Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 26

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 26
Börnin sváfu betur en nokkru sinni fyrr, en um morguninn hrökk Hans upp af fasta svefni viö þaö aö Stía greip hranalega í handlegg hans. Hann varð svo hrædd- ur, aö hann áttaði sig ekki fyrr en hún haföi sett hann inn í búr, sem var læst með sjö lásum. ,,Hæ-hó! hæ-hó!“ trallaði hún ánægö, „þarna verður þú aö dúsa og verða feitur og bragðgóður. Þegar Stía frænka sá, að hún hafði gert Hans verulega hræddan, fór hún inn í húsið og vakti Grétu. „Snautaðu á fætur, lata stelpa, nú áttu að elda eitt- hvað reglulega gott handa Hans, sem situr úti í búri. Það á að fita hann, svo að hann verði mjúkur undir tönn,“ hvæsti hún. Gréta litla fór að gráta, en Stía frænka hirti ekki um það. „Gráttu bara,“ sagði hún. „Því meira sem þú grætur, því bragðbetri verður þú, því að saltið fer úr þér með tárunum. Það verður án efa gaman að borða þig." Og svo varð Gréta aö laga til og elda mat fyrir nornina. Hún varð að sjóða góðar súpur og þeyta marga lítra af rjóma á hverjum degi handa Hans, og nornin neyddi hann til að borða á tveggja tíma fresti allan sólarhringinn. Og til þess að finna, hvort hann væri orðinn reglulega feitur, haltraði Stía öðru hvoru að búrinu og bað hann að reka vísifingurinn út á milli rimlana, svo að hún gæti þreifað á honum. En í staðinn fyrir vísifingur- inn rétti Hans henni skafið bein, sem var vitanlega alltaf jafnhart hversu feitur sem Hans varð. Loks varð Stía ó- þolinmóð. Hún hafði aldrei fyrr á ævi sinni hitt nokkurt barn, sem þyrfti jafnmikið til að fitna og Hans! Henni fannst því ráðlegast að elda handa honum hunangssúpu með rjóma. Gréta vissi, að þó Hans yrði ekki feitur af þessari súpu, mundi nornin samt éta hann, og grátandi læddist hún út að búrinu og sagði Hans frá því. En Hans, sem var orðinn svo feitur, að buxurnar ætluðu að rifna utan af honum, missti ekki kjarkinn. Þegar Gréta kom aftur inn í kofann, var Stía frænka hin kátasta. Hún hló og söng og hljóðin voru svo ógnandi, að það var eins og það væri rok, rigning og haglél, sem hjálpuðust að — „Hæ, tra la la,“ söng hún. „Á morgun borða ég strák í hádegismat. en fyrst ætla ég að éta þessa gæs, sem ég er að reyta.“ Ostur er ekki einungis Ijúf- fengur, heldur einnig ein besta og heilnæmasta fæða, sem hugsast getur. Aðalefni ostsins eru eggjahvítuefni (protein), sem eru nauðsyn- leg öllum, bæði ungum og gömlum. Börn þarfnast þeirra til eðlilegs vaxtar og fullorðnir til viðhalds líkamanum. Eggjahvítuefni mjólkurinnar eru ein hin bestu, sem völ er á, og í osti eru þau auk þess nokkru auðmeltari en í ný- mjólk. Mjólk inniheldur 60—70 önnurmikilvæg næringarefni, sem flest finnast í því nær ó- breyttri mynd í osti, þar á meðal mörg vítamín. Þar sem 1 kg af osti er framleitt úr 10—11 lítrum af mjólk, er augljóst, að næringarefnin eru í mun ríkari mæli í osti en upphaflega í mjólkinni. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.