Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 24

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 24
Þann 24. nóvember sl. frumsýndi Þjóðleikhúsiö nýtt barnaleikrit eftir Guörúnu Helgadóttur undir leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. Leikrit þetta er tilraun höfundar til að kenna börn- um að skilja þá fullorönu. Erfiðleikar barnanna eru oftast sprottnir af erfið- leikum hinna eldri. Er reynt í leikritinu að hafa atburðarásina lifandi og fjör- uga og er ekki að sjá annað en það hafi tekist mjög vel. Leikritið er ekki skrifað fyrir ákveðinn aldursflokk barna, en flest börn munu finna þar eitthvað við sitt hæfi. Yfir 20 börn taka þátt í sýningunni og er það yngsta aðeins 6 ára en elsti leikarinn er Ævar Kvaran. Hann leikur yngsta barnið sem er í kerru. Hlutverk barnanna eru flest mjög stór, en mest af textanum mæðir þó á þremur leik- urum, þeim Sigurði Skúlasyni og Randver Þorlákssyni sem leika tvo litla (eða öllu heldur stóra) bæjar- stráka og Guðrúnu Þórðardóttur. Unglingarnir eru eina fólkið í leikritinu sem er nokkurn veginn á réttum aldri, en Guðrún leikur stærsta unglings- hlutverkið. Börnin sem koma fram í þessum skemmtilega leik eru öll úr skólum borgarinnar og eru á ýmsum aldri. Áreiðanlega eiga margir eftir að brosa Guðrún Helgadóttlr. — Halló, má ég blðja um dýra- garðinn — fljótt! að tiltækjum fullorðna fólksins, sem leikur börn, og barnanna sem leika hina fullorðnu. Höfundur og Þjóðleik- húsið eiga þakkir skildar fyrir að færa upp þetta skemmtilega leikrit í lok barnaársins. Guðrún Helgadóttir, höfundur leik- ritsins „Óvitar", er fædd í Hafnarfirði og ólst þar upp, elst af tíu systkinum. Fyrsta bók hennar var Jón Oddur og Jón Bjarni, sem kom út árið 1974. Árið 1975 kom svo Meiraaf Jóni Oddi og Jóni Bjarna og árið 1976 var gefin út bókin í afahúsi. Páll Vilhjálmsson kom út 1977, en Guðrún hafði þá um tveggja vetra skeið skrifað textann fyrir Sirrý og Palla í Stundinni okkar í sjónvarpinu. Það eru fleiri en íslensk börn sem fá tækifæri til að kynnast bókum Guðrúnar, því bókin um Jón Odd og Jón Bjarna hefur komið út á dönsku og finnsku og er væntanleg á hollensku og fleiri tungumálum innan tíðar. Guðrún Helgadóttir hefur gert fleira en að skrifa fyrir börn. Hennar aðal- starf er að vera deildarstjóri í Trygg- ingastofnun ríkisins auk þess sem hún er fulltrúi í borgarstjórninni í Reykjavík og þingmaður. Hún á fjögur börn. — Pabbi, eigum vlð að taka þau öll eða hafa þau verið send til að velja úr þeim? 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.