita, aö þær fái fría kennslu. Vegna þess, að lög landsins kveða svo á, að sérhver, sem orðinn er 12 VINNUÞRÆLKUN BARNA ára eigi heimtingu á kaupi, er telpun- um sagt upp, þegar þær hafa náð þeim aldri og yngri teknar í staðinn. Og svo eru það löndin nær okkur, í Evrópu: [ Grikklandi loka menn augunum fyrir þeirri vitneskju, að þar er enn við líði vinnuþrælkun barna á ýmsum sviðum íiðnaði og byggingarstörfum. Á ítalíu tíðkast það enn, að skó- framleiðendur láta vinna hluta af skó- gerð sinni úti í sveitum, á litlum verk- stæðum þar sem börn vinna fyrir sultarlaunum. Niðurstöður af þessum athugunum ILO eru þær, að á sjálfu ári barnsins, hefur vinnuþrælkun barna aukist um 20% og jafnvel búist við meiri aukn- ingu ínáinni framtíð. Vegna þess að þræðirnir í þeim eru svo sterkir og þola svo mikla sveigju, án þess að brotna. Styrkleikinn er mældur með kílómetrafjöld- anum, sem þráðurinn getur borið sig uppi án þess að slitna. Nylonþráðurinn þolir 48—49 kílómetra haf, og er það ekki miklu meira en ekta silkiþráður. En sveigjuþolið er afar mikið. Það er miðað við það hve oft má beygja þráðinn og rétta úr honum aftur. Nylonþráðurinn þolir þessa beygju 244.444 sinnum eða þrefalt oftar en ekta silki. En gervisilki 0) > O > (0 o (A "I O) >» > — w (0 0) -o brotnar eftir 7500 beyglngar. — Á myndinni sjást gervi- sokkarnir vera að koma úr prjónavélinni. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.