Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 31

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 31
jj JAÍi 'JiLS U 'jtttöl ÆSKAN — Blaðið er fyrir aila fjölskylduna á öllum aldri HVERS VEGNA ER MAÐUR ÖRVHENTUR? Sumir foreldrar hafa áhyggjur af því, að börn þeirra séu örvhent og hvort þau þurfi ekki að láta Jeiðrétta" þennan galla. Flestir sem hafa sér- þekkingu á slíkum hlutum, svara af- dráttarlaust: Nei, ef manneskja getur auðveldlega beitt vinstri hendi, þá er rétt að leyfa henni að gera það. Um 4% af mannkyni eru örvhent. Margir helstu snillingar sögunnar hafa verið örvhentir, t. d. Leonardo da Vinci og Michelangelo. Auðvitað er það staðreynd, að við lifum í „hægrihandar" samfélagi, þ. e. a. s. að flestir þeir hlutir sem við not- um, eru gerðir fyrir fólk, sem beitir hægri hendi. Hurðarhúnar, lásar, bíl- ar, hljóðfæri, jafnvel hnapparnir á fötum okkar. Engin örugg skýring þekkist á því, hvers vegna meirihluti fólks beitir hægri hendi og örlítill minnihluti vinstri, en ein kenningin er þessi: mannslíkaminn er ekki eins (symmetr- ískur) á báðar hliðar. Hægri vangi okkar er örlftið öðruvísi en sá vinstri. Fætur okkar eru ekki jafnsterkir og stundum jafnvel örlítið mislangir, og þetta „misræmi" á sér stað um allan líkamann. Heilinn er samsettur úr tveim helm- ingum, hægri og vinstri, og þeir starfa ekki jafnt. Menn álíta, að sá vinstri hafi „meira að gera". Vinstri helmingur heilans stjórnar hægri hluta líkamans, og gagnstætt. Þar sem vinstri helmingur heilans er tiltölulega svo yfirgnæfandi sem hann er, verður hægri hluti líkamans auðveldara að sinna ýmsum störfum. Við lesum, skrifum, tölum og vinnum með vinstra helmingi heilans, sem þýðir að við beitum öðru fremur hægri hendi. Hjá örvhentu fólki er ástandið hins vegar andstætt. Þar er það hægri helmingur heilans, sem yfirgnæfir og það á því hægara með að beita vinstri hlið líkamans. Annars hafa menn komist að raun um, að það er visst samhengi milli hæfileikans til þess að tala og mögu- leikans á því að nota hendurnar. Reyni maður að „þjálfa" örvhent barn til þess að nota hægri hendi, tekur það barnið lengri tíma að læra. / % / Leonardo da Vinci var örvhentur. Margar 1 athuganir sínar skrifaði hann með spegil- skrift. Einn dropi blóð (1 mm3) er samsettur úr 200.000 blóðplötum, 10 þús. hvítum blóð- kornum, 5 millj. rauðum blóðkornum, er inniheldur um það bil 100 næringarefni, allt þetta gerir 9%, hin 91% eru vatn. HVAÐ ER PLASMA? I líkamafullvaxinnar manneskju eru um 5 lítrar af blóði. Það er vökvi samsettur úr rauðum og hvítum blóð- kornum, ásamt hinum svonefndu blóðplötum. Þetta nefnist plasma, og er um það bil 55% blóðsins. Þetta er vessakenndur gulleitur vökvi. Eftir að vió höfum borðað eru í honum örsmá fitukorn, þess vegna er fólki ráðlagt að borða ekki nokkru áður en tekin er blóðprufa. Blóðplasma líkamans er eins og árstraumur, sem flytur lífsnauðsynleg efni til þeirra líkamshluta, sem þurfa þeirra við. Það flytur melt næringar- efni út í vefi líkamans og úrgangsefni til nýrnanna. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.