Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 23

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 23
Prófhræðslan hrjáir fleiri en mannabörn. Dýrasálfræðingar, sem gert hafa ýmsar tilraunir á öpum, vita mörg dæmi þess, að aparnir voru mjög spenntir á taugum áður en þeir áttu að leysa ákveðin verkefni. Simpansinn Mimi þvoði sér aftur og aftur um hendurnar meðan hann beið eftir að röðin kæmi að sér. Annar, sem hét Koko, fékk í magann þá daga, sem hann átti að ganga undir prófin. Ef honum mistókst við fyrstu verkefn- in, gat hann orðið alveg miður sín, það sem eftir var dagsins. Þá hoppaði hann um á einum fæti og lamdi vegg- ina til að gefa gremju sinni útrás. Við- brögð einstakra apa við því að ,,falla“ á prófi, eru mjög misjöfn og einstakl- ingsbundin. Einn sneri baki við prófborðinu og neitaði að reyna aftur ef honum mis- tókst, annar barði höfðinu stöðugt ofan í gólfió. Samkeppnin hefur mikil áhrif á áp- ana rétt eins og mennina. Þess eru dæmi, að api, sem ekki hafði sýnt verulegan áhuga, tók að leggja sig allan fram, þegar hann sá félaga sína leysa verkefnið og fá ávexti að laun- um. Allt í einu heyrði hann undarlegan hvin í loftinu: tsjú, tsjú, tsjú. Hvað var nú þetta? Pétur varð hálfskelkaður og flýtti sér að fela sig á bak við runna. En þar sem ekkert gerðist frekar, herti hann upp hugann og stökk upp á hjólbörur, sem stóðu þar rétt hjá. Skammt frá sá hann herra Theó- dór vera að slá túnflötina í ró og næði. Tsjú, tsjú, tsjú heyrðist í Ijánum. Til allrar hamingju sneri herra Theódór baki að Pétri, en handan við hann sá Pétur loksins hliðið, sem hann hafði komið inn um í fyrstu. Pétur stökk hljóðlega niður af hjólbörunum og hljóp eins hratt og hann gat meðfram runnunum. Þegar hann var rétt kominn að hliðinu, sá herra Theódór hann. Pétur lét það ekki á sig fá, heldur herti sig því meir á hlaupun- um síðasta spölinn. Hann smeygði sér mjúklega undir hliðið, og þegar hann var kominn út í kjarrið og móana fyrir utan girðingu herra Theódórs, vissi hann, að honum var borgið. Þaðan rataði hann heim til hennar mömmu sinnar. Herra Theódór fann bláa jakkann hans Péturs og skóna hans, sem hann hafði týnt í kálgarðinum. Og hvað haldið þið, að hann hafi gert við þetta? Hann hengdi það upp á háa stöng og bjó til úr því fuglahræðu til þess að fæla fuglana frá garðinum sínum. Pétur linnti ekki hlaupunum, fyrr en hann var kominn heim í holuna hennar mömmu sinnar undir stóra trénu. Hann var svo þreyttur, að hann fleygði sér kylliflötum niður á mjúkt moldargólfið í holunni, og lokaði þreyttu augunum sínum. Mamma hans var önnum kafin við að elda kvöldmatinn. Hún skildi ekkert, hvað í ósköpunum hann hefði gert við fötin sín. Þetta var annar jakkinn og aðrir skórnir, sem hann hafði týnt síðustu daga. Vesalings Pétri leið heldur illa þetta kvöld. Mamma hans háttaði hann og bjó til kamillute handa honum. En kamillute var versti drykkur, sem Pétur háfðl nokkurn tíma bragðað. Mamma skeytti því engu. Einh bolla af kamillute varð hann að drekka, hvað aem tautaði og raulaði. En Hoppa, Skoppa og Toppa fengu bláber með rjóma, áður en þær háttuðu, af þvf áð þær höfðu verið góðu börnin allan liðlangan daC|inn. V. S þýddí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.