Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 7

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 7
ÁUTllfó \HF I tilefni 50 ára afmælis Skógrækt- arfélags islands á þessu ári hefur verið ákveðið að efna til átaks í gróðursetningu trjáa hér á landi og verður árið 1980 „Ár trésins". Skógræktarfélag íslands var stofnað á Þingvöllum Alþingishátíð- arárið 1930. Snemma árs 1979 ákvað stjórnin að efna til sams konar átaks í gróður- setningu trjáa hér á landi á afmælis- árinu 1980. Samstarfsnefnd var sett á laggirnar og hélt hún sinn fyrsta fund 22. maí sl. í nefndinni eiga sæti margir aðilar sem að garðræktarmálum og búnaðarmálum standa, auk sveitar- félaga, ráðuneyta og ýmissa sam- banda. Með ári trésins er stefnt að ýmsum verkefnum, m. a. að kynna trjárækt, skógvernd og skógrækt á íslandi, að kynna gildi skógræktar, trjáræktar og hvers konar ræktunar trjáa og runna- gróðurs. Einnig verður lögð áhersla á þýðingu þess fyrir umhverfi hvers og eins að rækta tré og þýðingu skjóls fyrir alla ræktun, með tilliti til híbýla og vellíðunar fólks. Þá er stefnt að því, með ári trésins, að leiðbeint verði um trjáplöntun í garða og skjólbelti, um hirðingu trjáa og verndun þeirra, um plöntun skógplantna og höfuðþætti í skipulagningu trjágarða og skjól- gerða. Þá leggur samstarfsnefnd um SM- ár trésins áherslu á að sem allra flestir geti tekið þátt í trjárækt og skógrækt á árinu með því að planta trjám eða skógarplöntum eftir því sem aðstæð- ur hvers og eins leyfa. Einnig leggur nefndin áherslu á að einstaklingar verði hvattir til að fegra á þann hátt í kringum híbýli sín, og verði félög hvött til fegrunar á sínum starfssvæðum. Opinberir aðilar, sveitarfélög og aðrir verði hvattir til að fegra á hliðstæðan hátt svæði í kringum byggingar, svo sem skóla og hvers konar þjónustu- byggingar og mannvirki, svo og á öðrum almenningssvæðum sem liggja innan þeirra vébanda. Sam- =3C^.7ítoMj- starfsnefndin væntir þess að ,,Ár trésins 1980" hljóti góðar undirtektir, ekki síst þegar þess er gætt hve ís- land er fátækt af trjá- og skógar- gróðri, þó aö reynsla sé á því fengin að rækta megi hér fjölda trjá- og runnategunda víðs vegar um land með ágætum árangri. ^N|% AKTRESINS » PKÍMJM LAXMl) PLON TUM TIUÁM «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.