Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 44

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 44
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm mmmmmmmmmmmmmmmm / sem góðum grönnum sæmir. Það er því engin tilviljun, að Æskan hefur jafnan rétt málefnum Sameinuðu þjóðanna „örvandi hönd" og góðan skilning. Að sjálfsögðu hafa það fyrst og fremst verið mannúðar- og mannréttinda- mál, sem Æskan hefur borið fyrir brjósti og einkum Barna- hjalparsjóðurinn, UNICEF. B'örn okkar og barnabörn munu vart erfa sæluríki á jcrðu. En ef við höldum áfram að brýna fyrir þeim „guðsótta og góða siði" og njótum til þess stuðnings góðra tímarita sem Æskunnar fer ekki hjá því, að við færumst nær tak- markinu, ,,að bjarga komandi kynslóðum frá hörmungum ófriðarins." fvar Guðmundsson, ræðismaður fslands í New York. Barnatíðindi óskum Æsk- unni til hamingju með 80 ára afmælið. [ Vági, Foroyum 24/11 1979. J. Berg. Emll Thomsen. Hr. ritstjóri! Öðru hverju ber mér fyrir augu ykkar ágæta barnablað, og ég hef alltaf gaman af að skoða það. Mér er Ijóst, að fátt þroskar börn og unglinga meira en það að hafa aðgang að lesefni við sitt hæfi, og mér sýnist Æskunni takast vel að sinna þeirri þörf. Mig hefur lengi dreymt um að gefa út barnablað heima í Færeyjum, en hef ævinlega slegið því á frest, því ég veit, hve gífurleg vinna það er að halda úti slíku blaði. Á þessum merku tímamót- um í sögu Æskunnar langar mig að senda ritstjóra og út- gefendum blaðsins og öllum lesendum hugheilar afmælis- kveðjur ásamt óskum um langa og bjarta framtíð. Emil Thomsen, bókaútgefandi, Færeyjum. Æskan er nú 80 ára, og það er nokkuð langur mannsald- ur. Það er einstætt þrekvirki, að eitt félag, þótt það sé fjöl- mennt geti gefið út barna- tímarit í allan þennan tíma. Þótt árin séu svona mörg þá er blaðið alltaf ungt. Ég man hve mér þótti gaman að fá blaðið sent, þegar ég var lítill. Blaðið hafði góðan umboðs- mann á Stokkseyri, sem var duglegur að koma blaðinu út um sveitina. Sumt af efni blaðsins marglas ég, og gaman þótti mér að skoöa felumyndirnar. Stundum fylgdi blaðinu kaup- bætir og það þótti mér merki- Þorvarður Magnússon. legt og gott. Eitt sinn var kaupbætirinn Kalda hjartað eftir Wilhelm Hauff og var það lesið upp til agna af mér og krökkunum í hverfinu, þar sem ég átti heima. Ég hef alltaf lesið mikið af ævintýrum og geri enn. Núna um daginn las ég svo Kalda hjartað aftur og mér fannst það gott enn. Ég óska Æskunni langra lífdaga og um leið þakka ég núverandi ritstjóra Grími Engilberts langt og gott starf við blaðið. Einnig þakka ég gömlu ritstjórunum, sem störfuðu á undan honum, hvort sem þeir eru lífs eða liðnir. Þorvarður Magnússon. • Lengsti skipaskurður heimsins er Volgu-Eystrasaltsskurðurinn, sem opnaður var í apríl 1965. Hann er 2.300 km á lengd. # Dýpsta náma heimsins er Western Deep Levels Mine í Carletonville ÍSuður-Afríku. Hún var í maí 1975 orðin 3.840 metrar á dýpt. % Stærsti kastali heimsins er f Halab (Aleppo) í Sýrlandi. Hann er sporöskjulagaður og var upp- runalega umgirtur múr. Að múr þessum meðtöldum er kastalinn 375 m langur og 237 m breiður. l' núverandi mynd er kastali þessi 38 frá dögum Hamanide konungs- ættarinnar á 10. öld. Stærsta höll, sem enn er búið í, er breska konungshöllin Wind- sor Castle í New Windsor í Berkshire. Hún er að mestu frá 12. öld og er 576X164.6 m að grunnfleti. Stærsti pýramídi og jafnframt stærsta minnismerki, sem reist hefur verið, er Cholulapýramíd- inn í Cholula de Rivadahia í Mexíkó. Pýramídi þessi er 54 m hár og nær yfir 18 ha. grunnflöt. Rúmmál hans er 3.300.000 m3, og hann er allmiklu stærri en E VEIZTU ÞAÐ? 1 Keopspýramídinn, sem er 2.570.000 m3. % BreiðastabrúíheimierCrawford Street Bridge í Rhode Island í Bandaríkjunum. Hún er 348.6 m breið. 0 Elstu vindmyllur heimsins, sem sögur fara af, möluðu korn í Persíu (Iran) á 7. öld. # Hæsti viti heimsins er úr stáli og stendur við Yamashita-skemmti- garðinn í Yokohama í Japan. Vitinn er 106 m á hæð, og Ijós- styrkur hans er 600.000 kerti. Ljós hans sést úr 32 km fjarlægð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.