Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 36

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 36
íslensk f rímerki 1979 Upplag síðustu merkja ársins 1978 Um leið og póststjórnin sendi út tilkynningu sína, greindi hún frá upplagi 1.000 kr. merkisins í nóvember með mynd af Hraunteigi, en það er 1 milljón. Slysavarnafélags- merkið (60 kr.) kom út í 2 milljónum eintaka, Reykja- nesviti (90 kr.) í jafnstóru upplagi og Halldór Her- mannsson (150 kr.) í 1 milljón eintaka. Verður ekki annað séð en póststjórnin hafi hér fariö nokkuð hóflega í sakirn- ar. »»WW»WWWW»WWW> UitÉiiimiiiá Fyrstu frímerki ársins komu út 30. apríl og voru það tvö svokölluð Evrópumerki. Út- gáfunúmerer 184. Verðgildin eru tvö: 110 kr. með mynd af gömlu símtæki og 190 kr. með póstlúðri og pósttösku. Hefur Þröstur Magnússon auglýsingateikn- ari teiknað frímerkin, en þau eru prentuð í Sviss með sól- prentunaraðferð svokallaðri. í auglýsingu póststjórnar- innarsegirsvo: I ár er þess minnst, að tutt- ugu ár eru liðin síðan Evr- ópusamráð pósts og síma, CEPT, var stofnað. Þá var m. a. ákveðið að leggja til við aðildarlöndin að þau skyldu gefa út frímerki einu sinni á ári, svonefnt Evrópufrímerki, með sameiginlegu myndefni. Á þessu ári kemur því út tutt- ugasta útgáfa Evrópufrí- merkjanna. Af því tilefni verða gefin út í hverju aðildarlandi fyrir sig frímerki úr sögu pósts- og símaþjónustu. Póst- og símamálastofnun- in gefur út að þessu sinni tvö merki, annað er sýnir tal- símatæki eins og var í notkun hér á landi fyrir síðustu alda- mót og hins vegar lúður og pósttösku frá fyrri tímum. Næstu tvö frímerki komu svo út 3. júlí og eru þau úr flokknum „Merkir íslending- ar". Teiknari merkjanna er Þröstur Magnússon auglýs- ingateiknari. Frímerki þessi munu vera prentuð í Frakk- landi og eru myndirnar á þeim af tveim merkum konum. Ingibjörg H. Bjarnason skólastjóri og alþingismaður fæddist 14. desember 1867 á Þingeyri við Dýrafjörð. For- eldrar hennar voru Hákon Bjarnason kaupmaður og kona hans Jóhanna Kristín Þorleifsdóttir. Frá unga aldri hafði hún lagt mikið kapp á að afla sér sem mestrar þekk- ingar. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og lauk prófi þaðan 1882. Framhaldsnám stundaði hún í Kaupmannahöfn um skeið og kynnti sér síðar skólahald í Þýskalandi og Sviss. Eftir heimkomuna gerðist hún kennari við Kvennaskólann í Reykjavík og skólastjóri varð hún 1906 og gegndi því til æviloka 30. október 1941. Hún varð formaður Landspít- alasjóðsnefndar 1915. Al- þingismaður var hún frá 1923—1930 og var fyrsta ís- lenska konan er sat á Alþingi. I menntamálaráði og Lands- bankanefnd var hún um skeið. Torfhildur Hólm skáldkona var fædd 2. febrúar 1845 á Kálfafellsstað í Austur- Skaftafellssýslu. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Ein- arsson prestur þar og kona hans Guðríður Torfadóttir. Hún var við nám í Reykjavík og Kaupmannahöfn og giftist 1874 Jakobi Hólm verslunar- stjóra á Skagaströnd. Árið 1876 fór hún til Kanada og dvaldi þar í 13 ár, en sneri þá til íslands alkomin og settist að í Reykjavík. Hún gaf út ársritið „Draupni" og barna- blaðið „Tíbrá" svo og mán- aðarblaðið „Dvöl". Hún skrá- setti munnmælasögur eftir vesturförum: „Þjóósögur og sagnir". Torfhildur Hólm helgaði sig sagnagerð og hún varð fyrst til að rita sögulegar skáldsögur á íslandi, jafn- framt er hún fyrsta íslenska konan, sem hafði ritstörf að atvinnu. Hún andaðist 14. nóvember 1918. Þessi frímerkjaútgáfa er númer 185. Framhald. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.