Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 43

Æskan - 01.01.1980, Blaðsíða 43
KVEDJUR TIL ÆSKUNNAR Björn Jónsson. Við barnablaöið Æskuna er|J margar og bjartar bernskuminningar tengdar. þegar ég var 7 ára gamall gaf móðursystir mín mér eins árs áskrift af blaðinu og lengst af hef ég verið kaupandi þess UPP frá því. Ég minnist þess, að oft taldi e9 dagana þangað til Æskan kæmi. Margt las ég þar mér til beinnar skemmtunar. Einnig yar þar kærkominn fróðleik a° finna. Og síðast en ekki síst voru þar sögur, sem vöktu barnshugann til alvarlegrar íhugunar bæði á vettvangi bindindis og trúar og almenns siðgæðis. Æskan var gott blað, hún varskemmtileg, þroskandi og 9öfgandi. Nú hefur Æskan náð átt- ræðisaldri. En ellimörk sjást alls engin á henni. Ennþá er hún gædd sömu góðu eigin- leikunum sem fyrr. Hún skemmtir enn, þroskar enn og 9öfgarenn. Um leið og ég árna henni heilla og blessunar Guðs á ^erkurn tímamótum, þá bið ég þess, að henni megi auðnast héðan í frá sem hingað til að reynast því hlut- verki sínu trú að benda ís- lenzkum æskulýð á bless- unarvegu. Björn Jónsson, Akranesi. Heimlr Hannesson. Þegar svo er komið, að þjóðlífsumræðan mótast af mismunandi háu vísitöluþaki, stjórnmálaumræðan af mark- lausum slagorðum eða gífur- yrðum og rótleysi fer vaxandi með þjóðinni, er ánægjulegt að sjá einhvers staðar festu, öryggi og stefnu. Allir sem eitthvað þekkja til útgáfu- starfsemi hljóta að dást að því afreki, sem í því felst að halda út lifandi blaði í heil áttatíu ár. Að baki þeim ólýsanlegu störfum er sérstök þraut- seigja, eldmóður og hug- sjónakraftur. Æskan kom að sjálfsögðu til okkar á æskuheimilinu fyrir norðan og komu hennar tenyjast nokkuð óvanalegar bernskuminningar, sem gam- an er að rifja upp á hátíða- stundum. Á heimilinu var gef- ið út annað barnablað og stundum var ekki laust við að Norðanmenn bæru saman útlit, efni og útbreiðslu — út- gefendur sunnan og norðan fjalla báru saman bækur sínar og þó að boðskapurinn væri keimlíkur mótaðist framsetn- ing, stærð og hugmyndir af aðstæðum og þeim aðilum er verkið unnu. Hvað sem-öllu þessu leið er gaman að minnast þessara ára er Æsk- an var lesin upp til agna og vandlega skoðuð hverju sinni. Einhvern veginn finnst mér ekki hægt annað, þegar Æskan er nefnd, að minnast í senn eins helsta frumherjans, sem nú er látinn, Jóhanns Ögmundar Oddssonar. Nafn hans tengist Æskunni jafn lengi og hún lifir og allri þeirri fjölþættu starfsemi er henni var og er tengd. Bindindis- samtökin á Islandi hafa alla tíð verið útgefendur Æskunn- ar. Stundum er sagt, að þau samtök séu ekki alltaf í takt við tímann. Það skyldi þó ekki vera, að margir hugsjóna- mennirnir í þeirri sveit hafi stundum verið á undan hon- um — og samtíð sinni um leið? Að minnsta kosti voru þeir fáir vísindamennirnir og læknarnir, sem vöruðu þjóð sína við hættum tóbaksreyk- inganna, þegarsá boðskapur var fyrir áratugum síðan flutt- ur árið um kring af fjölmörg- um lítt lærðum leikmönnum og tileinkaður ungu kynslóð- inni. Æskan í Reykjayík og Vorið á Akureyri fluttu les- endum sínum þennan boð- skap áratug eftir áratug — rjý fyrst virðast menn vera farnir að rumska og er það alltaf ánægjulegt þegar fram kemur árangur erfiðisins þó að f lestir frumherjanna séu nú liðnir. Á merku afmæli lifandi blaðs og tímamóta merkra samtaka er ástæða til að þakka heilladrjúgt starf. Sér- staka þökk ber rítstjóranum síunga, Grími Engilberts, sem tryggt hefur Æskunni sess sem útbreiddasta tímariti landsins. í þvi felst líka ábyrgð, en Grímur ritstjóri og samtökin er að baki honum standa hafa sýnt í verki, að þau eru vandanum vaxin. Til hamingju! Heimir Hannesson, hæstaréttarlögmaður. ivar Guðmundsson. Æskan brýnir fyrir hinum ungu lesendum sínum að sýna mönnum og málleys- ingjum umburðarlyndi og hvetur þá til að lifa í friði svo 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.